Líf og list - 01.04.1953, Blaðsíða 6

Líf og list - 01.04.1953, Blaðsíða 6
meðaii ég gramsa óþolinmóðui í Iiuga mér eftir svari. — Nei, sem betur fcr er ég ekki ástfanginn. Guði sé lof fyrir það að ég er ekki ástfanginn. Mig langar til að kyssa hana aft- ur og hún er þung og heit og ilm- andi í örmum mínum. Þar til allt í einu að ég finn logandi sviða í öðrum handleggnum: Hún hefur bitið mig. Hún er mjög falleg þarna í rökkrinu og hugur minn er fullur af kyrrlátri gleði og ham- ingju, en mér finnst skrýtið að hún skuli bíta mig og gráta svo í sárið. — Og samt hefur ekkert gerzt. Þegar við klifrum upp úr lest- inni eru samíerðamenn okkar á vakki þar í kring, og það hlakkar í þeim, því að hár elskunnar minn- ar er úfið og föt hennar í ólagi og við erum bæði rauð og heit. í gi'æn- uin nýviðgerðum glyrnum kerling- arinnar brennur dauf glóð, og liún tuldrar eitthvað um mellu og hór- dóm við annan karlinn, en hann tekur dræmt undir það. — Hann var í lestinni í gær. Sólin er að deyja í vestri og blóð hennar litar himin og haf. Ég er svifléttur og útblásinn af ham- ingju, og ég gæti gengið yfir hafið til sólarinnar og setzt á bak henni eins og rugguhesti eða synt upp i silfurtært loftið, Iþar til ég skini eins og sól við lílið smástjarnanna. Allt kvöldið sit ég aleinn niðri í klefanum og syng. — Á morgun verður gott veður. * Á fimmta degi komum við til hafnar. — Það er löng og lág og hrörleg steinbryggja og fremst skolast blágrænar öldurnar yfir hana. Sólin tindrar eins og glóðar- köggúll langt úti í dimmbláum geimnum og það er ákaflega heitt. Efst á bryggjunni stóð móttöku- nefndin: Tveir gamlir menn í hvítuin, iornlegum einkennisbún- ingum, þrír svartir lúðurþeytarar og nokkrir licrmenn bak við. Sk'ip- ið lá grafkyrrt og enginn skipverja var sýnilegur. Bak við okkur lá hafið grænglitrandi, slétt og enda- laust og framundan gul sléttan. Ofan við bryggjuna stóðu nokkr- ir hrörlegir kofar. — Við bjóðum ykkur velkomin til landsins, sögðu gömlu mennirn- ir báðir í einu og hneigðu sig djúpt. Lúðurþeytararnir blésu í lúðra sína, og gyllt látúnið glamp- aði í sólskininu. Nokkrar ungar stúlkur, fölleitar og næpulegar, mjökuðust út úr kofunum og þegar hermennirnir sáu þær, ráku iþeir upp villimann- leg öskur og bjuggust til að taka þær. Þau hurfu hvíandi inn í kof- ana, og stelpurnar görguðu eins og hænsni. Við gengum í l'ylkingu upp slétt- una, lúðurþeytararnir á undan og þeir gömlu á eftir. Sólin valt áfram á himninum eins og risavaxin app- elsína, og megn- an , ilm lagði tir grasinu. Það var sumar og sólskin, og sjórinn var glitrandi fagur bak við okkur, en samt vorum við eins og haus- kúpurnar væru fullar af hálmi. Viskarnar stóðu út um augun. Bak við kofana beið lcstin okkar, og við bjuggumst til að kveðja gömlu mennina og aka burt. Elsk- an mín spurði, og girndin glóði í augum hennar: — Hvar eru hermennirnir? Eigum við ekki að kveðja hermenn- ina okkar? — Eða -má kannski ekki trufla þá? Hún hló eirðarleysislega. og hlátur hennar flögraði um bleik- um vængjum, unz hann hvarf út í tómið. — Hermennirnir eru Verndaiar Vorir gegn Óvininum. Enginn má móðga Verndara Vora, því þá er Sjálfstæðið í hættu. Sjálfstæði Þjóð- arinnar er í hættu, sögðu gömlu mennirnir og börðu sér á brjóst æstir og uppveðraðir. Raddir þeirra voru skrækar og óstyrkar. Lestin beið okkar og við þrýst- um hendur gömlu mannánna í kveðjuskyni. Þegar við ókum burt, þustu hermennirnir út úr kofunum og slógu liring um gömlu mennina og gengu kringum þá syngjandi jólasálma. — Svo fóru þeir aftur á kvennafarið. Lestin brunar — Klefinn okkar er stór og rykug- ur og tómlegur og við erum dauf og drungaleg. Landið flýtur hjá í 6 LÍF og LIST

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.