Líf og list - 01.11.1950, Blaðsíða 15
LEIKLIST
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐí
- PABBI —
Leikur í þremur þáttum eftir Hovvard Lindsay og Russel Crouse.
Eins og í leikskránni segir, er
gamanleikurinn „Pabbi“ saminn
upp úr einni bók ameríska rithöf-
undarins Clarence Day um endur-
niinningar sínar í föðurgarði. Hér
er því um „sannsögulegt" efni að
ræða, enda er nöfnum ekki breytt,
svo að „Pabbi“ er faðir höfundar,
heitir líka sama nafni, og Clarence
Day, sjálfur höfundur endurminn-
inganna, er Clarence ungi í leik-
ritinu, leikinn af Steindóri Hjör-
Pabbi (Alfreð Andrésson)
lcifss. Síðan liafa fjallað um þetta
tveir slyngir leikhúsmenn, leikar-
inn og leikritahöfundurinn Lind-
say og leikstjórinn og leikritahöf-
undurinn Crouse.
Það er nauðsynlegt, að gera sér
allar aðstæður ljósar, áður en far-
ið er að dæma leik. Þetta, sem nú
þegar er upplýst, gefur leikritinu
bæði kosti sína og galla. Það þykir
kannske djarft af íslenzkum leik-
dómara að tala um galla á leikriti,
sem hefur verið sýnt í átta ár sam-
fleytt í þeirri miklu borg New
York eða 3183 sinnum samtals!
En leikrit í sýningu er slungið
mörgum þáttum og líklega fleiri
en nokknr önnur list. Þó að gall-
ar séu á, geta kostirnir og hljóm-
grunnurinn fyrir hylli áhorfenda
vegið langsamlega upp á móti göll-
unum. Og þá er bezt að byrja á
þeim. Leikritið er í sjálfu sér ekki
leikræns eðlis í þeim skilningi, að
jtar sé fylgt öllum þeim flóknu
reglum, sem góð leikrit eru sniðin
eftir. Það segir sig enda sjálft, þar
sem það er samið upp úr bók, sem
er rituð a. m. k. að miklu leyti sem
endurminningar. Sama gildir um
leikrit samin úr sögum. Hið upp-
runalega form þvingar leikritahöf-
undinn til að fara út fyrir takmörk
hins leikræna í strangasta skilningi
orðsins. Beztu leikritin eru hugs-
uð sem leikrit þegar í upphafi.
Þannig er „Óvænt heimsókn" eftir
Priestley leikrænna en „Pabbi",
enda þótt jvað kunni ekki að ná
eins miklum vinsældum. En að-
sókn og hylli fólksins fer ekki allt-
af eftir réttum leikreglum. Svo að
ég nefni dæmi um, hvað ég er að
fara, þá snýst leikurinn „Pabbi“
ekki um neitt sérstakt efni, nema
ef vera skyldi það, að „mamma“
þarf með einhverjum brögðum að
láta skíra „pabba“ gamla, sem af
einhverjum óútskýrðum ástæðum
hefur sloppið við þessa kirkjulega
athöl'n, sem út af fyrir sig kemur
oss spánskt fyrir sjónir miðað við
tímann jjá um aldamót og það
kirkjúfélag, sem hann telur sig
vera í, hina biskupalegu kirkju.
En það er út af fyrir sig aukaatriði
og í rauninni notað á skemmtileg-
an hátt í lciknum. Þessi viðleitni
Mamma (Inga Þórðai'dóttir)
LÍF og LIST
15