Líf og list - 01.11.1950, Side 19
Um leikinn í „B’úin til mán-
ans,“ er það að segja, að hann er
sá jafnbezti leikur, sem hér hefir
sézt, síðan Þjóðleikhúsið hóf leik-
starfsemi sína.
Höfundur þessa leikrits er Clif-
ford Odets, fæddur í New York
1906,og er hann Gyðingur að ætt.
Þegar á unga aldri fékk hann mik-
inn áhuga á leiklist og bókmennt-
um, og til þess að svala þessari
listaþörf sinni réði hann sig sem
leikara hjá „The Group Theatre,"
sem vann það merka starf að
kynna leikbókmenntir Rússa í
Bandaríkjunum. Þarna komst
Odets fyrst í kynni við verk Chec-
kovs, sem hefir haft bæði djúp og
holl áhrif á list hans. Fyrsta leikrit
hans „Waiting for Lefty“ vakti
bæði athygli og aðdáun allra
þeirra, sem það sá og með því
komst hann í hóp fremstu leikrita-
höfunda Ameríku. Þetta ofan-
greinda leikrit fjallar um baráttu
verkalýðssamtakanna fyrir bættum
kjörum verkamanna. 1 flestum
leikritum hans kemur fram skörp—
og bitur ádeila á amerískt j)jóð-
skipulag og ver höfundurinn mál-
stað öreiganna. Fáum amerískum
skáldum hefir tekizt að lýsa eymd
og hörmungum kreppuáranna af
jafnmikilli skarpskyggni og raun-
sæi eins og Clifford Odets. Bezta
og um leið vinsælasta leikrit hans
er „Golden Boy“. Síðasta verk Od-
ets er„Night Music“ (1940), heldur
lítilfjörlegt verk. Síðastliðin tíu ár
hefir Odets unnið það sálsaurg-
andi starf að hnoða saman film-
leikritum fyrir einhverja kvik-
nnyndafabríku í Hollywood. í
fyrra eða hitt-eð-fyrra var hann
kvaddur fyrir hina illaþokkuðu ó-
amerísku nefnd og yfirheyrður
eins og svo fjölda margir ágætis-
menn. Hann jnótti víst allróttækur
1 skoðunum. Málsóknin gegn
þessum merka manni hafði það í
för með sér, að hann missti at-
vinnuna í Hollywood og er hann
nú búsettur ásamt konu sinni,
Louise Rainer, í fæðingarborg
sinni, New York.
Leikritið „Brúin til mánans"
var fyrst sett á svið 1938 á Broad-
way, og þótt furðulegt megi virð-
ast, þá fékk það ekki nema
miðlungs góða dóma. Þetta er ann-
ars, að mínu áliti, mjög vel samið
verk, sterkt og samþjappað í bygg-
ingu, og allar persónurnar eru
heilsteyptar og lifandi.
Leikstjórn Gunnars H. Eyjólfs-
sonar virðist víðast hvar vera bæði
skynsamleg og örugg. Staðsetning-
ar leikaranna eru greinilega þaul-
hugsaðar, þagnirnar linitmiðaðar
og áhrifamiklar og allur hraði
lciksins mjög eðlilegur og stígandi.
Leikstjórnin skeikar hvergi nema
vera skyldi á leikstjóranum sjálf-
um. Gunnar fer þarna með auka-
hlutverk eins og það væri aðalhlut-
verk. Þegar t. d. dr. Jensen, leikinn
af Gunnari H. Eyjólfssyni, gerir
grein fyrir lífs'skoðun og viðhorfi
til ástarinnar, þá snýr hann brjósti
að á horfendum, en baki að sam-
leikanda sínum (Jóni Sigurbjörns-
syni), og um leið raskar hann allri
innri tilhögun leiksins — sem leik-
ari slítur hann sig algjörlega úr
sambandi við sanileikanda sinn og
slíkt er með öllu ófyrirgefanlegt. í
þessari ræðu minnir hann einna
helzt á uppgjafa sálfræðiprófessor,
sem er að básúna kenningar sínar
út um víða veröld. Þetta mætti allt
lagfæra með lítilli fyrirhöfn.
Gunnar hefir tileinkað sér mjög
hvimlciða raddbeitingu, sem lælur
heldur illa í eyrum; annars eru
hreyfingar hans bæði fallegar og
fjörlegar.
Guðbjörg Þorbjarnardóttir leik-
ur aðstoðastúlku á tannlækninga-
stofu dr. Starks. Þetta er aðalkven-
hlutverk leiksins. Leikur Guð-
bjargar er svo góður, að menn
gleyma brátt, að þeir séu að horfa
á leikrit. Guðbjörg leikur ekki
Cleo, hún er Cleo.
Frú Inga Laxness leikur konu
dr. Starks. Frúin leysir þetta hlut-
verk allsómasamlega af hendi,
annars er leikur hennar hvergi til-
þrifamikill. Því miður er ekki hægt
að ganga fram hjá þeirri rauna-
legu staðreynd, að aldursmunur á
Jóni Sigurbjörnssyni og frúnni er
alltof mikill, og gerir hann það að
verkum, að ástarsenurnar á milli
þeirra verða vægast sagt hjákátleg-
ar og minna einna mest á móður,
sem er að umfaðma son sinn.
Baldxnn Halldórsson leikur
tengdaföður dr. Starks. Baldvin er
mjög snjall og sannfærandi í þessu
hlutverki. Svipbrigðin ágæt.handa-
hreyfingarnar prýðilegar og hreim-
urinn íslenzkur.
Lárus Ingólfsson er liðtækur
grínleikari, sem á einnig mikl-
um vinsælclum að fagna sem gam-
anvísnasöngvari. Lárus hefir ekki
náð réttum tökum á þessu hlut-
verki, hann lygnir augunum hvað
eftir annað og talar of mikið í
sörnu tóntegund. Annars er leikur
hans langt frá því að vera lélegur,
því að allir vita, að það er einhver
listaæð í Lárusi, enda þótt það sé
engin slagæð.
Jón Sigurbjörnsson leikur dr.
Stark og gerir hann hlutverki sínu
allgóð sk.il. Jón hefir karlmann-
lega, hljómfagra og skýra rödd, en
hreyfingar hans eru stundum all-
þunglamalegar og máttlausar.
Honum heiitar augsýnilega bezt
að leika rólega, geðprúða og þægi-
lega meðalmenn, sem gera engum
mein, en þegar hann á hins vegar
að sýna sterk geðbrigði, þá fer allt
í handaskoliun hjá honum, hann
LÍF 0g LIST
19