Líf og list - 01.11.1950, Blaðsíða 17
þeim að finna þá persónu, sem
þeir eiga að skapa, gera þeim
ljósa stöðu þeirra í leiknum og tíð-
aranda þann, sem þeir lifa í. Og
hann má ekki linna, fyrr en hann
hefur með þolinmæði og þraut-
segju náð lýtalausum árangri.
Þjóðleikhús íslendinga á að bera
með sér sama hljómog„Nationalte-
ater“ Norðurlanda. Og það er á
valdi og ábyrgð leikstjóra vorra,
hvort við föllum niður úr því áliti
og Þjóðleikhús vort verði talið 2.
eða 3. flokks. Og úr því höfum við
af litlu að státa í því efni.
Hita og þunga leiksins báru Al-
freð AncLrésson og Inga Þórðar-
dóttir sem hjón í tvennum skiln-
ingi. Báru þau hjón sigurinn heim
með prýði. í tiltölulega hröðum
leik sem þessurn, kom Alfreð til-
svörum sínum svo að segja alltaf á
framfæri til áheyrenda. Leikur
hans og tilsvör voru ágætlega
„markeruð". Á skilning hans og
meðferð alla varð yfirleitt ekki
betur kosið. Að vísu var hér ekki
um „karakter“ hlutverk að ræða,
eins og einhverjir hafa kallað það,
pabbi gamli var of einhliða og ó-
samsettur til þess. En „stílisering"
hans var í anda hlutverksins og
leikur hans list á alþjóðamæli-
kvarða.
Inga Þórðardóttir var yndislega
skemmtileg sem „mamma". Með
þessu hlutverki álít ég Ingu hafa
unnið sinn stærsta sigur a. m. k. af
þeim hlutverkum sem ég hef séð
hana í. Hér sýndi Inga, að hún býr
yfir ómenguðum leikhæfileikum,
sem náð hafa fullum þroska.
Eunnátta og skilningur héldust
hjá henni í hendur við fjölhæfni,
næmleik og eðlisgróið lífsfjör. En
ég verð því miður að bæta hér við
leiðindaklausu. Það var oft erfitt
að heyra, það sem hún sagði. Burð-
urþol raddarinnar er of lítið í
svona stóru leikhúsi. Jafnvel góð-
um leikara, og hún er, ætti að vera
hægur vandi að bæta úr þessu.
Hún þarf bókstaflega að gefa sér
tíma til að þjálfa radd- og taltæki,
auðvitað með réttri öndunarað-
ferð. Uppskriftin er þessi: Einstak-
ir sérhljóðar fimm mínútur á dag,
einstakir samhljóðar tíu míirútur
á dag. Og halda æfingarnar út a.
m. k. í tvo rnánuði! Árangurinn
verður meira hljómmagn og minna
erfiði.
Frumhöfund verksins, Clarence
yngra á unga aldri, lék Stemdór
Hjörleifsson. Steindór er útskrif-
aður úr lcikskóla Lárusar Pálsson-
ar, en hefur ekki stunclað lciklist-
arnám erlendis. Hlutverkið er að
sjáll'sögðu nokkuð erfitt, þar sem
hann á að leika ungling undir tví-
tugsaldri, sem er undir föðuraga,
en þó um leið stúdent, sem á að
fara á Yale-háskólann og ætti því
kröfu til nokkurs sjálfræðis. Þar
við bætist, að hann er allsendis ó-
læs á stafróf ástarinnar, þegar
hann töfrast af ungri og laglegri
stúlku.
Steindór er á réttri leið sem leik-
ari. Hann temur sér enga kæki eða
„tricks,“ en lifir sig vel inn í hlut-
verkið. Steindór er hann sjálfur og
enginn annar, Hann getur því
LÍF 0g LIST
17