Líf og list - 01.04.1953, Blaðsíða 2

Líf og list - 01.04.1953, Blaðsíða 2
JÖKULL JAKOBSSON skrifar um Lífið í Reykjavík REYKJAVlK cr undarleg borg andstæðna og mótsagna. Hún er einkennilcgt sambíand smáþorps og stórborgar, menningar og ó- menningár, liðins tíma og nýrrar aldar, skipulags og skipuiagsieysis, fátæktar og ríkidæmis, gróinnar arfleifðar og ringuleiðar, sögu og örlögleysis. HÚN er smáþorp að mörgu leyti. Eólksfjöldinn er ekki meiri en í minnstu bæjum erlendis, hór þekk- ir einn alla. Maður í London yrði talinn smáskrítinn, ef hann segð- ist ætla niður á Piccadilly til að vita hvað hann sæi af kunningjun- um, hér fara allir niður í Austur- stræti ef þeir vilja hitta vin sinn, alveg eins og á Sigluíirði, þar sem menn fara „niður á plan“. Við segjumst ætla á pósthúsið og !þá er aðeins átt við eitt pósthús, hér er líka ein lögreglustöð, ein símstöð, eins og í minnstu sveitaþorpum. Og hér er lítið farið að gæta þeinr- ar skiptingar, sem er í flestum er- lendum borgum, að rónar eiga hverfi út af fyrir sig, milljónamær- ingar fyrir sig, íátækt fólk sín hverfi og kontóristar sín. Að vísu eigurn við braggahverfi, Hafnar- stræti og Laufásveg, en sú skipting er aðeins lítilfjörleg drög hjá hinu. Hér þrammar alkohólistinn við hliðina á heiðvirðum borgara, með hvítt um hálsinn og báðir virðast ófeimnir. í Hellerup, Köbenhavn mundu fínu frúrnar fá slag, ef ein- hver Nýhafnargalgenfuglinn villt- ist þangað í tötrum sínum og del- eríum. Hér er allt persónulegt og hcimilislegt, allir bæjarbúar geta með stolti talað/um drullppollinn í Kolasúndi án nánari útskýringar, langflestir hafa orðið að ösla þenn- an poll, og þannig verður hann sameign hinna ólíkustu manna. Biskup landsins labbar úr messu í dómkirkjunni niður að höfn, til að anda að sér góða loftinu, hitta þar vin sinn Jón Jónsson eyrarkarl og þeir ræða trúarbrögð, pólitík og skipaferðir og taka báðir ofan fyrir forsætisráðherra, sem ekur fram hjá í sama mund, í rjómaleit fyrir konu sína. Reykjavík, er á sama stigi í kjaftasögutekník og viðburða- snauðustu landshornajþorp, hér má enginn hvika frá settum reglum almenningsálitsins án þess að verða bitbein kjaftakerlinganna, sem eru árvökrustu borgarar bæjarins og í því einu geta þvottakonur og auð- valdskerlingair sameinazt að tæta sundur mannorð náungans. Smæð bæjarins gcrir það að stúlkukind má ekki Iþykna undir belti án þess að erfðaíræði- og ættvísiáhugi góð- kvenna sé vakinn, hver einasti maður liggur undir stöðugri smá- sjá og getur hvergi farið í felur. Einnig að ytra útliti hefur Víkin á sér þorpsbrag, göturnar flestar sem þær væru gerðar fyrir hestakerrur, Mykkjóttar og hornóttar, gang- stéttirnar við aðalgötur bæjarins verða menn að þræða édns og linu- dansarar. EN Reykjavík hefur einnig á sér töluverðan stórborgarbrag og þar ræður mestu, að hún er höfuðborg landsins. Héðan er heilu ríki stjórnað, alþingi, stjórnarráð, mið- stöð atvinnulífs og menningar, há- skóli, þjóðleikhús, ríkisútvarp og karlinn á kassanum. > AÐ I>VÍ LEYTI finnum vér andrúmsloít stórborgarinnar, borg- dn er miðstöð og við tölum um sveitafólk og þorpsbúa með óvirð- ingarbrag eins og tízka er í öllum stórborgum, við iþekkjum ekkert sem skarar íram úr Reykjavík, nema ef vera skyldi að Róm eða London eru stærri, en við höfum að fullu tilednkað okkur þennan centralisations-hugsunarhátt og finnum til þess að við búum í höf- uðborg. Þess vegna getum við litið niður á borgir eins og Bergen og Liverpool, í okkar augum eru þær sveitaþorp á borð við Akureyri og iSeyðisfjörð. REYKJAVÍK er ennþá ung og íbúar hennar hafa ekki ennþá skapað sér borgararfleifð og tradi- sjón, þótt við rembumst við að fyr- irlíta Flóamenn. Reykvíkingar Iiugsa margir ennþá eins og sveita- menn, þótt við höfum tileinkað okkur hina verri siðu borgarbúa. Framh. á bls. 12. KAFFIHÚS-ÞÁTTURINN hefst á ný í næsta hefti og verð- ur framvegis á sínum gamla stað — þessari síðu.

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.