Líf og list - 01.04.1951, Side 17

Líf og list - 01.04.1951, Side 17
Mér lá við hlátri af gleði og vellíðan. ég til ills. Þama kom ég eins og djöfullimi holdi klœddur og freistaSi þessa mamis, sem Leit út eins og postuli og var ábyggi- lega grandvar hversdagslega. Hafffi hann kannske ekki verið góður við mig? Ég hljóp fram og skreið niður dregil- klæddan stigann. Útidyrahurðin skall í lós og ég tók til fótanna. Ég hljóp eins og dauðskelkað dýr hverja götuna af annarri. — nístingskaldur vindur frysti kjóiræfil- inn blautan af tárum og víni og þeytti snjókornunum framan I mig. Mér varð hrollkalt, og ég fór að svip- ast um eftir skjóli. 011 hús voru harðlokuð, og stormurinn næddi og hvein í hverju sundi. Ég staðnæmdist skjálfandi við bílrúð- uraar og horfði inn á bólstruð sætin og ullarteppin hl.vju. Þeir voru allir læstir. Ég vissi ekki hvað gera skvldi og fór loks í höm hjá litlum rauðum bíl, og tók af fikti í húninn á afturhurðinni. Hún hrökk upp á gátt! Húrra! Hann var ólæstur. Gleðin seytlaði um mig alla og ég undraðist gæzku guðs. Svo hnipraði ég mig saman í aftur- sætinu og vafði kápunni utan um mig og það tók að sípa á mig höfgi. Svo leið langur tími og ég held ég hafi sofnað. Ég vaknaði við. að einhver bvrjaði að vinna með loftbor í nágrenninu. Það var orðið albjart og sólin farin að skfna. Mér var gepnkalt oe ég var dofin alveg upp að bnóstum. Ég gat ekki hreyft mig og lok- aði augunum aftur ! von um draumsjón, en þá heyrði ég fótatak úti. Hurðinni var svipt upp. — Fröken! Fröken! Hvað eruð þér eig- inlega að gera inni í mínum' bíl? Ég opnaði augun aftur. Bíleigandinn var hörkulegur, vel klædd- ur maður. Hjá honum myndi hvorki vera skilnings eða miskuimar að vænta. Ég sá það jafnvel á gaberdínfrukkanum. — Einhvers staðar verður maður að sofa, sagði ég og reis upp. — Það getið þér gert einhvers staðar annars staðar, þessi bíll er ekki ætlaður til shks! Hypjið yður út undir eins! Undir eins, sagði ég! Heyrið þér það? Þessi bíll er ekki ætlaður til að hýsa svona hyski! Ég skreiddisl út og re.vndi að stíga í dofna fæturna. Mér fannst ég vera dáin upp að mitti. Ég komst nokkur skref, datt í götuna og komst á fætur aftur. Fæturnir á mér drógust, og ég var alltaf að detta. En ég fjarlægðist bílinn og bíl- eigandann. æ meir. Eg var stödd lengst vestúr í bæ og sjórinn rétt fyrir neðan. Snjóhvítir máfar hnituðu hringa yfir sjónum, meðan ljósir öldufaldar brotnuðu í löngum röðum á kolbláum. haffletinum og-upp í flæðarmálið. Það var glaða sól- skin og Ijósrauð skýjabönd beituðu jökul- inn. Ég sogaði ofan í mig loftið og spennti greipar af gleði yfir þvi, hvað þetta var fallegt. Einhver blístraði langdregið rétt hjá mér. Ég leit við. Það var verkamaður í blánm nankinsfötum og gúmmístígvélum. — Halló, elskan! Verstu að skemmta þér í itótt? kallaði hann. — Já, sagði ég, og staðnæmdist. Ég var að byrja að finna til fótanna. Hinum megin við mig var anuar verka- maður alveg eins nema í gulum samfest- íngi. Það var allt í einu orðið fullt af verkamönnum í kring um mig. Ég var orðin bjartsýu af að fá allan þennan félagsskap og ætlaði að ganga til þeirra, en datt aftur í götuna. Einhver tók mig upp og bar inn í skúr og setti mig á lrekk hjá litlum kolaofni. Það var óspart bætt kolum á eldiun og hitann lapði í andlitið á mér. Ég fann að ég var öll storkin í framan niður á háls og úfið hárið hékk niður I augu. Ég skalf, meðan hitinn var að færast í mig. Eldri maður með skinnhúfu á höfði, tár í aug- unum og sultardropa á nefinu af kuldan- um úti, klappaði mér á kollinn. Svo dró hann upp óhreinan vasaklút og þurrkaði mér í framan. Það var indæl tóbnkslykt af honum. — Ilún hefur falleg augu, sagði hann svo. Ungu mennimir við barðið toluðu sam- an með taUverðum liávaða og gerðu grin að veikstjóranum eins og ekkerf væri um að vera. Við og við litu þeir feimnislega á mig. — Langar þig ekki í kaffi? spurði einn. — Jú, víst langar hana I kaffi. Hann náði í hitabrúsann sinn, hellti kaffi í bollann og rétti mér. Það var sykur og mjólk í kaffinu. Hitann af því lagði i hendumar á mér. — Ég hugsa að hún sé svöng líka, sagði einn ungu mannanna. Hann var með prjónaða svarta kollu og ljósa hárið gægðist útundan. Svo dró hann bitann sinn upp úr rass- vasanum, vafinn í mórautt bréf, tók brauð- sneið og lét mig bíta I. Það var smjör og kæfa ofan á henni. Mikið var það gott. Mér var nú orðið hlýtt og skjálftinn far- inn. Ég fann til vellíðanar í hverri taug, — fann til líkama míns út í tœr og naut l>ess til hlítar að vera ennþá lifandi, hafa ekki sokkið í tjörudíkið eins og vesalings htlu mýsnar. Ég borðaði brauðið og drakk kaffið — einhver rétti mér sígarettu, annar kveikti I. En hvað það var gaman að vera til, Menn- irnir voru ekkert hissa, — spurðu ekki um neitt, en reistu mig á fætur og hjálp- uðu mér út. Þeir skildu aht. Þeir brostu og veifuðu raér I kveðju- skyni. Einhver blístraði nýtt danslag, og ég heyrði óminn af því á eftir mér. Ég hafði aldrei fundið eins vel, hvað menn- irnir era góðir hver við annan og góðir við guð, og hvað guð er góður við menn- ina og sjálfan sig. Mér Iá við hlátri af gleði og velliðan. Sólin var farin að bræða snjóinn við suðurhliðar húsanna, og litlir fuglar hopp- uðu í sólbráðinni raeð söng og tíndu kora, sem gott fólk hafði sáidrað út um eldhús- gluggana. Söngur þeirra og kátt tíst fyllti mig ó- lýsanlegum fögnuði. Mér var dálítið erfitt um gang, þvi að hælamir voru lausir undir skónum og ég kenndi til I fætuma, marða og rispaða, en mér var orðið vel heitt. Ég var ósjálfrátt farin að raula danslag- ið og velti litlum, fallegum steini á undan mér eftir götunni. ★ LÍF og LIST 17

x

Líf og list

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.