Líf og list - 01.04.1951, Síða 10

Líf og list - 01.04.1951, Síða 10
Það var víst í þriðja bekk. Ég tók að lesa skáld- rit. Ég las alla þá höfunda, sem mér þótti mest í munni að þekkja. Ég kynntist nýjum stefnum, nýrri tækni, nýj- um hugsunum. Ég hætti að leita að ný og dý eins og kona, sem leitar að samlitum tölum til að festa á flíkina, sem hún er að gera við. Nú var list mín göfugri. Nú tjáði ég tilfinn- ingar mannssálarinnar, eins og þær fossa fram í ástríðumagni trylltra nautna. Ég samdi sögur um elskendu.r og lágt kjarr, um holtasóleyjar, dögg og vellandi spóa. Ég orti mikið um málaðar var- ir og ávalar mjaðmir, um brjóstakreistingar og þukl. Ég var mikið skáld í þá daga. Eftir g'agnfræðapróf hélt ég áfram í skólanum. Ég var víst talinn stunda námið slælega. Mér var sarna. Ég vissi, að ég var virðulegasta per- sóna, sem innan skólans var. Ég var rithöfund- ur. Ég var listamaður. Ég m.an ennþá, þegar ég var kominn í fjórða bekk, hvað ég fýrirleit busana. Ég gekk um gangana. Ég sneri lófanum ofurlítið út og sló til hendinni, og ég fann, hvernig þeir horfðu á eft- ir mér í sljórri aðdáun. Ég fann það. Ég gekk hvatlega og vingsaði mér ofurlítið til. Ég fyrirleit kennarana. Þeir tróðu þurrum fróð- leik í nemendurna í stað þess að opna augu þeirra fyrir dásemdum mannlífsins. Ég fann, að 4g var hafinn yfir þe.‘ssa flötu eyðimörk. Ég finn nú, að ég hefði átt að dá fleira, en fyrirlíta færra. Þegar ég tók að læra frönsku, fannst mér ég vera kominn heilum áfanga lengra á skáldbraut minni en áður. Ég vissi, að á þá tungu höfðu margar hugsjónir verið skráðar. Mér fundust himnar ljúkast upp. Ég talaði frönsku, ég ræddi um frönsku, mér fannst ég jafnvel hugsa á frönsku. En allt kom fyrir ekki. Ég var aldrei álitinn skáld. Félagar mínir brostu aumkvandi, er ég hafði orð á því við þá, að mér veittist léttara að hugsa á frönsku. Ég fann sjálfur, að ég var skáld, og ég varð að koma öðrum í skilning um það. Ég fór að læra nöfn. Nöfn rithöfunda og heim- spekinga, sérstaklega heimspekinga. Mér fund- ust nöfn rithöfundanna skyggja á sjálfan mig. Ég var næstum afbrýðissamur við nöfn þeirra. Ég kunni orðið fjölda nafna, og ég lét þá kunn- áttu mína oft 1 ljós. Þegar ég hugsa um þetta nú, er ég reyndar hálfhreykinn að hafa getað látið félaga mína halda, að ég væri svo fróður um bókmenntir og heimspeki. En þeir héldu, að ég kynni töluvert, af því að þeir vissu minna. Þeir kunnu ekki einu sinni nöfnin. Og bað yljaði mér um hjartaræt- urnar að láta þá líta upp til mín. Við sátum oft á kaffihúsum. Við drukkum kaff- ið hægt og sötrandi. Við vorum hátíðlegir. Svo reyktum við. Ég man, hvernig ég hallaði mér aftur í stólnum og fann værð reyksins læðast út í fingurgóma. Ég hálflokaði augunum. Mont- parnasse, l’art pour l’art, tautaði ég og skáblíndi spekingslega út í loftið. Þeir hlutu að halda, að ég væri að hugsa. En ef til vill brostu þeir aðeins háðslega. En þeir voru heldur ekki skáld. Stundum las ég fyrir þá ljóð mín. Ég heyrði björg hrynja og hafrót í hverri setningu. Þá sátu þeir bara sljóir. Það vottaði ekki fyrir hrifningar- glampa í augunum. Ég fyrirleit þá. Þeir vildu ekki viðurkenna snilld mína. Ég fór að hata þá. En í hjarta mínu var það hugsun mín, að eg var eitt þetta mikla skáld, sem misskilin eru í æsku. Skáld, sem ung- ar stúlkur elska, þegar þau eru dauð, þær, sem ekki eru of heimskar til þess. Ég tók stúdentspróf. Ég innritaðist í Háskól- ann. Ekki fann ég miklar andlegar hræringar þar. Hann batt mann þó ekki við andleysið. Nú kynntist ég fleiri ungum skáldum, en engu eins miklu og mér. Ég drakk kaffi í Hressingar- skálanum. Ég labbaði um Hljómskálagarðinn og vestur á Nes. Ég gekk með þverslaufu og span- jólu. Ég var skáld. Ég lét skegg mitt vaxa og hár mitt síkka og var róttækur og víðsýnn. Ég orti um firrð og hjóm og auðn og tóm, og allir mínir gömlu fé- lagar fóru að hlæja að mér. Ég skrifaði og skrifaði. Stundum skrifaði ég heilar nætur. Þá var ég innblásinn. Stundum kom ein og éin setning á stangli. Undirvitund mín kom oft fram. Skáldandi minn stóð nakinn í mikilleik sínum. Enginn áleit mig skáld. Ungar stúlkur hlógu að mér. Það sárnaði mér. Þær vissu ekki, hvað ég var. Ég fór á dansleiki, fór í veizlur og var í partí- um. Þá reis ég stundum á fætur, lyfti glasi mínu og þrumaði nýjustu ljóð mín. Stundum settist ég á stólbrík hjá lostfögrum konum, beygði mig 10 LÍF og LIST

x

Líf og list

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.