Austurland


Austurland - 23.12.1978, Blaðsíða 18

Austurland - 23.12.1978, Blaðsíða 18
18 AUSTURLAND JÓL 1978 í verkahring hreppsnefndar, en bæjarstjórn kemur ekki nálægt þeim verkum. Mér telst svo til, að hreppsnefndin hafi alls haldið 192 fundi. Eru pá meðtaldir nokkrir borgarafundir um einstök mál og svo- kallaðir vorfundir, en pað voru almennir sveitarfundir til pess hafdnir einkum að ráðstafa hreppsins ómögum, en fleiri mál voru J>ar til meðferðar og hefur þetta verið mjög lýðræðisleg málsmeð- ferð og á ef til vill rætur að rekja í gráa fomeskju. Á árinu skiptast fundirnir svo: 1913 7 1921 11 1914 4 1922 10 1915 4 1923 7 1916 7 1924 7 1917 8 1925 19 1918 9 1926 20 1919 9 1927 21 1920 17 1928 32 Oddvitar Oddvitar hreppsnefndar voru: Ingvar Pálmason 22. júní 1913—18. júní 1922 Páll G. Þormar Jónas Guðmundsson Varaoddvitar voru: Hjálmar Ólafsson Pétur Thoroddsen Ingvar Pálmason Sigdór V. Brekkan 18. júní 1922—28. júní 1925 28. júní 1925—31. des. 1928 22. júní 1913—24. júní 1916 24. júní 1916—18. júní 1922 18. júní 1922—28. júní 1925 28. júm' 1925—31. des. 1928 Þess skal getið, að Sigdór var kosinn varaoddviti 27. mars 1925, þegar oddviti fór að heiman og varaoddviti sat á Alþingi. í fjarveru Jónasar Guðmundssonar í oddvitatíð hans, gegndi Sigdór líka oddvitastörfum. Mun hann eini varaoddvitinn. sem leysti oddvita af hólmi. Kaupstaðaréttindin Síðasti fundur hreppsnefndar Neshrepps var haldinn 22. des. 1928. Hreppsnefndarmenn Á 15^2 árs skeiði hreppsins voru aðeins kosnir 12 hrepps- nefndarmenn. Aldrei voru kosnir varamenn og voru p\í hrepps- nefndarfundir ekki nálægt því alltaf fullskipaðir. Oft voru fundir sóttir af naumum meirihluta. Þetía hlaut að fara svo, því sumir hreppsnefndarmanna stunduðu sjó, jafnvel frá Hornafirði og Djúpavogi. Komu farna strax í ljós þau vandkvæði, sem á því eru fyrir sjómenn að starfa í sveitarstjórnum. Nöfn þeirra, sem sæti áttu í hreppsnefnd, fara hér á eftir og sýnir talan við nöfn þeirra hversu marga hreppsnefndarfundi þeir sátu. Ekki verður séð hvenær áhugi vaknaði fyrir því, að afla Nes- hreppi kaupstaðarréttinda, en fyrst er á málið minnst í fundar- gjörð hreppsnefndar 15. jan. 1925. Ber það þannig að, að Mál- fundafélagið Austri, Verkalýðsfélag Norðfjarðar og stúkan Nýja Öldin höfðu sent hreppsnefnd erindi og fóru fram á að hún rann- sakaði möguleikana á öflun bæjarréttinda fyrir Norðfjörð. Tók hreppsnefndin þessu vel og kaus nefnd í málið. Málið bar svo öðru hvoru á góma í hreppsnefnd og þokaði í áttina. Sýslunefnd mælti gegn bæjarréttindum, en pó voru tveir sýslunefndarmenn því eindregið meðmæltir. Það voru sýslunefnd- armenn nágrannasveitarfélaganna, Jón Jónsson, bóndi á Orm- stöðum í Norðfjarðarhreppi og Hjálmar Vilhjálmsson, bóndi á Brekku í Mjóafirði. lngvar Pálmason, sem sæti átti á Alþingi, flutti málið þar og á þinginu 1928 var frumvarp iians um bæjarréttindin samþykkt og hlutu lögin staðfestingu konungs, 7. maí 1928. Skyldu þau öðlast gildi 1. jan. 1929. Ingvar Pálmason 136 Haraldur Brynjólfsson 52 Vilhjálmur Stefánsson 106 Jón Benjamínsson 36 Jón Sveinsson, Tröllanesi 63 Páll G. Þormar 137 Bæjarstjórnárkosningar Hjalmar Olafsson 40 Jón Sveinsson, Eyri 92 Magnús Hávarðsson 97 Sigdór V. Brekkan 98 Fyrstu kosningar til bæjarstjórnar Neskaupstaðar fóru fram 2. Pétur Thoroddsen 34 .Tónas Guðmundsson 81 jan. 1929. Kjósa skyldi 8 bæjarfulltrúa, cn bæjarstjóri, sem jafn- Myndin er tekin í maímánuði 1954, en þá var 25 ára afmœlis kaupstaðarréttinclanna hátíðlegu húnnst. Hér má sjá fyrsta bœjarstjóra kctupstaðarins, Kristin Ólafsson, í hópi þáverandi bœjarfulltrúa, en hann var heiðurs- gestur kaupstaðarins við þetta tœkifceri, ásamt konu simi. Jónas Guðinundsson og kona hans voru þá einnig heiðursgestir bæjarins. A myndinni eru taldir frá vinstri: Sitjandi: Ármann Eiríksson, Lúðvík Jósepsson, Kristinn Ólafsson, Bjarni Þórðarsan og Jóhannes StefánssÖn. Standandi: Einar G. Guðmundsson, Jón Svan Sigurðsson, Jón S. Einarsson, Oddur A. Sigurjónsson og Jóhann P. Guðmundsson.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.