Líf og list - 01.04.1953, Blaðsíða 7

Líf og list - 01.04.1953, Blaðsíða 7
Undir borðinu liggur köturinn dauður og afvelta . . . gulri móðu. Það er víðáttumikil slétta og þríhyrnd fjöll í fjarska. Á vinstri hönd er alltaf breitt skolugt fljót, en til hægri er sléttan órofin allt til fjallanna. Borgin, sem bíður okkar, stend- ur á lágri, rauðri hæð, og sólin hellir geislum sínum stöðugt yfir hana. Hér er sléttan sviðin og gló- andi, en langt í norðri rýkur sand- urinn í gulum mekki. — Á brautar- stöðinni bíður okkar hópur af svörtum geldingum. Líkamar (þeirra eru feitir og gljáandi og hár- ið hvítt og hrokkið, og þeir masa stöðugt saman, flámæltir og hvell- róma. Efst uppi á hæðinni stend- ur baðhúsið, stór, hvítkölkuð bygging, og gluggarnir ljóma í sól- inni. — Hér er enginn dagur og engin nótt, aðeins sólin. Við þræðum mjóar göturnar, og geldingarnir umkringja okkur á alla vegu. Bak við þá er fólkið eins og hvítklædd ófreskja. — Þegar við komum til baðhússins var liálmur- inn fokinn úr höfuðkúpunni og mig langaði til að horfa á elskuna mína, en liún var horfin út f rang- ala hússins í höndum illhærðra kvensnipta, og geldingar færðu okkur til baðklefa og flettu okkur klæðum. Við vorum aillir með hálfgróin bitsár á handleggjunum. Gömlu mennirnir litu skelfdir hvor á annan og litlausar varirnar í hvítum, holdugum andlitunum mynduðu skeifu. Síðan gengu þeir grátandi sam- an og börðust. Það var eins og það væri óður hundur inni í mér, og hann hló f sífellu, þótt mig langaði til að gráta. Ég hrinti glugganum opn- um, og sólskinið flæddi í gulum straumi inn á gömlu mennina, sem börðust í skoplegri örvæntingu á gólfinu. Hvítir líkamar þeirra voru hárlausir og fitugir, og geldingarn- ir stóðu umhverfis alvarlegir á svip og helltu yfir þá köldu vatni. Ég fann að nú var ég frjáls, lífið og listin var mín. Ég stökk út um glluggann og hljóp eftir sólskininu niður til borgarinnar og ljósaaug- lýsingin í huga mér tók aftur til starfa og blikaði stöðugt: — Nú held ég á fund jþinn Móðir Listl Nú held ég á fund þinn Móð- ir List! Nú held ég á fund þinn Móðir List! Borgin lá fyrir fótum mér og Ijómaði í ótal litbrigðum. * Það var stúlka, græn og mjó og slepjug, og bak við hana karlmað- ur, rauður. Ttil hliðar andlitsmýnd af konu, hvít og svört. Handan við þetta brennandi, lostugur himinn eins og auga uppglennt af hroll- kenndri forvitni. Hún var í þung- um, gylltum ramma, sem skapaði ónotalegt misræmi við gráan bak- vegginn. Fyiir neðan: lítið kringl- ótt borð einfætt og vasi með rós- um. — Hvernig lízt þér á? spurði listamaðurinn. Hann var loðbrýnd- ur og söðulnefjaður og augu hans vatnsblá djúpt inni í andlitinu. Hann reykti stóran vindil, og reyk- urinn steig og hneig allt í kringum hann, og orð hans virtust svífa gegnum reykinn eins og svartir vængbreiðir fuglar. Rósirnar voru dimmrauðar og jþrútnar, og þær skulfu á mjóum, grænum stilkunum. Hin milda, hvíta konumynd grét, og tár hennar voru hvít eins og mjólk, og rósirnar bærðu varirnar áfergju- lega og, smjöttuðu, þegar tárin drupu ofan i vasann. — Gerðu svo vel að fá þér sæti, sagði listamaðurinn, og reykjargus- urnar frá vindli hans flögruðu í kringum mig eins og bláar dúfur kurrandi og suðandi: sæti, sæti, sæti. — Hægindastóll listamannsins var grænn og djúpur og kynlegur eins og hann sjálfur, en ég fann mig neyddan til að lilýða: settist. Það var eins og að sökkva í hyj- LÍF og LIST 7

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.