Líf og list - 01.11.1950, Page 9
a<5 vafstra við hænsnin sín, og hann
fekur þau öll inn í hús. Með hon-
urn er þc kona hans, og hænsnin
kannast vl við hana, því að hún
er vön ; lúrða um þau; gefa þeim
kornið, hreinsa til í stíunum, búa
um eggjakassana og annað þess
Itáttar.
En nú dylst hænsnunum ekki, að
það er Anton Sjdanov sjálfur sem
tekið hefur stjórnina. Hann baðar
ut höndunum og hnappar þeim
sanian, en konan gengur í humátt
a eftir honum og gerir ekki annað
en brciða út svuntuna, þá er ein-
hver unginn ætlar að skjótast út
ur hópnum. Á milli þess ber liún
svuntuhornið upp að augunum,
etns og hún sé hrygg og berjist við
grátinn.
Alengdar standa börn Sjdanovs-
hjónanna með fingurna uppi í sér
°g stara stórurn hnöttóttum aug-
um sínum á það tiltæki foreldr-
anna að reka hænsnin í hús um há-
hjartan daginn. Börnunum hefur
Verið bannað að koma að hænsna-
húsinu, en þau geta ekki á sér setið
að skyggnast þangað í laumi.
Allt í einu sjá þau, hvar einn
haninn flýgur höfuðlaus niður
varpann. Faðir þcirra stendur úti
fyrir hænsnahúsinu með öxi í
hendinni, og nú kemur móðir
þeirra með annan fugl út úr hús-
‘uu, og hún krýpur nteð hann við
höggstokkinn. Börnin sjá öxina
hera við loft og ósjálfrátt loka þau
augunum. En þegar þau opna aug-
Un aftur, sjá þau hvar annar höf-
uðlaus fugl veltur með vængja-
slætti niður varpann.
Eörnin horfa á alla athöfnina,
unz flötin fram undan hænsnahús-
uiu er orðin þakin hauslausum
hænsnum, en húsið tæmt. Þau
horfa nteð hryggð á þennan valköst
°g þeirn sortnar fyrir augum er
þau sjá blóðidrifið grasið.
Einstaka íugl blakar enn þá
Væng, hreyfir fót eða reigir blóð-
ugan strjúpa. Það er eins og lífið
ætli aldrei að fjara út úr þessurn
höfuðlausu búkurn — enda voru
þetta lífsglöð hænsni.
Skömm'u síðar leggur Anton
Sjdanov af stað með liænsnin sín
inn í borgina, því að þau eiga að
fara í steik handa herráðinu og
æðstu stjórnmálamönnum þjóð-
anna í kvöld, þá er þeir liafa gert
út um örlög heimsins.
Og fyrir miðaftan er ráðstefn-
unni lokið, og hin mikilsverða á-
kvörðun herráðsins og æðstu
stjórnmálamanna þjóðanna kunn-
gerð gervöllum heiminum:
Stríð!
Þannig liljóðar boðskapurinn.
Þessu var ekki lengi lokið af,
enda var samkomulagið á ráðstefn-
unni einstaklega gott. Þar ríkti ó-
venju mikil eining og friður! Ráð-
stefnan stóð ekki öllu lengur yfir
en rneðan líftóran var að fjara úr
síðustu hænsnunum, sem höggvin
voru í varpanum á búgarðinum
hans Antons Sjdanov. Það munaði
líka minnstu að veitingamaðurinn
í stóra, skrautlega hótelinu, þar
sem herráð og stjórnmálamennirn-
ir höfðu pantað kvöldverð, yrði sér
til skammar fyrir það, að vera of
síðbúinn með matinn. Þær voru
svo skolli seigar sumar hænurnar
frá lionum Anton Sjdanov, að þær
urðu ekki mjúkar, hversu lengi
sem þær voru steiktar.
Loks er kvöldverðurinn þó bor-
inn í viðhafnar-borðsalinn, og her-
ráðið og æðstu stjórnmálamenn
þjóðanna setjast að snæðingi. Þeir
gófla hænsnasteikina með hæ-
verskri ró; krytja bita fyrii' bita
hænsnin lians Antons, sem spók-
uðu sig svo glöð og ánægð í hlað-
varpanum í morgun og áttu sér
einskis ills von — en lirukku aðeins
ónotalega við með hrollköldum
beyg, þá er flugvélin þaut yfir bú-
garðinn rétt yfir höfðum þeirra.
Nú liggja þau hér á stórum fötum,
umflotin brúnni sósu, og stór-
menni heimsins hakka þau í sig.
En herráð heimsins og æðstu
stjornmálamenn þjóðanna hafa nú
um sitt livað að hugsa, annað en
hænsnin, sem þeir eru að borða
og fórnað var þeirra vegna. Sjálfir
lial'a þeir nú undirbúið og fyrir-
skipað stærri blóðfórn — til þess
að frelsa heiminn!
Þeir eru sjálfum sér þakklátir, og
liugsa um það eitt á þessari stundu,
að þeir hafi lokið góðu dagsverki
— komið miklu í verk. Og nú njóta
þeir á eftir í bróðerni ljúffengrar
hænsnasteikar. Þeir velta kjötinu
upp úr sósunni, bæta grænmeti á
diskana og strá ofurlitlu af pipar
og salti yfir. Svo skála þeir í freyð-
andi kampavíni, með Ijúfmann-
legt bros á vör og góðlátlega
glampa í augunum.
Eftir kvöldverðinn situr herráð-
ið og stjórnmálamennirnir lengi að
sumbli í stóra, skrautlega hótelinu
og skeggræða um framtíðarhorf-
urnar.
Og þeir eru bjartsýnir.
Nú fyrst sjá þcir hilla uppi dags-
brún nýrra tírna, bjartari og feg-
urri tíma, en nokkru sinni hafa
komið á þessari jörð. Þetta stríð,
sem þeir hafa nú komið af stað
með löngu og ströngu undirbún-
ingsstarfi, og af mikil'i eljusemi
og þrautseigju, á að skera fyrir
rætur allra meinsemda þjóðfélag-
anna; byggja grunn að nýju niust-
eri friðar og velsældar — eilífum
friði . . . Húrra! . . . Húrra!
Vínglösin eru tæmd í botn, og
stórmenni þjóðanna ganga til
náða, glöð og ánægð í hjarta sínu,
og með sjálfsánægjuna geislandi af
ásjónunni, eins og menn, scnt eru
þess fullvissir, að þeir hafi gert rétt
— það réttasta af öllu réttu.
Þeir njóta góðra drauma.
Þessa sömu nótt yfirgefa milljón-
Frh. á bls. 11.
LÍF og LIST
9