Líf og list - 01.11.1950, Side 10
BRENNIVÍN
Sprenging hafði átt sér stað —
langt í burtu, full, óskýr, en
sprenging var það. Samt sem áður
var hann ekki alveg viss. Fyrir
þrem dögum höíðu flugvélarnar
varpað sprengjum yfir Madrid. En
Don Manúel hafði heyrt talað um
undirvitund. Og hann hélt það
væri mögulegt, að skelfingin við
sögurnar, sem hann hafði hyert og
minningin um tómu sprengjuna í
liúsinu í Puerla del Sol hefðu verið
að verki í liugskoti hans: Það hefði
bara orðið ótti, sem vakti hann
þessa írostnótt í nóvember.
Don Manuel átti ekki vanda til
að vakna á nóttunni. Hann svaf
höfgum svefni hins miðaldra
manns, sem búinn er að fá þann
ávana að éta yfir sig. Af því staf-
ar draumaþrugl, sem er undanfari
að slagi. En ekki höfðu draumar
vakið hann. Og ekki gat það hafa
verið konan á loftinu, sem stund-
um hafði ónáðað hann með gleð-
skaparhávaða, af því að hún var
ekki við eina fjölina felld.
Hann renndi augunum um kol-
dimmt svefnherbergið, en sá ekki
nokkurn skapaðan hlut. Heilinn í
honum var tómur, og það var
dauðaþögn, utan tifið í vekjara-
klukkunni á náttborðinu, sem
heyrðist eins og lijartsláttur. Og
enn juku á þögnina hinar djúpu,
rytmísku hrotur í Donu Júanítu,
sem hvíldi við hliðina á lionum.
Hinn feiti kroppur liennar þand-
ist út yfir dýnuna.
Hann lagði við hlustirnar kvíð-
inn og vissi ekki, hvort hann ætti
að kveikja á lampanum á nátt-
borðinu eða ekki. Hann lá með
annan fótinn undir fætinum á
SVIPMYND
eftir
ARTURO BAREA
Donu Júanítu og hafði stingandi
óþægindi af þunganum, því að
hann var alveg að stöðva blóðrás-
ina. Þessi fótur var að verða hon-
um martröð, og hann reyndi að
losa hann með hægum erfiðismun-
um, en í hvert sinn sem það var að
takast, kom hreyfing á hrúguna,
sem hvíldi við hlið hans, svo að
hann hætti við allt. Þó var hann
búinn að mjaka löppinni talsvert
áleiðis og vantaði ekki nema
herzlumuninn, þegar önnur
sprenging heyrðist — skýrar, nær.
Og það hafði þá blessun í för með
sér, að nú losnaði fóturinn allt í
einu úr kreppunni. Dona Júaníta
kipptist við, andvarpaði, kumraði
og velti sér á hina hliðina án þess
að vakna.
Don Manúel settist upp í rúm-
inu, og sekúndu síðar titraði loft-
ið af háværum drunum sprengju-
flugvélanna og af annarri spreng-
ingu, sem var svo nærri, að liann
heyrði húsin lirynja og rúðurnar
brotna.
Hann kvcikti á náttlampanum,
en birtan af honum var drunga-
legri en sjálft myrkrið. Það var
Jítill lampi, vafinn blárri grisju, og
um hann hélt með hendinni gyðja
úr ódýru bronsi. Hann vildi ekki
vekja konuna sína né kveikja á
loftlampanum, }rví að hætt var við
að Ijósglæta kynni að síast út um
rifurnar á hleranum, sem liann
liafði byrgt gluggann með, og það
mundi leiðbeina flugvélunum.
Hann hentist fram úr rúminu og
hugsaði með sér, að hann gæti af-
sakað sig fullkomlega með því að
hann væri að ganga þarfa sinna,
ef konan hans skyldi vakna.
Sannleikurinn var sá, að hann
var skraufþurr í munninum og
tungan þykk, eins og hann hefði
étið salt. Hendur hans skulfu.
Hver veit, hvar sprengja kynni að
falla? Tvö hundruð og fimmtíu
kílógrömm. Og íbúðin hans var á
þriðju hæð í gömlum timburhjalli.
í borðstofunni átti hann opna
brennivínsflösku, þá tegund, sem
kunnáttumenn telja bezta brenni-
vín á Spáni á friðartímum, og nú
ekki lengur falt, jafnvel ekki þó að
gull væri í boði. Hann var ekki
gefinn fyrir áfengi. En samt trúði
hann á mátt þess á veikleikastundu
eins og þessari.
Hann læddist á tánurn inn í
borðstoíuna og lokaði dyrunum
vandlega. Hann kveikti ljós og
gekk úr skugga um, að það skini
ekki í svefnherbergið, og tók fram
brennivínsflöskuna, hræddur og
skömmustulegur, eins og þjófur.
Hann setti stútinn á varirnar og
fékk -sér vænan teyg, án þess að
finna fyrir því, þegar vökvinn
streymdi niður um þurrt kokið. En
strax á eftir fann hann ofsalegan
jhita rísa frá maganum upp og
fram í ennið. Nú leið honum vcl.
Rökvísi lians sannfærði hann
um það, að Madrid væri eitt
hundrað og sextán ferkílómetrar.
Að svefnherbergið væri sextán fer-
metrar. Að ef gert væri ráð íyrir
því, að varpað væri niður fimm-
tíu sprengjum, myndu líkurnar
fyrir því að ein þcirra mundi falla
á þessa sextán fermetra vera . . •
livað voru þær miklar? Þegar hann
fór aftur inn í svefnherbergið, var
liann kaffærður í útreikningum.
Þetta var erfiðara en að reikna út
verðlagið í íbúðinni. En samt ætl-
aði hann að íinna lausnina á dæm-
inu. Hann fór að lirósa sjálfum sér
10
LÍF og LIST