Austurland


Austurland - 23.12.1978, Blaðsíða 13

Austurland - 23.12.1978, Blaðsíða 13
J Ó L 19 7 8 AUSTURLAND 13 frí einn dag, auðvitað á fullu kaupi, og pað varð að samkomulagi að skoða Helgustaðanámuna. Það var ansi þröngt í jeppanum í peirri ferð og pegar ég fór upp Oddsskarðs- kinnina að norðanverðu ók ég nokk- uð nálægt brekkubrúninni og peir sem sátu þeim megin sáu ekki veg- brúnina heldur beint niður í gím- andi grjóturðina. Agalegt, heyri ég að einhver segir og pögn sló á hópinn, sem var heldur óvenjulegt. Allt í einu kallar Nonni Níu (Jón Svanbjömsson) til mín og segir: Mér fyndist nú alveg eins hægt að keyra á hinum kantinum. Auðvitað tók ég þetta til greina og pá fór taland- inn í lag. Ég fékk leyfi hjá Helgustaða- bónda að skoða silfurbergsnámuna og spurði jafnframt, hvort heimilt væri að taka á burt með sér nokkra silfurbergsmola. Já, ætli strákgreyin megi ekki stinga einhverju í vasana, en peir mega ekki flytja pað burt í pokum. sagði bóndinn. Þetta heyrðu strákamir og hlýddu því bókstaflega, en sumir áttu ákaf- lega erfitt með gang þennan spöl ofan frá námunni og niður að veg- inum og voru í miklum erfiðleikum með að halda upp um sig buxunum. Á þessum fyrstu árum unglinga- vinnunnar var unnið að gerð íþrótta- vallar í gilinu utan við Þórhólinn og er meginið af þeim hleðslum sem ('ar voru gerðar verk ungling- anna. Það var eitt sinn að við vorum að stinga snyddu eða hleðsluhnaus í mýrinni ofan við gamla ípróttavöll- inn á Bakka-bökkum. Veður var blítt og hitasólskin og í kaffitíman- um datt strákunum í hug að fækka fötum og kæla sig dálítið í drullu- polli pama í mýrinni. Ur pessu varð hið mesta fjör og gusumar gengu í allar áttir en fáir held ég að hafi hreinkast í p\í baði. En pegar leik- urinn stendur sem hæst verður ein- hverjum litið upp og sér konur tvær ganga út bakkana ekki langt undan. Strákur fleygir sér niður og kallar til hinna: Látið ekki konumar sjá ykkur. Og allir hurfu niður í dmllu- damminn eins og maðkar. En það var ekki hægt að liggja lengi þar og brátt sé ég hvar Konsi (Konráð Hjálmarsson) rekur upp hausinn og athugar nánar þessar göngukonur. Allt í einu sprettur hann upp baðar út öllum öngum og kallar til strákanna: Iss, þetta gerir ekkert til, strákar, petta eru Mjófirðingar. Og par með var nekt- arsýningin í fullum gangi á ný. Já, það er margs að minnast frá liðnum dögum og til allrar blessun- ar er hugurinn einhvem veginn pannig innréttaður að skemmtileg- heitin fljóta ofan á, eða eru að minnsta kosti tiltækari, þótt eitthvað þyngra prumi undir niðri. En nú mun nóg komið og mál að linni. Ég endurtek þakklæti okkar hjóna fyrir boðið, og sérstaklega pakka ég fyrir átthagastimpilinn. (Millifyrirsagnir blaðsins). 'VWWWVWVWWVWVWWVYWVWVWVWYWW'VWY V VVWVA VVW WWW WV VWWWWWWWVWWWW Verkalýðsfélag Norðfirðinga óskar félögum sínum og annarri austfirskri alþýðu gleðilegra jóla og farsæls komandi árs S/WVWWWWWA/VVWWVWVWVWWWVWWVWWW'W VWVWAVWVVWAVWVWVVWVWVW VVWVWW V VWVWVWVWVWWVWWWWWWWWVWVWWWWWWVWWWWVWVWWWWVWVWVWWVWVWV Kaupíélag Héraðsbúa óskar starfsfólki, félagsmönnum og viðskiptavinum gleðilegra /ola og farsæls komandi árs m Kaupfélag Héraðsbúa Egilsstöðuim Seyðisfirði Reyðarfirði Borgarfirði % s § Wvwvvwwwvwwwvwwwvwvwwvvwvwwwwwvwvwwwwwvwvwvwvwvwwvvwwvw ►yvWVVWVWVWWVWWAAWWVWVWWVWWWWWWWWWWWWWWWWWWVWVWWVWWVVW Netagerð Fríðriks Vilhjálmssonar Neskaupstað óskar starfsmönnum sínuim og viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs með þakklæti fyrir viðskiptin og samvinnuna á árinu sem er að líða. f 0=0 •VWVWVWWWWWVWVVWVWWVWWWWWVWWVWVVVVWVVIAWWWWVVVVVWWVWVWVWVWV

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.