Líf og list - 01.11.1950, Síða 12
Jóhannes
Sveinsson
Kjarval:
ISLENZKT LITASPJALD
Þegar beztu hæfileikamenn okkar í mál-
aralist eru sammála um að skapa þróunar-
sögu fyrir íslenzkt litaspjald - mundi það
fást við langvarandi kynning - það er við
raunverulega spjaldsetningu á náttúrulit-
um lands okkar og línum - verður varla
fyrr hjer neinn sameiginlegur raunsæis-
skóli í málaralist Málarar, sem hafa
hæfileika í komposition, mundu innvinna
eðlilegum hæfileikum sínum möguleika
að njóta sín - en dagleg vinna við lit-
skráning yrði verðmæti, sem er eftirsótt
fágæti vegna þeirra áhrifa, sem sann-
leiksgildi þessara mynda ætti að hafa.
Hin sjálfsagða lausn á listhneigð iðkenda
með Ijereft og liti mundi á þennan hátt
skapa vel undirbyggðan og traustan skóla
- sem gæti lyft íslenzkri málaralist til vegs
og gengis.
En við eigum listamönnum margra
landa mikið að þakka. Sá tími mundi
koma hjá einstöku málurum, að hið stöð-
uga naturalistiska studium mundi ekki
fullnægja - þegar innunnin verðmæti ein-
angra frá studium yfir í composition - En
þá ætti líka listaspjaldinu að vera borgið -
minnsta kosti fyrir dálítinn tíma -
Með þessum hugleiðingum - sem eg
hygg vera reynslu góðra málara, er hægt
að slá því föstu, sem oft er búið að segja,
AÐ LISTIN ER VINNA
Og eitt enn - sem er mjög mikið um-
hugsunarefni - er hvort íslenzkir listmál-
arar geti á þennan hátt skapað eðlilegan
samhljóm með þeirri gróandi samtíð, sem
virðist taka opnum örmum öllu því, er list
kallast - Sú samtíð ætti sannarlega skilið
allan trúnað frá listamanna hálfu.
12
• LÍF og LIST