Líf og list - 01.04.1953, Blaðsíða 4

Líf og list - 01.04.1953, Blaðsíða 4
LÍF og LIST lítnr á það sem einskonar afmœlisgjöf sér til handa að mega kynna nýj- an höfund, um leið og hefst fjórði árgangur. Höfundur eftirfarancii sögu, ÓLAFUR JÓNS. SON, er aðeins 16 ára. Óhjákvœmilegt er að geta þessa, og lika gleðilegt, því að orðfimi höfundar, stilleikni og „maleriskar“ lýsingar vekja óneitanlega grun um, að höfundur eigi fleiri ár að baki. — DAGUR THORODDSEN, sem myndskreytti söguna er einnig 16 ára Vift komum um borð í sólskini. Daginn eftir var himinninn aU- iþakinn skýjum og ströndin aðeins svört rönd í suðri. — Eftir hádegið sitjum við ölJ saman á hörðum bekkjum á þilfarinu og bíðum. Enginn veit hvers við bíðum og meðan dagurinn líður sitjum við og hlustum á þögnina. Öðru hvoru tölta skipverjar kyrrlátlega hjá. Stúlkan var hávaxin og frekjuleg með grænleitt, þríhyrnt andlit. Hún hafði iangar, hvítar hendur með oddhvössum, rauðlökkuðum nöglum, og hún var eins og póll, sem hugir okkar allra snerust um. Við vorum fimm saman. Degi var tekið að halla og strönd. in hvarf í sortann.1 Stúlkan skók svartan hárlubbann og sagði eitt- hvað við konuna, sem sat við hlið hennar. Raddir þeirra stigu út í nóttina, grófar og óeðlilegar, og grugguðu tært loftið umhverfis okkur. í fjarska gargaði mávur. — Ég veitti því athygli, að mennirnir, sem sátu við hlið mér á bekknum, störðu áfergjulega á fótleggi stúlk- unnar. Þeir voru báðir um fimmt- ugt, í íþvældum mórauðum ferða- lötum og með bleltóttar derhúfur á höfðinu. Andlit þeirra voru sæl- leg og hvít og slétt. Allt í einu var kvenfólkið komið í hár saman. — MeJla, öskraði konan og þreif báðum höndum í svart hár stúlk- unnar og rykkti í. Djöfulsins mella og hóra. Hóral Stúlkan skellihló og sveáflaði höndunum með rauðum, glitrandi 6 A Saga eftir Ólaf Jónsson. Myndskreyting eftir Dag Thoroddsen. V_____________________________) nöglum við augu konunnar. Skyndilega stakk hún fingrunum á kaf í andlitið og lcrækti augun út. Þau Jágu á þilfarinu og ultu til, þegar skipið tók dýfur. Stúlkan hló. — Hin konan skreið um þil- farið og fálmaði blindum fingrum eftir augunum. Tárin drupu tir blóðugum tóftunum, og það voru svartar blekklessur á þilfarinu, jþar sem þau komu niður. En yfir henni stóð stúlkan og grét af hlátri. * A miðri nóttu vaknaði ég, og stúlkan stóð hálfbogin yfir mér. Handan úr myrkrinu glumdu hrotur þeirra félaga, og skipið tók þungar dýfur. Sjór lamdi kýrauga. — Við sigluin með ilík í lestinni, sagði stúlkan, og dökk augu henn- ar glitruðu í rökkrinu. Og kerta- ljós. Hún hló hljóðlausum, kurr- andi hlátri, og það glyttí kynlega á hvítar hendur hennar á rúm- stokknum. — Komdul Við laumumst eftir dimmum gangi út á þilfarið. Skýjafar, tungl- ið stafar bleikri feigsglætu yfir æðandi hafið, stormur. Um afkima skipsins læðast skuggalegir menn; sums staðar glórir í vindling. — Við klifrum niður i lestina eftir lóðréttum járnstiga. og það er hið mesta hættuspil. í miðjum stiga situr svartur köttur, og hann hrökklast hvæsandi undan fótum okkar og hverfur út í myrka lest- ina. i Þetta er eins og að kafa í botn- laust gílmald fullt af bleki, unz við stöndum á gólfinu, og í miðri lest- v inni er lágt borð, rekið saman úr óhefluðum fjölum og |þar liggur líkið. Það er lítill maður, andlits- gulur, með hvítt hár límt fram á ennið. Hann er ákaflega ljótur. Umhverfis loga fjögur tólgarkerti, 4 LÍF og LIST

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.