Líf og list - 01.11.1950, Síða 23

Líf og list - 01.11.1950, Síða 23
Á kaffihúsinu Framh. af bls. 2. eiga tilveru sína að þakka lifandi tengslum íslenzkra menntamanna við erlendar þjóðir og nánu sambandi við evrópskt menntalíf á hverri öld. Vér vorum aldrei einangraðir að þessu leyti, jafnvel ekki á hinum mestu ein- angrunartímum sögu vorrar. Og það er hart, þegar hin landfræðilega einangr- un loks er að fullu rofin og vér heyr- um dag hvern erlendan fluggný í lofti, að vér skulum ekki, hve fegnir sem vér vildum, geta fengið að vita, hvað efst er á baugi í hinum mikla erlenda menntaheimi. Það er satt, að Banda- ríkjamenn hafa opna lesstofu hér í Reykjavík, og mun þar liggja frammi ýmislegt nýrra bóka, og þetta er góðra gjalda vert. En ekki er það okkar dygð að þakka, og hve margir njóta þess arna? Vér þurfum að geta keypt útlendar bækur, valið úr þeim í bóka- búðunum og pantað aðrar, sem oss leikur hugur á. Annars lendum vér í volæði, áður en langt um líður, mennt- ir vorar kyrkjast, bæði skáldskapur og fræði. Vér kostum hundruð kennara til að kenna svo til hverju mannsbarni í landinu eitt eða fleiri erlend tungu- mál. Til hvers? Til þess að gera fólk- ið læst á bækur, sem bannað er að flytja inn. Þetta virðist vera lítil hag- speki. Ef vér erum svo djúpt sokknir efnalega, að vér getum ekki flutt inn bækur svo að nokkru nemi, er það sorglegt neyðarástand. En þessu er varla þannig farið. Vér eigum lítinn gjaldeyri og verðum að láta nauð- synjavörur sitja fyrir. Þetta er satt, en bækur eru nauðsynjavara, ein hin mesta lífsnauðsyn, næst brauði handa börnunum og olíu handa vélunum. Þetta þurfa gjaldeyrisyfirvöld vor að vita og skilja. Þau verða að gefa oss þetta daglega brauð vort, og það áður en vér er-um orðnir að skrælingjum. Gleðilegt sumar í vetur. ÞAÐ er kominn vetur. Þeir fuglar, sem sungu á síðast liðnu sumri, eru flognir suður yfir brimótt höf, og hin sælu blóm hvíla undir snjónum í vetrargröf. Hinn þrúðgi gýmir kveður stirðan óð, þar sem þögull sjófugl þyrpist nærri brimströndinni. Aftur á móti þrífst nú sönglíf og blómlíf prýð- isvel inni, með söng og sögu við yl arinblossans, þar sem góður andi býr sér til sumar, þá frost herðir ytra og kingir snjó. Vér óskum öllum kaffi- hússgestum góðs andlegs sumars í vet- ur og vonumst til að eiga með þeim marga ánægjulega stund, unz sumri fer að halla með vori. Gleðilegt sumar. Húsgagnaverzlun Austurbæjar h.f. hefir óvallt eftirfarandi húsgögn fyrirliggjandi og selur gegn afborgunum: Stofuskápar, margar teg. — Bókaskápar, margar teg. — Sófasett — Svefnsófar — Armsófar — Armstólar — Dívan- ar — Klæðaskápar, margar teg. — Barnarúm, með eða án dýnu — Rúmfatakassar — Barnabaðker — Barnagrindur — Barnapúlt — Kommóður, margar teg. — Standlampar — Vegghillur — Blómasúlur — Stofuborð — Borðstofu- borð — Sófaborð — Spilaborð — Eldhúsborð — Útvarps- borð — Innskotsborð — Skrifborð — Ritvélaborð — Borð- stofustólar — Eldhússtólar, margar teg. — Garðstólar — Garðsett — Píanóbekkir — Straubretti — Ermabretti — Kamínur — Baðspegiar. HÚSGAGNAVERZLUN AUSTURBÆJAR H.F. Laugaveg 118. Símar: 4577, 5867. Karlar, konur athugið! Við sprautum: Skó, töskur, belti, hanzka, hnappa, o. fl. Höfum: Svart, hvitt, grátt, Ijósgrátt, dökkgrœnt, Ijósgrœnt, ljósbrúnt,dökk- brúnt, Ijósblátt, dökliblátt, drappgult, vínrautt, gull, silfur. MÁLARAVINNUSTOFAN VELTUSUNDI I Sími 80945 LÍF og LIST 23

x

Líf og list

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.