Líf og list - 01.04.1951, Side 12

Líf og list - 01.04.1951, Side 12
BÓKMENNTIR Að þrettán árum liðnum Vilhjálmur frá Skáholti: SÓL OG MENN — Ljóð — Bókaverzlun Kr. Kriátjáns- sonar — Reykjavík 1848. VORT DAGLEGA BRAUÐ — Ljóð — Þriðja útgáfa, aukin og myndskreytt — Reykjavík — Bókaverzlun Kr. Kristjánssonar — 1950. Margvíslegar hættur geta legið í leyni fyrir ungu skáldi. Ein er sú að vera heppinn — að heppnast að yrkja og gefa út svo góða bók, að allir ljóða- vinir vilji helzt eiga og flest ung skáld ■ort hafa. Fyrir þvílíku happi varð Vilbjálmur frá Skáholti, þegar hann sendi frá sér aðra ljóðabók sína, Vort daglega brauS (1935), og komst ekki hjá að láta prenta hana aftur ári fíðar. Þessi önnur ljóðabók hins unga skálds sýndi svo mikiar framfarir frá frum- smíð þess, Nteturljóðum (1931), að al- menna eftirtekt vakti og fagnaðarríka. Höf. var nýstárlegt skáld og vaxandi, ljóðavinir þakklátir og vongóðir. Síðan leið hvert árið af öðru án þess að mikil tíðindi færu af skáldinu, og uggvænlegt þótti gerast um afdrif þess. En þá fór allt í einu eins og að rofa til. Ný ljóð á prenti eftir Vilhjálm frá Ská- holri hættu að verða sjaldséðir hlutir og birtust annað veifið í blöðum og tíma- nitum. Loks kom út þriðja ljóðabók höf. að 'þrettán árum liðnum, Sól og menn (1948). Ennþá eru skáldinu hugstæðust sömu eða svipuð yrkisefni og áður: Það er enn sem fyrr sonur hins þrautpínda vinnandi lýðs, „fullur af draumþrá, Vilhjálmur frá Skáholti sem hrífandi hillingin bíður," ástmaður vífa, víns og söngva, blóma og bama, moldar og manna, kvalinna og kúgaðra, vonsvikinna og vonglaðra, bölsýnna og bjartsýnna. En heitið, sem það strengdi forðum: „Aldrei mun vonin minna drauma dvína,“ hefur gætt ljóð þess meiri dýpt og birtu cn áður. Höf. fær- ist meira í fang og vinnur af meiri alúð. Þó skortir nokkuð á, að hann nái full- komnum fastatökum á hinum veiga- meiri viðfangsefnum, sem þrátt fyrir það. em að sínu lcyti hvað ánægjuleg- ust við þessa bók. Auk þess gildis, sem í þeim sjálfum er fólgið, gefa þau fyrirheit um mcira skáld. Hins vegar bera hin skemmri og lýriskari ljóð það með sér, að Vilhjálmur frá Skáholti er orðinn mun betra skáld en 1935, og er það að sjálfsögðu ekki vonum framar. Þótt rúmleysi ritsins girði fyrir það, að ofangreindar staðhæfingar verði rök- studdar með ívitnunum, verður sú stað- rcynd ckki vefengd, að ljóðabókin Sól og menn stækkaði skáldið Vil- hjálm frá Skáholti í styrkhæð! Nú varð skammt að bíða nýrra tíð- inda, því að ekki liðu full tvö ár, unz Vort daglega brauð birrist í þriðju út- gáfu, aukinni og myndskreyttri. Stofn bókarinnar er vitaskuld hinn sami og áður, Þó hefur a. m. k. eitthvað af vansmíðum verið lagfært, en mátti reyndar meira að gera, úr því að farið var að hrófla við einhverju á annað borð. Ljóðagerð cr tjáningarform, sem lýtur ákveðnum lögmálum, og lögmál þess forms er óleyfilegt að brjóta, nema þeg- ar svo illa vill til, að skáldinu tekst ekki að koma ncinu tauti við anda sinn ínn- an takmarka þess bragarháttar, sem það velur sér hverju sinni. Þctta er tekið fram hér, þótt fleiri vissu, vegna þess, að ljóðabók, sem gefin hefur verið út þrisvar, hcfur unnið sér þess konar helgii að nærri virðist stappa helgispjöllum að breyta í henni stafkrók eða færa til greinamerki eftir það. (Handahófsleg greinamerkjasetning lýtir mjög þessar tvær ljóðabækur scm margar aðrar.) Vort daglega brauð er í þessari þriðju útgáfu sinni aukið tíu ljóðum, nýjum —- því miður. Því að þessi tíu fallegu, lýt- isku ljóð eru eins og ný bót á gömlu fati. Þrennt hefði á.tt að vera nægilegt rilefni nýrrar útg. Vors daglega brauðs: í fyrsta lagi það, að bókin var löngu uppseld; í öðru lagi, að skáldið hafði nýlega glatt mcð nýrri bók marga ljóða- vini, sem ekki áttu þessa; í þrjðja lagi mátti skáldið gjarna þakka fjórum mönnum fyrir að vita, að það var ril! Sem sagt: Þessi tíu ljóð áttu að bíða betri tíma og vera skáldinu ánægjuleg uppörvun, meðan það orti það, sem a vantaði næstu bók. Sigfús Halldórsson hefur skreytt bok- LÍF og LIST 12

x

Líf og list

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.