Líf og list - 01.04.1953, Blaðsíða 11

Líf og list - 01.04.1953, Blaðsíða 11
slöngvaði á hiið, svo að hún féll í forarvilpu. Um leið hrópaði hún: ,,Hann brennur! Hann brennur!" Hún reisti sig upp úr forinni og gerði aðra tilraun til þess að komast að flugvélinni. Sterkar hendur öftruðu henni. Hún braust um á hæl og hnakka til að losa sig, unz hún féll í ómegin. Roskin kona tók af lienni fallið. Þegar Siclra komst til rænu, hékk mistur fyrir augum hennar, en gegnum það gat hún greint liggj- andi mann, lítinn vexti, brennd- an, með blæðandi sár. Hann reyndi að rísa á fæturna um leið og nokkr- ir menn fóru að drösla lionum burt frá flugvélinni. En Jþá steypt- ist hann um koll endilangur á upp- rótaðan akursvörðinn. Sidra hristi sig úr örmum kon- unnar og gekk nokkur skref að manninum, sem lá nú á bakinu við fætur mannanna. Eyrst í stað botn- aði hún ekki í tali fólksins um- hverfis. En þegar hún gaf mannin- um nánari gætur, skildi hún, hvers kyns var. Þetta var óvinarflugmaður. — Sjáið aumur á honum. Þetta er aðains unglingur, hrópuðu kon- urnar. Sumir mennirnir vildu láta hann eiga sig. Særði maðurinn var svo lítill og grannur, að hann leit raunar út eins og drengur. Hann lá hreyf- ingarilaus, og það var sem mikill friður hefði loks færzt yfir hann efU' lýjandi baráttu og hræÖ'slu. Svo lauk hann upp augum hægt og ldit í kring um sig, eins og tál að fullvissa sig um eitthvað, sem hafði mótazt í huga hans — hver gat vit- að um það? — Eiinhver verður að hjálpa honum, hrópaði Sidra. — O, látið hann drepast, svaraði einn úr hópnum. — Hann gæti haft byssu á sér. — Leitið á honum! — Hver vill loita á honuin? — Hann er máske aðeins með látalæti. Aillra augu störðu á ókunna manniinn. Hann var að deyja. Þeir horfðu á hann teygja út hendurn- ar til þeirra, fórna þeim síðan til liiimins, um leið og liann tuldraði eitthvað aumkunarlega. Hann reyndi að rísa upp á olnbogann. en féll jafnharðan á bakið og rak upp skerandi vein. Mennirnir héldu áfram að góna. Sumir höfðu fært sig nær tiil að skoða hann í LÍF og LIST mun gera sér far um að kynna lésendum bókmenntir þeirra þjóða, sem lítt eru kunnar hér á landi. — Hér kemur saga eft- ir ungan Asíuhöfund. Bienvenido Santos er Filippseyja- maður, fæddur á Manila. Hann er kunnur smásagnahöfundur í heima- landi sínu, og sögur hans hafa birzt í bókmenntatímaritum annarra landa. Hann kennir nú bókmenntir við Legaspi-menntaskólann í Luzon. framan. Andlit hans var náfölt, atað storknum blóðkögglum. — Getið þið ekki séð, að hann er að deyja? — Láttu hann eiga sig! — Drepum hann! Drepum hannl Ungur maður tók upp stein. iSteinnánn skall með dynk á vanga hermannsins. Konurnar æptu: „Hættu! Hættul“ Aðrir tóku í sarna streng. Flugvélin hélt áfram að brenna, og maðurinn á jörðunni bærðist varla. Sidra stóð hnípin inni í þvögunni og starði á manninn, reyndi að sjá eins mikið og séð verður með berum augum í hverj- um einasta manni, sem er að deyja, hvort heldur hann er vandalaus eða skyldur, óvinur eða vinur. Gamli maðurinn laut niður um leið og hann bað um lijáfp tál að bera hermanninn heim í skúr. Nokkrir urðu til að rétta hjálpar- hönd. — Hann deyr, sögðu þeir og litu á hendur sínar blóðugar. Þarna lá hann svo fram á morg- uninn, á gólfinu í ófullgerða skúrn- um gamla mannsíns. Sidra og kona ein suðu vatn, lureinsuðu og reif- uðu sár hans. Hann var illa særð- ur. í rauninni var ekkert hægt að gera fyrir hann. En hann var samt hreinlegri nú. Hann sýndist sann- arlega ungur að árum. Fáiir mannanna voru nú eftir til þess að sjá, hversu honum farnað- ist, hinir voru farnir aftur út á ak- urinn, þar sem flugvélin var enn að brenna. Þeir helltu feiknmiklu vatni í logana, og bráðum hlyti nú verða hægt að byrja að snapa úr flakinu. Konurnar nutu góðs af því undarlega töfravaldi, sem deyjandi hermaðurinn hafði yfir börnum þeirra. Þau voru síður en svo hrædd við hann. Þær skildu krakk- ana eftir hjá honum, á meðan þær gusuðust út að vélflakinu. Nokkrir barnungarnir þreyttust þó á að og kalla á mömmur sínar. Hdn horfa á manninn og tóku að gráta börnin duttu út af og sofnuðu við fætur mannsins. Honum hrakaði ört. Sidra lagði vota dulu á varir hans. Hann sletti til handleggjunum og rak upp ösk- ur. Síðan hengdi hann höfuðlið, eins og ekkert skipti nú lengur máli. Þó kom að því, að ungi maður- inn opnaði augun, en þau voru lít- ið annað en bólgnar rákir í af- mynduðu andlitinu. Og varir hans titruðu. Gamli maðurinn og konurnar tvær beygðu sig niður að honum, eins og þau liefðu von um að heyra eitthvað sem þau gæty skilið. Ungi maðurinn bablaði eitthvað og reyndi með sínum átakanlegu aug- um að gera sig skiljanlegan. Þeim LÍF og LIST 11

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.