Líf og list - 01.11.1950, Side 4
annars staðar á landinu undanfar-
in misseri, á Snæfellsncsi, í Borgar-
firði eystra, í Hjaltastaðaþinghá.
— Var gott að mála á Þingvöll-
um í dag?
— Nei. Það var erfitt. Óskaplega
erfitt. Og samt var það ógnar skrýt-
ið. Skyggnið. Það var eins og mað-
ur hefði handanfjöllin í fanginu.
Og þó var afskaplega erfitt að
mála. Annars má ég til með að
segja yður það, góði maður, að ég
týndi hálsbindinu mínu í kvöld á
leiðinni frá Þingvöllum að Kára-
stöðum. Þetta var forláta bindi.
Svona er maður mikill klaufi. Mað-
ur týnir allt of mörgu, sem manni
þykir vænt um.
Kjarval gengur að veggsillu í
stofunni, þár sem liggja tveir
bögglar. Hann tekur þá, vefur ut-
an af þeim, og það eru þá blóm í
báðum, tveir afmælisblómvendir.
— Enn eru vinir mínir að senda
mér afmælisblóm, segir hann og
lætur vendina í tvær vatnskrúsir.
Hann átti 65 ára afmæli 15. októ-
ber.
— Þér sögðuð áðan, að það hafi
verið erfitt að mála í dag. Veitist
yður mjög mislélt að mála?
— Já. Það verð ég að segja.
Stundum breiðir náttúran úr sér.
Þá leikur allt í lyndi. Þá kemur
myndin af sjálfu sér. Maður veit
ekki fyrr til cn hún er sköpuð. Hún
gerir sig sjálf. Já. þetta er furðu-
legt. Svona er það.
— Sumir furða sig á andlitun-
urri, sem koma iðulega fram í
landslaginu á myndum yðar.
— Jæja. En þetta eru andlit
jarðarinnar. Mannsaugað sér þau
í myndunum, þegar þau eru þar,
þó að málarinnsjái þau ekki í mót-
ívinu áður cn hann málar niynd-
ina. Og þó cru undantekningar á
þessu, þegar aðalinnihald mótívs-
ins er andlit og búin er til mynd
af því. Ljósmyndarar þekkja báð-
ar þessar útkomur og aðstæður,
lield ég. En þetta kannski er vert
að athuga, ásamt ýmsu öðru, sem
gæti haft með myndlist að gera.
Er þctta lífið í breytileik með list-
iðkcndum á þessu sérstæða sviði —
einhver tegund raunsæis. Er furða,
þótt talað sé um innri sjón, ef
sannazt hefur, að hún er til, eða
samvist (návist) sem maður finnur
sem hluta af landinu sjálfu, sent
kannski tekur á sig svip geðhrifa
mannlegS skapnaðar? Er þá komið
nær að skilja draugatal og ýmsa
forneskju sem eðlilega sköpun —
sem abstraktion — eða afleiðslu-
endingar raunveruleika þess
rannna, ef svo mætti að orði kveða^
sem tilheyrir einstaklingsheint
þeirra, er athuga og sjá. Jafnvel
skýin stundum gera það, að mynda
og sanna — ef maður stendur nógu
lengi, svo afhjúpun geti átt sér
stað — þá sér maður mynd af sjálf-
um sér með litaspjald sem skýja-
mynd í radíus frá punkti vinnu-
stæðisins. Fornmenn vissu hvað
þeir voru að fara, þegar þeir töl-
uðu um landvættir. Þær voru
kannski einmitt þessi andlit lands-
ins. Ég segi kannski — vegna þess,
að ég neita ekki, að verið geti öðru-
vísi sjónstaða cður liugkvæmni fyr-
ir þeirra sígildu landvættatrú.
— Hvernig verka abstrakt-
myndasýningarnar á yður?
— Þegar ég hef komið utan af
landi frá að mála mínar myndir og
komið inn á þær sýningar hér í
Reykjavík, þá segi ég við sjálfan
mig, þegar ég cr kominn út aftur:
Ef þetla er list, sem það sjdlfsagt
er, þá sœttir þú þig við að klassa
Jóhanncs Svcinsson Kjarval:
Þórólfur Ríkarðsson bóndi
4
LÍF og LIST