Austurland


Austurland - 23.12.1978, Síða 17

Austurland - 23.12.1978, Síða 17
J Ó L 19 7 8 AUSTURLAND 17 pá kosnir í nefndina þrír menn til sex ára í stað Jóns Sveinssonar Magnúsar Hávarðssonar og Vilhjáims Stefánssonar, sem gengu úr hreppsnefndinni eftir hlutkesti. Kosningin var óhlutbundin og kosið í heyranda hljóði. Atkvæði greiddu 41 kjósandi þar af 5 konur. Kosningu hlutu: Pétur Thoroddsen. héraðslæknir með 22 atkvæðum Jón Benjamínsson, skipstjóri með 20 atkvæðum Haraldur Brynjólfsson, fiskimatsmaður með 15 atkvæðum. Páll Guttormsson (Þormar), kaupmaður, hlaut 10 atkvæði og Vigfús Sigurðsson, útvegsbóndi 8, en aðrir færri. í þriðja sinn var kosið til hreppsnefndar 14. júní 1919 og ]>á kosnir fjórir menn í nefndina, tveir í stað Ingvars Pálmasonar og Hjálmars Ólafssonar, sem höfðu endað sinn kjörtíma og tveir vegna fjölgunar hreppsnefndarmanna úr 5 í 7. Kosningin var opinber og óhlutbundin sem áður. Atkvæði greiddu 27 kjósendur allt karlar. Kosningu hlutu: Ingvar Pálmason með 26 atkvæðum Jón Sveinsson, Tröllanesi með 23 atkvæðum Páll Guttormsson með 17 atkvæðum Vilhjálmur Stefánsson með 15 atkvæðum. Næstir þeim að atkvæðatölu voru Lúðvík Sigurðsson, útgerð- armaður 13 atkvæði og Sigurlínus Stefánsson, verslunarmaður 6 atkvæði. Fjórðu hreppsnefndarkosningarnar fóru fram 17. júní 1922 og voru pá kosnir )>rír hreppsnefndarmenn í stað Péturs Thoroddsen, Jóns Benjamínssonar og Haralds Brynjólfssonar, sem endað höfðu kjörtíma sinn. Enn var kosning óhlutbundin og fór fram í heyr- anda hljóði. Atkvæði greiddu 79 kjósendur, |>ar af 12 konur. Kosningu hlutu: Magnús Hávarðsson með 55 atkvæðum Sigdór V. Brekkan, kennari með 42 atkvæðum Jón Sveinsson, Eyri, verslunarmaður með 31 atkvæði. Næstir þeim að atkvæðamagni voru: Jakob Jakobsson, út- gerðarmaður, sem hlaut 30 atkvæði. Haraldur Brynjólfsson, sem hlaut 12 og Valdimar V. Snævarr. skólastjóri, sem hlaut 10 atkvæði. í fimmta sinn var kosið í hreppsnefnd 20. júní 1925 og ]>á kjörn'r fjórir hreppsnefndarmenn í stað Ingvars Pálmasonar. Páls G. Þormar, Vilhjálms Stefánssonar og Jóns Sveinssonar, Trölla- nesi. sem endað höfðu kjörtímabil sitt, Nú var kosningin leynileg en óhlutbundin. Þetta er í fyrsta sinn, sem almennur áhugi virðist á sveitar- stjómarkosningum á Nesi og mun kosningabaráttan hafa verið nokkuð hörð. Kjörfundur stóð í 11 stundir, frá kl. 12—23. Áður höfðu kjörfundir staðið 3—4 stundir. í kjörbókina eru færð nöfn 199 manna, sem neyttu atkvæðis- réttar, þar af nöfn 79 kvenna. En álykta verður með hliðsjón af atkvæðafjölda, sem kjörnir hreppsnefndarmenn fengu, að aldrei hafi verið lokið við að færa skrána til bókar. Kosningu hlutu: Jónas Guðmundsson, kennari með 229 atkvæðum Ingvar Pálmason, alþingismaður með 163 atkvæðum Vilhjálmur Stefánsson með 132 atkvæðum Páll G. Þormar með 84 atkvæðum. Næstir peim að atkvæðum voru Jón Guðmundsson, prófastur, sem hlaut 48 atkvæði og Björn Ó. Gíslason, verslunarstjóri, sem hlaut 16. Sjöttu kosningar til hreppsnefndar Neshrepps skyldu fara fram 16. júní 1928. Þær kosningar urðu aðeins málamyndakosningar, )>ví ákveðið hafði verið að lireppurinn fengi kaupstaðaréttindi rúmu misseri síðar og féllu ]>á umboð hreppsnefndarinnar niður. Úr hreppsnefndinni áttu að ganga að enduðum kjörtíma: Sigdór V. Brekkan, Magnús Hávarðsson og Jón Sveinsson, Eyri. Kjörstjórn ákvað að kosning skyldi verða hlutbundin, en aðeins kom fram einn listi með nöfnum fráfarandi hreppsnefndarmanna og urðu þeir því sjálfkjömir. Hafa það sýnilega verið samantekin ráð forystumanna að hafa þennan háttinn á. Hreppsnefndarfundir Hreppsnefndin kom saman til fundar alloft, þótt ekki væri fundarefnið alltaf mikið, gat verið það eitt að framlengja víxil eða kjósa eina nefnd. En vafalaust hafa hreppsnefndarmenn rætt hreppsmálin óformlega án þess að færa þær umræður til bókar, þegar þeir komu saman til stuttra funda. Oftast voru fundir haldnir á heimili oddvita. áður en hreppsfélagið setti á fót skrif- stofu. Þegar á leið hreppsnefndartímabilið fjölgaði mjög hreppsnefnd- arfundum með auknum umsvifum og afskiptum af fleiri mála- flokkum. En þegar borin er saman tíðni sveitarstjórnarfunda nú og pá, ber að hafa í huga, að nú er miklu meira unnið í nefndum en áður. T. d. var útsvarsálagning og afgreiðsla á útsvarskærum Fundur í bæjarstjórn 13. september 1957 Frá vinstri: Ármann Eiríksson, Jón S. Einarsson, Jóhann K. Signrðsson, Jóhann P. Guðmundsson, Jóhannes Stefánsson, Vigfús Guttormsson, Einar G. Guðmundsson, Bjarni Þórðarson, Sigfinnur Karlsson.

x

Austurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.