Austurland


Austurland - 23.12.1979, Page 11

Austurland - 23.12.1979, Page 11
Sumir segju... Já við fórum út á Dalatanga. Fyrsti vitavörðurinn. Ásmundur fórst á fyrsta starfsári sínu. Helgi Hávarðsson tók við og gætti vita og þoku- lúðúrs í 30 ár. Sumir segja lengur )’ví hann vakti eftirmenn sína ef eitthvað var að — eftir að hann dó. Helgi og Ingibjörg kona hans bjuggu par sem hét Grund, og ólu pav upp tíu mannvænleg böm m. a. rithöfund, skipstjóra. hjúkrunarkonu, kennara og tvo vitaverði. Ótal sögur tengdar við byggðina á Dalakálki s. s. skipsströnd og aðra sjóhrakninga. hvítabimi og erlenda hermenn. sem dvöldu ]?ar um hríð, um bónda sem hrakti vinnukonu sína (Gudduklettur) auk stærstu sögunnar um lífsbaráttu fólksins pama í púsund ár. Ég sagði ykkur víst frá frönsku skútunni sem strandaði )>arna fyrir 140 ámm. Ungi skipstjórinn varð svo hrifinn af dóttur Jóns bónda og hún af honum, að hann kom næsta sumar á nýrri skútu að sækja hana. En stúlkan drukknaði um vorið af árabáti í mynni Seyðsfjarðar. Veturinn 1918 lngðist konn þnr ó sæng Þú manst víst að við fórum út á Dalatanga. Nokkru innar eru rústirnar af Minni-Dalabænum. Veturinn 1918 lagðist kona par á sæng. Snjór var yf:r öllu. harka og hálka í skriðunum og hafís í flóanum. Bónd- inn og tveir nágrannar fóru að sækja ljósmóðurina. Þá sáu ]>eir spor eftir bjarndýr í snjónum. Þeir báðu gamlan mann á bænum að passa að enginn færi út, nema til að mjólka — og láta ekki sængurkonuna vita. Þeir sem heima voru skildu ekkert í háttalagi gamla mannsins. Og ]ægar hann fylgdi stúlkunni. sem mjólkaði, út í fjós með stóran broddstaf í hendi, sannfærðust allir um að hann væri orðinn galinn. Ljósmóðirin kom, barnið fæddist og bjöminn fannst inn á dal daginn eftir. í bókinni Gestir á Hamri segir Sigurður Helgason frá þessum atburðum. - - og þoð úti í Krosshöfn Þið hafið vafalaust orðið margs vísari í Mjóafirði í haust. En mann- lagt amstur er óútreiknanlegt. Þegar pú kemur rétt norður fyrir Nípuna og fyrir Hafnartangann verður dálítil vík Krosshöfn. Þar var mikill fiskur áður. Ysti bær sunnan við Mjóafjörð heitir Kross. Þar var tvíbýli um aldamótin og lengi síðan. Nú ber svo til að landeigandi leyfir mági sínum að byggja hús ]?arna út undir Nípu. Það vildu bændur ekki leyfa. Ég heyrði gamlan mann segja að ]>eir hefðu safnað liði og velt húsinu ofan fyrir bakkann. Ég trúði þessu varla. En nýlega hef ég séð bréf. sem sanna þetta í aðalatriðum. Nú pykir okkur kúnstugt að fyrir einum mannsaldri skuli hafa verið flogist á um lóðir í Mjóafirði og ]?að út í Krosshöfn. Nemendur 7. bekkjar 1979—’80 ásamt Jóni Þórðarsyni í kræklingajjöru í Mjóafirði. Vilhjálm ur Hjálmarsson: Ærulaun iðju og hygginda. Kveðja til Norðfirðinga í tilefni afmælisdrs Ævi mannsins er margslungið fyrirbæri. par sem athöfn og ævintýri eru sterkir þættir. Svo er og um ]>róun byggðar í Neskaupstað. Fyrir einni öld eða svo var ekkert péttbýli og bújarðir fáar par sem nú er bæjarlandð. Fimmtíu árum seinna var risið blómlegt fiskiþorp. Síðan hefur kaupstaðurinn þróast svo sém raun ber vitni. Hefur gerst ævintýri? Þeirri spumingu svara ég með annarri. Hvað hefðu bændur á Bakka og Nesi sagt við nágranna sinn í Naustahvammi. ef hann hefði fyrir vel 100 árum tekið svo til orða: Eftir eina öld munu sautján hundmð manns búa á jörðum okkar. Og pá munu flestir eiga stærri hús en faktoramir. Og skipin peirra verða margfalt stærri en nokkurt spekúlantsskip. Og bömin ]>eirra munu öll fá að menntast í skólum. — Hvort mundu þetta ekki hafa )>ótt draumórar? Jú, ævintýri hefur gerst! Og undirstaða þessa ævintýris er athöfn. Það sem hér hefur gerst í hálfa — já heila öld er öðru fremur gmnd- vallað á vilja og athöfn, á manndómi pess fólks, sem byggt hefur bæinn og stýrt málum hans, unnið framleiðslustörfin, byggt upp atvinnufyrir- tæki og menningarstofnanir og myndað heimilin, sem í raun eru undirstaða bæjarfélagsins. En hvaða fólk er petta, sem hér hefur verið að verki?. Ekki eru )>að innbornir í ]>eim prönga skilningi, að niðjar Halldórs á Bakka og samtímamanna á Þiljuvöllum og Nesi hafi einir reist þessa borg. Ég fór einu sinni til Kanada. Þar sá ég hversu Engilsaxar, Frakkar og Norðurlandabúar, par á meðal íslendingar, höfðu numið pað land og myndað kanadiska þjóð. Sú landnámssaga er um margt stórbrotin og hrífandi Nýtt landnám á Nesi minnir með nokkrum hætti á ]?essa sögu. Suður- byggjar, Sandvíkingar og fleiri íbúar hins fona Norðfjarðarhrepps, Mjó- firðingar, grannar sunnan Gerpis og raunar enn fleira fólk lengra að rekið tók sér bólfestu á Nesi og byggði ásamt niðjum þeirra, sem fyrir voru pá borg, sem ]>eir og ]>eirra niðjar kynna með stolti á fimmtíu ára afmæli kaupstaðarréttindanna. Og ]>að er svo ]>etta fólk ásamt með íbúum Norð- fjarðarsveitar, sem nú bera sæmdarheitið Norðfirðingar. Lífið gengur sinn gang og enginn stöðvar tímans ]>unga nið. En maðurinn gerir sér mark í tímann. Hálf öld er liðin frá stofnun Neskaup- staðar. Það var tilefni hátíðahalda á árinu 1979. Ég geri í rauninni ekki upp á milli merkra áfanga sem eru að baki annars vegar, og svo möguleikanna að drýgja nýjar dáðir. — Hvort tveggja sýnist mér æði stórt í sniðum. Persónulega ]>akka ég góðum grönnum samskipti og ljúf kynni frá |>ví ég man til mín fyrst sunnan Nípu. barn í heimsókn hjá Sigdóri frænda mínum, og allt til }>essa dags. Ég samgleðst og áma heilla með ávöxtinn af fimmtíu ára starfi. Hann má sannarlega kalla „œrulaun iðju og hygginda“. Vilhjálmur Hjálmarsson Austurland jólablað 1979 11

x

Austurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.