Líf og list - 01.04.1953, Blaðsíða 12

Líf og list - 01.04.1953, Blaðsíða 12
iannst hann vera að reyna að gera grein fyrir því, hver hann væri. — Hann er að segja eitthvað og horfa á okkur, sagði Sidra. — Hann sér okktrr ekki, sagði gamli maðurinn. — Hann er kornungur, pabbi. Hann getur ekki verið eldri ... — Hann líkist einhverjum, sem ég þekki. Ég þekki hann, ég þekki hann. Það var gömuil kona, sem mælti þessi orð. —Já, samsinnti Sidra. Mér sýnist ég þekkja hann líka. Heyrðu, pabbi, hefur þú ekki séð hann áð- uir? — Nei, við höfum aldrei séð hann, svaraði faðir hennar. Og þó — við þekkjum hann, já, viðþekkj- um hann. Gamli maðurinn lagði hönd sína í lófa unga mannsins, sem skalf við snertinguna. Föl hönd hans luktist um hönd gamla mannsins veikum mætti. Með erfiðismunum lyfti hann henni að vörum sínum. — Hann kyssti höndina á þér, kölluðu konurnar einum munni. — Drengurinn miinn, sagði gamli maðurinn og röddin brast. Ég veit hvaðan þú komst, hver þú ert og hvað þú gerðir okkur, en Guð blessi þig. — Guð minn góður, hann er að deyja, sagði Sádra. — Það tekur senn enda, sagði gamli maðurinn. Fingurnir slöppuðust, höndin datt í gólfið eins og slitti. Sidra greip fyrir munn sér til að kæfa grátinn og sneri sér undan. — Ég hef átt syni, sem fóru á undan mér, dóu í blóma lífsins eða fóru burt og komu ekki aftur, mælti gamli maðurinn fyrir munni sér. Ég hef séð einkadóttur bera harm sinn af hugrekki. Og annar ungur maður, mjög líkur 'þér, kyssti hönd mína fyrir nokkru. Ef til vill kemur hann aldrei aftur. Það var liðið á dag, þegar nokkr- ir menn komu og fóru burt með líkið. Það hafði verið vafið í slitna rekkjuvoð, og þeir báiru það út að skógarjaðri. Á leið sinni sáu þeir aðra menn koma af kornakr- inum. — Er hann nú dauður? kölluðu mennirnir af akrinum. Þeir, sem báru.kölluðú á móti: „Eruð þið búnir að hamstra allt úr flugvélinni.” Raddir þeirra glumdu um akur- inn. Gröfin var djúp, því að í hvert sinn, sem grafararnir tóku sér hlé, hvatti gamli maðurinn |þá áfram: „Dýpra, dýpra,“ sagði hann. Horaður maður sat flötum bein- um á jörðunni og telgdi kross. — Skrýtið, muldraði hann. Við getum ekki einu sinni sett nafn á þennan kross. — Settu bara nafnið þitt á hann, svaraðii einhver. Sidra beið eftir gamla mannin- Lífið í Reykjavík Framh. af 2. síðu. Sérstaklega er athyglisvert við reyk- vízka æsku, hve hún er laus í rás- inni og að mörgu leyti illa siðuð. Þetta stafar af því að í borgum og bæjum koma miklu fleiri uppeld- isþættir til greina en í kyrrð og ró sveitanna, þar sem heimilið ríkir eitt yfir hugum barnsins og mótar það. í bæ eins og Reykjavík kem- ur margt fleira til greina, ráða þar mestu skóli, pólitísk félög, skemmtifélög og jþess háttar. Tog- streita verður í hug unglingsins milli þessara þátta og gerir hann óöruggari og reikulli, þangað til einn þátturinn hefur fengið yfir- höndina. Þess í stað reynir æskan að búa sér til stórborgarlíf, eins og hún heldur að það sé, eftir kvik- um, sein fór síðastur at staðnum. Hann gaf sér tíma til að þrýsta moldinni berum höndum sínum og stappa á henni. „Þetta gerir það þétt og öruggt," sagðii hann. — Öruggt fyrir hverju, pabbi, spurði Sidra. — Öruggt fyrir vándinum, Sidra, örugt fyrir dýrum skógarins. Og hann hélt áfram að troða og stappa moldina. Það er orðið dimmt, pabbi, sagði .Sidra. Um kvöldið sáu þau kornakur- inn upplýstan aftur. Gat flugvélin enn verið að brenna? Þau gengu út eftir til að skoða strandstaðinn. Það logaði nú ckki lengur í vél- inni, en nokkrir menn voru að róta í rústinni. Yfiir logandi blys þeirra hvelfdist himinninn kolsvai tur. — Ekkert á sér undankomu, sagði gamli maðurinn. Vindurinn bar rödd hans frá konunni, sem gekk álút við lilið hans. myndum og reyfurum að dæma, en úr Iþví verður ömurleg skopmynd. Það tekur margar kynslóðir að skapa borgarmenningu. Þrátt fyrir bernskumynd Reykjavíkur, eru við hana tengdar minningar um at- burði sem gefa henni meiri svip en mörgum stærri og frægari borgum. Hér var það sem goðin vísuðu fyrsta landnámsmanni íslands á bústað, hér reisti Skúli fógeti inn- réttingarnar o. fl. LESA má margt um þróunarsögu Reykjavíkur úr einföldum upp- drætti af bænum. Miðbærinn er einstakur bæjarhluti og tilheyrir þessari öld að litlu Ieyti. Skipulag- ið er fálmkennt, og hirðuleysislegt, ber öll merki smáþorps, sem ekki var gert ráð fyrir að ætti framtíð, göturnar gerðar fyrir hestvagna, 12 LÍF og LIST

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.