Líf og list - 01.11.1950, Page 2

Líf og list - 01.11.1950, Page 2
íslendingur crlendis. ÞRÍR MENN komu inn á kaffihúsið hérna á dögunum, settust við borð og tóku tal saman. Fyrsti hóf máls og spurði: „Á hverju þekkist, að ykkar dómi, Islendingur í útlöndum frá öðrum mönnum?" „Á skóhlífunum," svaraði annar. „Ég mundi ekki segja skóhlífunum einum,“ sagði þriðji „Ég mundi segja, að hann þekktist á fótabragði og lima- burði yfirleitt. Það er „holining", sem undir eins minnir mig á Söguþætti landpóstanna, Göngur og réttir og fleiri Norðrabækur, og ég sé, að mað- urinn hefur átt heima í íslenzkri sveit í tíu aldir, jafnvel þótt hann kunni að hafa fæðzt síðast í Reykjavík, þegar fjórðungur var af þessari öld.“ „Ykkur skjátlast, herrar mínir,“ sagði fyrsti. „Þetta er alger misskiln- ingur eða öllu heldur leiðinleg vitleysa, sem hver lepur eftir öðrum. Sannleik- urinn er sá, að yfirleitt er alls ekki hægt að þekkja Islending úr hópi manna, og raunar er næsta erfitt að draga menn af sama kynflokki sund- ur eftir þjóðemi, ef aðeins er farið eft- ir útliti. Þeir þekkjast sundur á því einu, hvernig þeir bregðast við á- kveðnum atvikum eða aðstæðum. Matur kemur upp um Dani, kapp- leikir um Englendinga, en hvað um fs- lendinga, á hverju þekkjast þeir? Ef þið gangið eftir götu í erlendri borg og sjáið mann standa fyrir framan bókabúðarglugga og h'orfa löngum aug- um á vöruna með þeim svip, er gefur til kynna, að hann hungri og þyrsti eft- ir bókunum,en hafi ekki peninga til að kaupa þær, ef þið sjáið slíkan mann, segi ég, getið þið verið vissir um, að þetta er íslendingur. Gangið að honum og segið „Gunnar, Héðinn og Njáll,“ og vitið hvort hann tekur ekki við sér. Svona er nú þetta. íslendingur erlend- is þekkist á bókagræðginni.“ Svo mælti þessi maður, og höfðum vér ekki meira af ræðu hans. Innan stundar fóru þeir kumpánar leiðar sinnar. Hallæriskostur. EN VÉR sátum eftir hugsi. Að oss steðjuðu spurningar. Er það þá satt, sem vér höfum hingað til leyft oss að efa, að vér íslendingar séum óvenju- lega miklir bókamenn, jafnvel mestu bókamenn í heimi? Eða er þetta að- eins gómsæt þjóðlygi, sem vér skjöll- um sjálfa oss með? Rétt er það, að hér á landi koma út tiltölulega margar bækur og alþýða manna kaupir mik- ið af bókum, svokallaðir alþýðumenn eiga fleiri bækur en sams konar menn víða erlendis. Þeir kaupa holt og bolt þetta blandaða sælgæti, sem íslenzkir bókaútgefendur senda frá sér. En for- leggjurum vorum er yfirleitt ríkari í huga hinn rauði straumur úr vösum kaupenda í pyngju sjálfra þeirra en þeir straumar anda og snilli, sem góð- ar bækur geta veitt út meðal lesenda. íslenzkri bókagerð og útgáfustarfsemi er á margan hátt sorglega áfátt. Það er rubbað upp kynstrum af bókum, lélegum „skáldskap", illum þýðingum, þykkum þunnmetisdoðröntum íslenzk- um, upplognum og afvötnuðum „þjóð- sögum“, minningum og aftur minning- um gamalla manna, sem allir hafa bitið sams konar harðindakost og eltst við álíka vel gefna forystusauði og eru satt að segja hver öðrum nauðalíkir, blessaðir karlarnir, sögur þeirra sér- kennahtlar og ritaðar á sérkennalitlu máli. Slíkar bækur mega „skrifast en ei þrykkjast," svo að notað sé orðalag Jóns Grunnvíkings. Þannig er íslenzk bókagerð, að ógleymdum uppprentuð- um, uppsuðum og samsuðum úr eldri ritum. Ekkert sýnir betur en þessar síðast töldu bækur, hve gjörsamlega íslenzk bókmenning er komin á hreppinn, en í sem fæstum orðum má með sanni segja, að ekki lítill hluti þess, sem nú er prentað á bækur á Is- landi, geti hvorki talizt til bókmennta né nokkurra annarra mennta. Já, þannig er íslenzk bókagerð, og er þó skylt að geta þess, að innan um alla þessa megru flýtur einn og einn ljósleitur biti, undantekningar, sem sanna regluna. En af hverju kaupa menn þá þessar íslenzku bækur?, kann einhver að spyrja. Allt er hey í harðindum, segir máltækið, og jafnvel herma sögur, að fólk æti skóbætur og hunda í hallærum. Þetta er skýringin. Fólk vill eiga bækur og gefa bækur, og þá er að grípa til þess eina, sem til er, íslenzkra bóka. Ef miðað er við lestrarlöngun þjóðarinnar, kann það satt að vera, að vér séum ein mesta bókaþjóð veraldar. En sé miðað við þann bókakost, sem vér höfum úr að velja, erum vér áreiðanlega meðal hinna neðstu þeirra þjóða, sem eiga að teljast læsar. Gef oss í dag vort daglegt brauð. OSS vantar erlendar bækur, mikið af erlendum bókum. íslendingur er- lendis stendur höggdofa, þegar hann sér alla þá ofurgnótt nýrra girnilegra bóka, sem fyllir þar alla glugga. Skort- ur erlendra bóka er að gera oss að álfum. Vér vitum ekkert, hvað er að gerast í skáldskap og fræðum þjóðanna í kringum oss, vér vit- um það eitt, að mikið er að gerast og oss er fyrirmunað að fylgjast með því. Þetta er mikil niðurlæging. Bókmenntir vorar frá upphafi vega Framh. á bls. 23. 2 LÍF og LIST

x

Líf og list

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.