Austurland


Austurland - 23.12.1978, Qupperneq 5

Austurland - 23.12.1978, Qupperneq 5
J Ó L 19 7 8 AUSTURLAND 5 Útsýni aj Ytrihól rétt ofan við hœinn. Bæjarlækurinn og niðurtúnið, sem allt var kargaþýft fyrrum. Skipalág Snotru óglögg á miðri mynd. Höfn og Hafnarfjallið handan fjarðar, bærinn þar t. h. við miðja mynd. — Ljósm. Auðunn Einarsson Snotrunes um 1976. Háakinn er ofan við hrúnina beint upp af ibúðar■ húsinu. Gamlibær þar sem útihúsin eru nú til hœgri á myndinni. — Ljósm. Attðunn Eitutrsson Borgarfjörð, réðst i Snotrunes til Bjarna Páissonar og Jóhönnu öjainadóttur. Vorið var hart, gras- spiecía léleg um sumarió, en bjarg- íaoi til sjávar allgott. tsjörn var smali á Nesi ]>ótt orð- inn vteri 1d ára. Hann hélt ánum vanalega á nokkuð víðlendum gras- tiaKum „upp a fjaili" eins og sagt er j/ar um myrar'botna og gróna fláa tyrir ofan þá brún sem ber við loft frá bænum. Framan af voru ærnar rásgjarnar og óþægar en spöktust j/egar fram á sumarið kom, og smal- inn undi lífinu vel Jwna uppi í léttu ijallalofti. Háakinn heitir graslendishall nokkurt yst á fjallinu og nær út á norðurbrún þess. Frá brúninni ganga snarbrattar og gróðurlitlar urðir beltaðar klettum allt í sjó niður. Um þessar urðir niðri undir sjó liggja Njarðvíkurskriður. Af Háu- kinn er víðsýnt út til hafs og yfir sveitina sem blasir við eins og hún liggi fyrir fótum ntanns, enda ekki stór. cn grösug og búsældarleg. Birni þótti gaman að fylgjast með störfum fólksins á Nesi þarna næst- urn beint undir, sjá j/að bograst við heyskapinn um tún og engjar. Þetta var hæglátt fóik og ötult og notaði tímann vel, vann jafnt alian guðs- langan daginn, sótti heyskapinn af skiladrjúgu hæglætiskappi nema l-egar hraðra handtaka þurfti við til að bjarga heyi undan aðsteðjandi rigningu, sem gerði að vísu boð á undan sér en gat átt til að hafa næsta skamman fyrirvara. Fyrst lygnir alveg, svo fer að bera í loft mcð norðanfari á skýjum, síðan rennur á hráslagaleg norðangjóla og stendur ofan af og inn með fjallinu. Þá eykst skriðurinn á fólkinu við hirðinguna, hann sér það hlaupa með föngin á baggana. Svo fara Ijósgráar þokuhlussur að vefjast um hæstu tinda og brúnir. Rollur smal- ans kroppa til og frá í kyrru tóm- læti, en hestarnir sem oft halda sig l’arna uppi snúa höm í norður, hengja hausinn og súpa hregg. Þeir eru næmari fyrir áhrifum en sauð- kindin. Svartpilsaðar konur á þýfðu túni niður undir sjó kJóra þúfurnar með trétindahrífum og karlmenn bera baggana á baki í heystæði og iiafa hraðan á. Alit í einu er kominn rakur þokuhjúpur á Háukinn og smalinn stendur í hráslagalegum sveljanda í brún þokunnar og ímyndar sér að hann sé kapp mikill og frækn sem vcrjist stríðandi fjendunt með rigningu að vopni. Og hann setur bakið við j?okuna, úrið drífur um hann, en hann er ungur og sterkur, hlaðinn lífsmagni, hálf- gerður guð, og kveður við raust. Áleiðingarnar teygjast niður yfir innsveitina eins og fylkmgararm- ar liers sæki fram. Bæirnir hverfa í regngrámann einn af öðr- um eins og tapað land í stríði. Aust- urbyggðin sveipast þessari úlfgráu hulu, en ennþá er j’urrt að kalla á Nesi j>ví að hann stendur fyrir regn- inu eins og drangur á Háukinnar- brún, berst til j’rautar þótt hann viti stríðið tapað. Fólkið hamast við að bjarga eins rniklu og hægt er áður cn rigningin bleytir þessi smávöxnu strá sem spruttu úr jörð þjóðhátíð- arsumarið 1874. Dagdraumar líða um huga smal- ans í daglegri einveru á fjalli, margs konar draumar. Hann dreymir urn slétt lún og betri verkfæri, hefur heyrt getið urn plóga og herfi, og hann á fegurðardrauma náttúru- barnsins og reynir að búa j’á í rím en þau rímklæði fuku út í bláinn og gleymdust nema ein vísa sem hann fór stundum með gamall. Hún er að formiriu til engin dýrindis- kvcðskapur en lýsir þó með hans eigin orðum og tilfinningu unglings- legu viðhorfi gagnvart gróðrinum á landinu sem umkringir frumvaxta svein yfir búsmala í fjalli fyrir rúmri öld: Frú Haukinn eg horfði <7 lutfið grund og hlíð, þar brostu blómin ungu við berjarunni og víð, þar fífill fjólu kyssti þctu fundu sœlu og ró og kveðju sendu kvisti sem kominn va - úr mó. Hann dreymir líka stóra báta, jafnvel duggur undir seglum svo að sótt verði á dýpri mið, rennir aug- um yfir víðáttur hafsins af Háukinn- inni, sér róðrarbátana tínast inn fjörðinn, en hugurinn dvelur þó lengur við enska kúttera og fransk- ar skonnortur í tugatali um haf- svæðið norður, austur og úl af firð- inum. „Það var björgulegt að sjá.“ sagði hann fjörgamall, og j’að hvesstist svipur augans sem eftir var þcgar hann minntist þessarar sýnar. Hann var kannski rétt farinn að iiugsa til j’ess fimmtán ára ungling- uiinn. að sá tími mundi koma er hccnn staðfesti ráð sitt og eignaðist konu. börn og jörð. „Mér er óhætt ao segja að eg strengdi j>css heit j/'etta suntar að eg skyldi búa á Nesi“. Næsta ár var Björn í Geitavik hjj Jóni Jónssyni frá Bót og konu hans Guðlaugu Halldórsdóttur frá Egilsstöðum. Jón átti Geitavík en seldi hana nokkrum árum síðar Egli ísleifssyni í Rauðholtj og gekk jörð- in í arf til Sigurborgar dóttur hans. EgiII átti líka Nes og auk þess Ás- geirsstaði í Eiðaþinghá og jarðar- parta víðar en bjó sjálfur á kirkju- jörð. Þríbýli var í Geitavík. um þetta leyti. í Geitavík rættist draumur Bjöms um að komasl á sjó. Nú var hann ekki lengur srnali. Hann reri í við- iögum á báti Jóns húsbónda síns meo Jónatan Jónatanssyni frá Seyð- isiirði en gekk þess á milli að öðr- um verkunr í landi. Jónatan J’ótti hann fljótt veiðisæll, enda ntun hug- urinn hafa beinst óskiptur að starf- inu og rninni löngun og ráðrúm til dagdrauma en í yfirsetunni. Það var eins gotl að hafa hugann við færið. Jónalan formaður hrósaði Birni fyrir dugnað og árvekni og taldi hann gott sjómannsefni, enda varo hann að spjara sig jm að Jón í Geitavík galt honum allgott kaup, átta spesíur fyrir árið auk fata. Þetta var um það leyti sem peningaskiptin urðu og jafngiltu átta spesíur 32 krónum. Jón galt kaupið ríflega í kindafóðrum, en vinnumaðurinn dró heimilinu nægan matarfisk og vel J>að og vann ]>ó meira í landi því að Séð inn „Mýrar", sem nú eru tún, í citt ctð Geitavík. Geitavíkurtangi ligg- ur út í fjörðinn. Fjœr Bakkagerði, Kiðabjörg, Álfaborg. Staðarfjall með þrern burstum upp af Desjarmýri. Víkurnar í eyði handan fjalla. — Ljósm. Auðunn Einarsson

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.