Austurland


Austurland - 23.12.1979, Page 14

Austurland - 23.12.1979, Page 14
Við skulum ekki skjóta á Björgu. ]>á halda hinar, að hún sé að hrekkja, hvíslaði Valur. Við Eyvi vorum þessari uppástungu sammála. Eftir litla stund risum við á fætur og kíktum út. Stelpurnar voru nú í óða önn að forma snjókerlinguna og virtust búnar að gleyma ónæðinu. ,,En Adam var ekki lengi í paradís“. Ég sendi nú eitt skot á vangann á Öddu. Hún rak upp voðalegan skræk. — Hvað er að, spurði Geira. - Það henti einhver snjókúlu í kinnina á mér, sagði Adda og strauk vangann. — Ert þú að láta eins og bjáni Þorri? spurði Geira og horfði alvar- lega á bróður sinn. — Nei, nei, svaraði Þorri greyið. enda sárasaklaus. ■— Þetta ert pú, Björg, sagði Adda ásakandi. — Ég! Nei, alls ekki, svaraði Björg. — Jú, þetta ert víst þú. Þú ert svo hrekkjótt, sagði Geira. — Ég er ekkert hrekkjóttari . en júð, svaraði Björg. — Ertu það ekki? Jú, góða mín ]?að ertu. Þú skalt bara fara heim. ef pú þarft að láta eins og fífl, sagði Adda snúðug. Stelpumar sném sér enn á ný að verkefninu, en Adda og Geira voru að gjóa augunum laumulega til Bjargar. — Þetta er flott. Þær halda að þetta sé Björg, Svakalega eru ]>ær Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og farsæls komandi árs Þökkum ánægjuleg viðskipti á árinu sem er að líða. Sveinn Sigurbjnrnarson Jón Ragnor Óskarsson Eskifirði annars grænar, sagði ég. Já, við strákarnir skemmtum okkur aldeilis vel. Valur skaut nú á Þorra og hitti beint á nefið á honum. Stráksi rak upp ægilegt org, henti sér í snjóinn og greip fyrir nefið. — Nú sá ég til ]>ín. kellingin! kallaði Adda til Bjargar. Ég sá alveg grenilega, )>egar }>ú beygðir ]>ig niður. — Ég var bara að reima skóinn minn, sagði Björg. Geira var farin að stumra yfir bróður sínum. Hann hafði fengið, blóð- nasir. — Ég skal aldeilis segja mömmu. hverníg ]>ú hefur meitl Þorra. Þá lætur hún frænku ]>ína flengja ]>ig, sagði Geira. — Ég hef ekkert meitt Þorra. Ég hef ekkert verið að hrekkja, sagði aumingja Björg. — Af hverju kemur ekkert í ]>ig? spurði Adda og var afar náleg í málrómi. — Það veit ég ekkert. Ég er bara ekkert að hrekkja, svaraði Björg og var gráthljóð í röddinni. — Komdu bara Adda. Við skulum ekkert vera með henni, sagði Geira og lagði af stað út Bakkann með bróður sinn við hönd sér. Hann var snökktandi og hélt um blóðugt nefið. í ]>ví skaut Valur og hitti Geiru í hnakkann. — Voðalegur fantur ertu. Komdu Adda! kallaði Geira. Svo tóku Aljtýðusamband Austurlands óskar félögum sínum og annarri austfirskri alþýðu gleðilegra jóla og farsæls komandi árs HOOVER Ryksugur, þvottavélar, þurrkarar NEFF Eldavélar, gufugleypar, uppþvottavélar, ísskápar, frystiskápar KENWOOD Magnarar 2x4 rása, plötuspilarar, kasettutæki, hátalarar, hljóðnemar, heyrnartæki Fdlkinn hf. Suðurlandsbraut 8 Reykjavík 14 Austurland jólablað 1979

x

Austurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.