Austurland


Austurland - 23.12.1978, Blaðsíða 9

Austurland - 23.12.1978, Blaðsíða 9
J Ó L 19 7 8 AUSTURLAND 9 Garðar Sveinn hringir Heilir og sælir, Norðfirðingar og aðrir tilheyrendur. Þegar Garðar Sveinn hringdi til mín og spurði, hvort við hjónin vildum þiggja boð Norðfirðinga- félagsins og verða gestir }>ess á vænt- aniegri árshátíð pá kom }?að mér algjörlega á óvart, vissi ei hvað segja skyldi og gaf heldur loðin og óákveðin svör og bar ýmsu við. Ég væri t. d. æði vant við látinn, Jm' að ég }>yrfti að sinna fjósaverkum. Þá heyrði ég í símanum ógurlega langt ha, hefurðu belju? Já, ég hef mína belju og hún er eins og sú gamla góða Búkolla, að }>að }>arf að fara undir hana þrisvar á dag. Þá heyrði ég að Garðar Sveinn missti alveg andann og ég flýtti mér í málið og hefur hún }>ó ekki verið að trana sér fram um dagana. Sagði að ]>etta væri mesti heiður sem okk- ur hefði verið sýndur lengi, kannski á ævinni, og gæti ég ekki verið ]>ekktur fyrir að vera sá aumingi að lítilsvirða slíkt rausnar- og sæmd- arboð. Ég lyppaðist allur niður og sagði bara: Já, já )>etta er alveg satt og ]>ar með var teningnum kastað. Kon- an aflaði sér heimildar til að loka bókasafninu í 3—4 daga og bæjar- verkfræðingurinn lofaðist til að sinna Búkollu enda gamall fjósamaður norðan af Ströndum. Og nú stend ég hér og hvað skal segja? Það fer auðvitað ekki milli mála að margt mætti rifja upp frá 30 ára Gonnar Ólafsson: Léttara mönnum félagsmála og íþróttafólki frá Neskaupstað. Fyrstu kynni mín af Norðfirðing- um urðu reyndar á útmánuðum 1938. Þá fór ég á nokkra staði á Austurlandi og átti að leiðbeina í skíðaíþrótt. Þessir 8 eða 10 dagar í Neskaupstað á Góu voru alveg dýrð- legir. Reyndar var skíðafæri ekkert sérlega gott, en veðurblíðan var slík að öðru eins hafði ég aldrei kynnst. hjal flutt á árshátíð Norðfirðingafélagsins í Reykjavík 26. mars 1977 að gefa skýringu, sem sé )>á, að mín Búkolla væri reyndar nokkrir hita- mælar og fleiri tól í litlum veður- athugunarkassa út á Bakka-bökk- um. Þá fékk Garðar Sveinn málið aft- ur og taldi að sú Búkolla gæti stað- ið málþola nokkur dægur. Já, en það er annað verra, sagði ég. Ég hef sko heyrt að gestir ykk- ar að undanförnu hafi reynst all slyngir skemmtikraftar, en ég er algjörlega vonlaus í ]>eim efnum, hef t. d. aldrei komist á leiksvið. (Hér verð ég að setja smá innskot í sím- talið. Það var einu sinni sótt fast á mig að taka að mér aukahlutverk, auðvitað mjög þýðingarmikið var sagt, hjá Leikfélagi Neskaupstaðar. Ég hafði Þóru Jakobsdóttur grunaða um að standa á bak við þessa herferð en auðvitað hafði hún sinn }>jón og sendiboða og hann ekki af verri end- anum, Karl Guðmundsson leikara og leikstjóra. En ég var hin óvinn- andi borg og það liggur við að ég sjái eftir )>ví núna }>ví að hver veit nema ég stæði mig þá betur í kvöld. Þetta var innskot). En Garðar Sveinn hafði ekki mörg orð um }>essa seinni viðbáru mína heldur afgreiddi hann ósköp létti- lega með sínu elskulega smiltri, sem honum einum er lagið. Og niður- staðan varð sú, að ég sagðist ætla að skjóta málinu til konunnar og taka mér frest til að svara. Garðar Sveinn lét vel yfir því. Ekki veit ég, hvort hann er sér- staklega næmur á konur eða hvort hann hefur dulinn sagnaranda, en svo mikið er víst, að konan tók vel dvöl í Neskaupstað, en það fer svo sem alkunna er að sá á kvölina sem á vöiina. Fékk átthagastimpil Ég vona að þið tilheyrendur góðir misvirðið það ekki við mig þó að ég slái frekar á léttari strengi, en sleppi að mestu eða öllu hugleið- ingum um vandamál þau, sem óhjá- kvæmilega ýttu stun,dum all fast á sálartetrið þennan aldarfjórðung, sem ég var við skólastjóm. Hvaðan ertu er spuming, sem gjaman er lögð fyrir aðkomumann og ég slapp ekki heldur við hana fyrstu árin í Neskaupstað. Flestir eru ekki í neinum vandræðum með svarið, en ég var aldrei á því hreina með hvað segja skyldi, en bjargaði mér með því að segja, að ég væri alinn upp norður í Miðfirði fram til 16 ára aldurs, en síðan verið á flækingi um Vestur- Suður- og Aust- urland. Þetta átthagaleysi fékk ég staðfest á all eftirminnilegan hátt í Austur-Þýskalandi fyrir nokkmm árum. Af tilviljun var ég staddur, ásamt fleiri íslendingum, á heimili Dr. Bruno Kress prófessors í norrænum málum við háskólann í Greefswald. Dr. Kress var um skeið kennari við Menntaskólann í Reykjavík, en í stríðsbyrjun hirtu bretar hann „og voru svo elskulegir að geyma mig í 5 ár. annars væri ég sennilega dauð- ur“ sagði Kress. Dr. Kress talar og ritar íslensku eins og innfæddur og er hálærður málvísindamaður, sér- staklega í hljóðfræði. Hann kvaðst með nokkurri vissu geta sveitfest fslendinga eftir mál- fari. Mér skildist að þetta væri hans íþrótt. Ekki hafði hann lengi hlust- að á tal okkar þegar hann kvað upp úr með það að kona mín væri Reyk- víkingur, sem auðvitað reyndist rétt, en það væri ekki gott að fást við mig, ég væri svo blandaður. En við sjáum nú til, sagði hann. Þegar við vomm að kveðja víkur hann sér að mér og segir: Það er þetta með þína ættarslóð (að visu þéraði hann af mikilli formfestu) }>ú gætir verið uppmnninn á svæð- inu frá Borgarfirði og austur í Rang- árþing og eitthvað hefur þú komið við á Austfjörðum. Satt að segja er varla hægt að komast nær um landfræðilega átt- haga mína. Faðir minn var ættaður úr Skilamannahreppi og móðir mín úr Þingvallasveit. Þau hittust svo norður í Miðfjarðardölum og ávöxt- urinn varð ég og reyndar gott betur, því að í 10 ára sambúð eignuðust }>au sex böm en þá dó móðir mín og hópurinn tvístraðist. Ég flæktist þar milli 5 bæja á sex árum en hef varla komið þangað síðan. En lengi vel taldi ég Miðfjörðinn mína átt- haga, þó að mér fyndist fátt tengja mig þeirri sveit. En nú er ég loksins búinn að fá fast land og ég lít á boð Norðfirð- ingafélagsins sem ótvíræðan átthaga- stimpil. Héðan í frá segist ég vera Norðfirðingur. Skíðakennsla Ég var ekki með öllu ókunnugur í Neskaupstað þegar ég gerðist þar skólastjóri við barnaskólann haustið 1946. Áður hafði ég verið kennari um 7 ára skeið á Fáskrúðsfirði og lítilsháttar starfað að félagsmálum og á þeim vettvangi kynnst forystu- Ég hélt þá að þetta væri bara ein- stakt fyrirbæri, en nú eftir 30 ár veit ég að á hverjum einasta vetri koma þessir dásamlegu útmánaðardagar með glampandi sól og stillilogni. Fyrst og fremst átti ég að kenna nemendum gagnfræðaskólans og enn minnist ég nokkurra þeirra, og hef reyndar þekkt suma alla tíð síðan, en sérstaklega er mér minnisstæður Garðar Stefánsson (Gæi í Svalbarði). Hann var svo feikilega mjór og leggjalangur, og þeir leggir voru sannarlega ekki hannaðir fyrir skíða- íþrótt. En blessuð sé minning hans. En minnisstæðastir eru mér morg- untímamir. Þá voru menn svo ár- risulir og áhugasamir, að þeir settu }>að ekki fyrir sig að mæta til skíða- æfinga upp við Vatnshól kl. 7 á morgnana. Ég er nú búinn að gleyma hverjir voru svona morgun- glaðir, en ég man eftir nokkrum. Svo sem Guðröði kaupfélagsstjóra. Níelsi Tngvarssyni, Bimi á Bakka, Jóhannesi og Lúðvíki, og ekki skyldi gleyma Ásmundi Jakobssyni (Ása á Strönd) sem venjulega var fyrstur á vettvang, þótt lengst ætti að sækja. f skíðakennslu þeirra tíma var maður með ýmiskonar tækniæfing- ar t. d. til þess að knýja fram sem dýpstar hnébeygjur. í því augna- miði voru sett upp stafahlið, ]>. e. tveim skíðastöfum stungið niður og sá þriðji lagður láréttur yfir, hékk í hönkunum. Jafnvel þótt reynt væri að hafa lengstu stafina í uppistöður var ansi lágt undir þverslána. Þurfti því næstum að setjast á hækjur til þess að smjúga í gegn. Ég lærði fljótt á það að heppilegast var að hafa Jóhannes og Guðröð aftasta í röðinni, því að eftir þeirra umferð lágu flestir stafirnir á tvist og bast um skaflinn. Svo var það eitt sinn þegar ég er búinn að stilla upp öll- um stöfunum mjög kyrfilega og er

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.