Austurland


Austurland - 23.12.1978, Blaðsíða 11

Austurland - 23.12.1978, Blaðsíða 11
J Ó L 19 7 8 AUSTURLAND 11 að leggja af stað til þess að sýna nú hvernig leika skuli listimar, að ég heyri Guðröð segja stundarhátt: Það er ekki mikið, J>ótt svona kett- lingur geti smogið þetta. Þetta voru lifandi menn og skemmtilegir tímar. Skólastjórn Þegar ég kom að barnaskólanum 1946 J>á hafði verið all róstusamt í bænuin um nokkurt skeið, bæði í skólamálum og pólitík. Og það duldist hvorki mér né öðrum, að ekki var full samstaða meðal bæjar- búa um val skólastjórans, og enginn fór víst í neinar grafgötur um J>að hvorum megin hryggjar ég lá í stjórnmálum. En aldrei gat ég merkt Jað, hvorki |>á né síðar, að pólitískir andstæðingar reyndu að setja fyrir mig fótinn í mínu starfi og margir Jeirra urðu brátt mínir bestu kunn- ingjar. Þetta segi ég alls ekki til Jess að reyna að draga fram, svona undir rós. mína verðleika, heldur til )>ess að undirstrika }>að hve pólitísk- ir andstæðingar í Neskaupstað eiga auðvelt með að umgangast hverjir aðra og vinna saman að velferðar- málum bæjarins, prátt fyrir all harkalegar rimmur kringum kosn- ingar. Þegar ég kom að skólanum voru ]>ar fyrir gamalreyndir kennarar, s. s. Sigdór Brekkan, Ey}>ór Þórðarson og Þrúður Guðmupdsdóttir, bekkj- arsystir mín úr Kennaraskólanum. sem öll höfðu starfað við skólann um margra ára skeið og ennfremur Jóhann Jónsson og Magnús Guð- mundsson, sem var yngstur og ný- kominn að kennslu. Þetta voru allt afbragð kennarar, en nokkuð ólíkir J>ó. Sérstaklega reglusamir og ósérhlífnir og )>að eru eiginleikar sem seint verða ofmetnir. En )>að var ekki vandalaust fyrir mig. tiltölulega ungan að taka við stjóminni. og ég fann fljótt að )>að )>urfti að fara að öllu með gát. Sumir héldu að eitthvað ósam- komulag hefði verið meðal okkar Eyjórs, en )>að var hinn mesti mis- skilningur. Yfirleitt fór vel á með okkur og sumum flokksfélögum mínum fannst J>að jafnvel um of. Að v/su kom fyrir að )>að kastaðist í kekki okkar í milli einkum varðandi próf og námsgetu. Ey)>ór hafði nefnilega mjög ákveðnar hugmyndir um )>að hverjir væru heimskingjar sem ekkert )>ýddi að vera að kenna, ekki einu sinni að lesa, )>ví ef )>eim tækist )>að læsu }>eir sér bara til dómsáfellis. Gamla kennarastofan var ekki stór en J>að hafði )>ann kost að auð- velt var að spjalla saman í frímín- útum og bregða jafnvel á smá glens. Auðvitað var J>að Jói, sprellikarlinn og grínistinn, sem stóð fyrir öllu slíku. Eyþór hafði pau forréttindi að halla sér á dívaninn. Stundum tyllti Þrúður sér á brúnina. Þá var )>að nær segin saga að Jói settist við hlið- ina á henni og byrjaði hægt og síg- andi að )>oka henni nær Ey)>óri )>angað til honum, J>. e. Ey)>óri, }>ótti nóg komið og hrein upp: Hvað ertu að troðast Jetta, kerling. Þá flutti Jói sig enda tilganginum náð. Minnisstæð páskaferð Ég hef alltaf haft mikið yndi af útivist og gönguferðum, ekki síst skíðaferðum. Ein fyrsta páskaferð, sem ég fór eftir að ég kom til Nes- kaupstaðar er mér sérlega minnis- stæð. Þá var j>ar starfandi skátafé- lag, sem ég átti einhvem hlut að, og )>ótti hlýða að reyna á ferðahæfni skátafélaganna með fjallgöngu og tjaldútilegu. Var ferðinni heitið suð- ur fyrir Oddsskarð, tjalda )>ar og halda svo á öðrum degi inn fjöll Eskifjarðarmegin og inn á Eönn og síðan sem leið lá út Fannardal til Neskaupstaðar. Bílfært var inn að Skuggahlíðarsneiðingum. Mig minnir að við höfum verið 5 eða 6 en er nú kannski búinn að gleyma einhverjum, en áreiðanlega var Jakob Jakobsson með í förinni og af sérstöku tilefni man ég vel eftir Gísla Þorvaldssyni, sem pi mun hafa verið um fermingu. Þegar við vomm nýbúnir að axla okkar byrðar og langt komnir upp Skuggahlíðarbrekkuna sjáum við bíl koma á mikilli ferð og )>óttumst kenna )>ar Jóhann Gunnarsson. Þeg- ar færan veg )>raut snarast maður út úr bílnum og tekur sprettinn á brekkuna. Þetta var léttleika maður, Sigurður ísaksson, og náði okkur fljótt. Hafði hann meðferðis húfu handa Gísla og all vænan poka- skjatta og sagði að í honum væri varanesti, einnig handa Gísla. Með ]>ví að mér )>ótti poki Gísla orðinn nógu pungur varð )>að úr að ég bætti varanestinu hans á pokann minn. Segir nú ekkert af ferðinni fyrr en komið var upp á Fönn daginn eftir og Norðfjörðurinn blasti við og sjáanlega létt undanhald niður í Fannardal, )>ví skíðafæri var gott, En ekki hafði Gísli haft )>örf fyrir varanestið og virtist ]>ó ekki búa við neinn skort. Mér fannst ég vera búinn að bera )>að nógu lengi og fæ Gísla pokann og spyr, hvort ekki sé ráð að huga að varaforðanum. Gísli tekur við pokanum, leysir utan af og horfir í hann hugsandi um stund, síðan hvolfir hann honum við og kartöflur og kjötbitar velta eins og hrossataðskögglar niður hjarnið. Þetta gef ég nú Fannardalshröfn- unum, ég held ég fari ekki að bera þetta út í bæ, sagði Gísli ósköp spekingslega. Já ]>að gerðist margt spaugilegt og skemmtilegt í páskaferðunum í gamla daga og gerist reyndar enn, ]>ví að ennþá fer ég í páskaferðir, en samfylgdarfólkið er ekki lengur börn og unglingar, )>ó stundum sé brugðið á gáska ]>egar út í leikinn er komið. Ég hef verið svo lánsamur um dagana að aldrei hafa skeð nein veruleg óhöpp í mínum mörgu fjallaferðum bæði sumar og vetur. Gengið á Snæfell með Reyni Einhver eftirminnilegasta vetrar- ferð sem ég hef farið var páskaferð okkar Reynis Zoéga á Snæfell 1961. Ekki er hægt að hugsa sér betri ferðafélaga en Reyni, alltaf jafn ró- legur og úrræðagóður, stundum dálítið þungur á brekkuna, en á jafn- sléttu mátti spenna hann fyrir hvaða æki sem var. Það fór alltaf vel á með okkur Reyni á ferðalagi, )>ó var honum aldrei um )>að að ég færi lengi á undan, ef blint var og ekki sást tii kennileita. Hann sagði að ég Ieitaði svo andskoti mikið til vinstri. Stjórnandi unglingavinnu Ég var og er enn þeirrar skoðun- ar, að það sé mikill vinningur fyrir kennara að taka }>átt í hvers konar félagslífi með nemendum sínum. Þá kynnast )>eir þeim frá allt öðrum hliðum og læra að meta vinnufram- lag þeirra og getu við allt aðrar að- stæður en i' skólastofuimi. Hann J. J. er ekki sama persónan innan skól- ans og utan. Þcgar ég tók að mér að stjórna vinnuflokki unglinga, )>egar bæjar- félagið efndi fyrst til unglingavinnu, ég má segja 1954, ]>á fékk ég enn eina staðfestingu á )>ví, hve varhuga- vert er fyrir kennara að meta starfs- hæfni barna og unghnga eftir frammistöðu þeirra á skólabekk. Krakkamir tóku vinnuna alvar- lega og ]>etta gekk allt árekstralítið og alltaf var sitthvað skemmtilegt að ske. Eitt af fyrstu verkefnunum var að gera vatnsþró upp við Vatnshól. Þetta var mikið verk og erfitt og raunverulega alveg ofvaxið þessu vinnuliði. Við fengum mikla veður- blíðu á meðan á verkinu stóð, en )>að var raunar ekki svo hagstætt upp á vinnuafköst. Aldrei var stun- ið og dæst meira heldur en ]>egar sólin skein sem heitast og )>á urðu 5 mínútna pásurnar oft langar. Það var á einum slíkum degi, að við sjáum mann, mikinn fyrirferðar, með kassa á baki koma arkandi út og upp götutroðningana, og j>ótt- ust sumir fljótt kemia að J>ar færi Bjarni bæjarstjóri. Þegar Bjarni kom til okkar stundi hann eigi minna en krakkamir, slengdi á jörðina gosdrykkjakassa, og nokkrum kex- pökkum og sagði að bragði: Hana sullið þessu í ykkur, en )>ið verðið að skila kassa og gleri. Og ]>ar með var hann farinn. Hann var ekkert að hnýsast í okkar verkefni. Það )>arf ekki að taka ]>að fram að veit- ingum þessum voru gerð góð skil og Bjarni fékk mikið lof fyrir rausn- arskapinn og hlaut jafnvel aðdáun fyrir kassaburðinn. A þessum ámm átti ég Landrow- erjeppa. Hann var skráður fyrir 6 farþega auk bílstjóra, en )>að urðu nú stundum fleiri í honum, enda sumir farþeganna ekki fyrirferða- miklir. Eitt sinn tókum við okkur \ wwwnuwvuuuvvvuuvvuvv VWVV WUU VVWWW WVWWVVU \ WWWVWWV ECILSBUÐ Neskaupstað óskar sitarfsfólki og öllum viðskiptavinum gleðilegra jóla Sérsitaklega þakkar Egilsbúð unga fólkinu gott samstarf á árinu og óskar því alls hins besta á nýja árinu. WWWVWWWVWWWWVWWWVWWWVW WWVWWWWVVWV WWVWWWVWWWWWMiVWWWi

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.