Austurland


Austurland - 23.12.1978, Blaðsíða 19

Austurland - 23.12.1978, Blaðsíða 19
J Ó L 19 7 8 AUSTURLAND 19 framt var bæjarfógeti og skipaður af ráðherra, var raunverulega níundi bæjarfulltrúinn, |)ví hann hafði atkvæðisrétt og óbundið málfrelsi og var sjálfkjörinn forseti bæjarstjórnar. Fram komu fjórir listar, en ekki er bókað fyrir hvaða stjórn- málaflokka eða samtök heii' voru, en kosningin var í fyllsta máta pólitísk. Á hverjum lista voru nöfn 8 manna. Á kjörskrá við þessai fyrstu bæjarstjórnarkosningar í Neskaup- stað voru 445, 233 kariar og 212 konur. Atkvæði greiddu 389, 215 karlar og 174 konur. A-listi, Alþýðuflokkur hlaut 193 atkvæði og 4 menn kjöma. B-listi, Sjálfstæðisflokkur hlaut 93 atkvæði og 2 menn kjöma. C-listi, Framsóknarflokkur hlaut 54 atkvæði og 1 mann kjörinn. D-listi, utan flokka 49 atkvæði og 1 mann kjörinn. Að síðasttalda listanum stóðu einkum útgerðarmenn og var hann í daglegu tali nefndur sjómannalisti. Fyrsti bæjarstjórnarfundurinn var haldinn 7. jan. 1929. Alþýðuflokkurinn hafði óskoraðan meirihluta í bæjarstjórn þar sem hinn skipaði bæjarstjóri var yfirlýstur Alþýðuflokksmaður. Þetta var réttmætt, því flokkurinn hafði fullan meirihluta atkvæða og hefði hlotið níunda manninn, ef kosinn hefði verið. Ekki var talið, að frambjóðendur, sem ekki náðu kosningu, væru varafull- trúar og var oft næsta árið naumur meirihluti á bæjarstjórnarfund- um. Kjósendur hafa kunnað vel til verka, því enginn seðill var ógildur og enginn auður. Enda þótt kosningarnar 2. jan. 1929 hafi átt að gilda til 6 ára, var kosið að nýju 4. jan. 1930. Á kjörskrá voru 586, 298 karlar og 288 konur. Atkvæði greiddu 485. Þrír listar voru í kjöri skipaðir 16 mönnum hver og er nú fram tekið, að kjósa skuli varamenn auk aðalmanna. Úrslitin urðu sem hér segir. A-listi, Framsóknarflokkur 95 atkvæði og 1 mann kjörinn. B-listi, Sjálfstæðisflokkur 167 atkvæði og 3 menn kjöma. C-listi, Alþýðuflokkur 220 atkvæði og 4 menn kjöma. Ógildir vom 3 seðlar. Enn heldur Alþýðuflokkurinn meirihluta í krafti þess, að bæjar- stjóri var sjálfkjörinn. Ef kosnir hefðu verið 9 menn, hefði Fram- sóknarflokkurinn fengið 2 og Al}>ýðuflokkurinn misst meirihlut- ann. í priðja sinn var kosið til bæjarstjórnar 6. jan. 1934. Voru ]>á 4 listar í kjöri, allir skipaðir 16 mönnum, nema einn 8. Á kjör- skrá vom 600 menn. Atkvæði greiddu 407. Úrslit urðu sem hér segir: A-listi, Alþýðuflokkur, B-listi, Sjálfstæðisflokkur. C-listi, Framsóknarflokkur, D-listi, Kommúnistaflokkur. Auður var 1 seðill og ógildur 1. 222 atkvæði og 5 menn kjöma. 87 atkvæði og 2 menn kjöma. 68 atkvæði og 1 mann kjörinn. 28 atkvæði og engan kjörinn. Meirihluti Alj>ýðuflokksins var nú svo traustur, að ekki kom að sök fyrir hann, að lögum var breytt á kjörtímabili því, sem í hönd fór og pá skilið á milli embættis bæjarfógeta og bæjarstjóra. en eftir J’að voru aðeins 8 fulltrúar í bæjarstjórn til loka kjörtíma- bilsins. í fjórða sinn var kosið til bæjarstjórnar 30. jan. 1938. Þrír listar voru í kjöri hver skipaður 18 mönnum. enda skyldi nú kjósa 9 bæjarfuíltrúa, j?ar sem skilið hafði verið á milli embættis bæjarfógeta og bæjarstjóra. Alls greiddu 561 atkvæði, en tveir þeirra skiluðu auðu. Aftur á móti var enginn seðill ógildur. Úrslit urðu sem hér segir: A-listi, Framsóknarflokkur C-listi, Sjálfstæðisflokkur D-listi, Alþýðuflokkur og Kommúnistaflokkur 84 atkvæði og 1 mann kjörinn. 141 atkvæði og 2 menn kjörna. 334 atkvæði og 6 menn kjöma. Stutt varð í sambúð Aljjýðuflokksins og Kommúnistaflokksins og var efnt til aukakosninga 11. sept. 1938. Aljjýðuflokkurinn hafði \>á klofnað og stofnaði vinstri hluti hans Sósíalistaflokkinn ásamt kommúnistum nokkrum vikum síðar. í kjöri voru fjórir fullskipaðir listar. Úrslit urðu sem hér segir: A-listi, Alþýðuflokkur B-listi, Framsóknarflokkur C-listi, Sjálfstæðisflokkur D-listi, Sameiningarmenn (sósíalistar) 196 atkvæði og 3 menn kjöma. 60 atkvæði og 1 mann kjörinn. 145 atkvæði og 2 menn kjöma. 194 atkvæði og 3 menn kjöma. Alls greiddu 604 atkv., en 3 seðlar voru ógildir og 6 auðir. Sjöttu bæjarstjórnarkosningarnar fóru fram 25. jan. 1942. í kjöri voru 4 listar fullskipaðir. Á kjörskrá voru 678 en 528 greiddu atkvæði. Auðir vom 5 seðlar og 1 ógildur. Úrslit urðu sem hér segir: A-listi, Aljjýðuflokkur B-listi, Framsóknarflokkur C-listi, Sjálfstæðisflokkur D-listi, Sósíalistaflokkur 152 atkvæði og 3 menn kjöma. 87 atkvæði og 1 mann kjörinn. 105 atkvæði og 2 menn kjöma. 178 atkvæði og 3 menn kjöma. Sjöundu bæjarstjómarkosningamar fóm fram 27. jan. 1946. Á kjörskrá voru 697. Atkvæði greiddu 608, en 3 seðlar voru auðir og 7 ógildir. Úrslit urðu sem hér segir: A-listi, Alpýðuflokkur B-listi, Framsóknarflokkur C-listi, Sósíalistaflokkur D-listi, Sjálfstæðisflokkur 134 atkvæði og 2 menn kjöma. 87 atkvæði og 1 mann kjörinn. 294 atkvæði og 5 menn kjöma. 83 atkvæði og 1 mann kjörinn. í áttunda sinn var kosið til bæjarstjómar 29. jan. 1950. And- stæðingar meirihlutans frá 1946 hugðust nú ganga milli bols og höfuðs á honum og sameinuðust allir um einn lista. Voru því Þessi mynd er tekin ejtir bœjarstjórmrfund 17. maí 1974, en það var síðasti bœjarstjórnarjundur ci kjör■ tímabilinu, 1971—1974. Fyrir enda borðsins situr forseti bcejarstjórmr, Jóhannes Stefánsson. Þetta var hans síðasti bæjarstjórn- arjundur. Hann heldur á góðum grip, jundarhamri, sem hann gaf bæjarstjórn að skilnaði. Bœjarfidltrúarnir eru taldir jrá vinstri: Gylfi Gunnarsson, Haukur Ólafsson, Kristinn V. Jóhannsson, Ragnar Sigurðsson, Ingibjörg Hjörleijsdóttir, Reynir Zoega, Bjarni Þórðarson og Jóhann K. Sigurðsson. Lengst til hœgri á myndinni er bæjarstjórinn, Logi Kristjánsson. )

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.