Líf og list - 01.11.1950, Qupperneq 18

Líf og list - 01.11.1950, Qupperneq 18
IÐNÓ: BRUIN TIL MANANS eftir Clifford Odets. Leikrit í þremur þáttum. sýnt ágætan leik á pörtum. En sem von er um jafnungan leikara, þá vantar hann ennþá fullan leik- þroska, slípun og það sjálfsvald, sem reyndir leikarar hafa til að bera. Ég skorða tilgang leikdóma hvorki sem eintómt lof eða last um leikarana. Á slíkum orðavaðli græða hvorki leikararnir né les- endur (áhorfendur). Tilgangur leikdóma er að mínu viti leiðbein- ing bæði fyrir leikendurna sjálfa og áhorfendur þeirra. Ég vil því á þeim forsendum hnýta hér aftan við nokkrum aðfinnslum við leik Steindórs, sem engu síður er beint til leikstjórans. Enda þótt styrkur Steindórs sé innlifun hans í hlut- verkið, þá varð útkoman ekki sú persóna, sem iiann átti að sýna. Enda þótt stúdent sé undir hörð- um föðuraga og klaufalegur í ásta- málum, þá ber hann þó alltaf merki þeirrar skólunar, scm hann hefur notið. Clarence Steindórs Hjörleifssonar var ekki líklegur til að fá inngöngu í Yale-háskólann, jafnvcl fyrir aldamót. Elér liggja mistök í sköpun persónu sam- kvæmt stöðu hennar í þjóðfélag- inu og koma þau mistök fyrst og fremst á reikning leikstjórans. En þar er líka annar galli, sem Stein- dór verður sjálfur að bæta úr. Til- burðir hans á sviði eru ekki nógu skólaðir. Hann og fleiri ungir leik- arar s. s. Baldvin Halldórsson, Jón Sigurbjörnsson og Þorgrímur Ein- arsson verða að stunda meiri líkamsrækt, leikfimi (Plastik er það víst kallað á leikaramáli) Ungir leikarar mega ekki hætta við líkamsræktina, fyrr en þeir hafa algert vald á hrcyfingum sínum og ná í þær þokka og öryggi. Yngri börn herra Days voru skemmtileg og báru vott um góða leikstjórn og sýndu yngstu leikararnir Hall- dór Guðjónsson og Ragnar litli Smith jafnvel býsna góðan leik. Leikflokkurinn „Sex í bíl“ er hópur áhugasamra og dugandi leikara, sem hafa lagt drjúgan skerf til þess að glæða áhuga lands- manna á góðum leikbókmenntum og fáguðum leik. Leiksýningar þeirra í kaupstöðum, þorpum og sveitum landsins hafa gert flestum íslendingum kleift að kynnast góðri leiklist af eigin raun. En það er ekki fyrr en núna, að íbúar höfuðborgarinnar hafa tækifæri til þess að sjá árangurinn af við- leitni þessa íramtakssama listafólks. Hvað snertir leikritaval þeirra, Trúað gæti ég, að sviðið yrði ein- hvern tíma verulega vettvangur Halldórs. Vinnukonuhlutverkin voru lítil nema helzt Steinunnar Bjamadóttur. En leikur hennar og eins ráðskonunnar Önnu Guð- mundsdóttur var skemmtilegur og vel með farið þau hlutverk bæði tvö. Þóra Borg lék frænkuna Córu og Herdís Þorvaldsdóttir vinkonu hennar. Um svo lítil hlutverk er í rauninni ekkert að segja. Þó mátti Þóra Borg vera öllu frekjulegri og uppáþrengjanlegri eins og amerísk- ar frænkur eru sjálfsagt hugsaðar. Eins rennur manni til rifja að sjá góðar leikkonur, sem reynzt hafa vandanum vaxnar í erfiðum hlut- verkum eins og Herdís, taka niður fyrir sig og koma fram í smáhlut- verkum Ævars Kvaran lék séra Lloyd með klerklegum virðul. sem vera bar. Þótt hlutverkið sé lítið, er það ólíkt öðrum hlutverkum þá bcr það vott um mun meiri djörfung og smekkvísi cn forráða- menn Þjóðleikhússins hafa sýnt fram að þessu. í fyrra settu þeir hið snjalla leikrit Bernard Shaws á svið, í þetta skipti gefa þeir mönnum kost á því að njóta snilli eins bezta leikritaskálds Bandaríkj- anna — Clifl'ord Odets. Það eru sannarlcga mikil gleðitíðindi fyrir listaunnendur þessa bæjar, að hér skuli vera kominn á fót „avant- garde“-flokkur, sem kinokar sér ekki við að taka veigamikil og timabær verkefni til meðferðar. Ævars og sýndi enn og sannaði, að Ævar er fjölhæfur og góður leik- ari. Jón Aðils sem Humphrey læknir bar aðeins augnablik fyrir sjónir áhorfenda og þá lielzt til að sýna handbrögð „gervimeistarans," Haralds Adólfssonar. Var gervið að sjálfsögðu handunnin vinna og vel af hendi leyst. Leikurinn var í heild hinn skemmtilegasti, það sem heyrðist af honum. En óskandi væri, að Þjóðleikhúsið færi að velja leikrit, sem ekkert borðlialdsatriði er í. Borðhöld eru yfirleitt leiðinleg á sviði og flest af því, sem sagt er, drukknar í hnífa- og skeiða-glamri. Önnur störf við leiksetninguna báru meisturum sínum gott vitni, og er gott til þess að vita, að við skulum eiga vana menn við hin tæknilegu viðfangsefni. Sveinn Bergsveinsson. 18 LÍF og LIST

x

Líf og list

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.