Austurland


Austurland - 23.12.1979, Síða 17

Austurland - 23.12.1979, Síða 17
ástandi í sjávarútvegi á Austfjörðum fyrir tiikomu íshúsanna á eftir- farandi hátt: „ . . ■ það er óhœtt að fullyrða, að frá því fyrst á vorin, að fiskvart varð, og þar til á haustin, að hœtt var vegna veðra og algjörs beititleysis, að alhtr helmingurinn af tímamtm varð ónýtur einungis fyrir beituleysi Austfirðingar voru fljótir að átta sig á hvaða gagn mátti hafa af íshúsunum. fshús Konráðs var reist 1895. en í grein í ísafold 5. tbl. 25. jan. 1896 kemur fram að ]?á voru ekki færri en átta íshús uppkomin eða í byggingu á Austfjörðum, öll byggð fyrir forgöngu og eftir fyrirsögn fsaks Jónssonar. Þessi hús voru á Mjóafirði. }>rjú á Seyðisfirði (Brimnesi. Búðareyri og Þórarinsstaðaeyrum), á Vopnafirði, Norðfirði. Fáskrúðs- firði og Eskifirði. íshúsin sönnuðu fljótt gildi sitt og reyndust hinar mestu gullkistur. Með tilkomu jæirra var hægt að geyrna beitusíldina í langan tíma og útgerðin var ekki háð samfelldri beituöflun allt útgerðartímabilið, Upphaf umsvifa Konráðs á Norðfirði f æviferilsskýrslunni getur Konráð ]’ess að hann hafi flutt frá Mjóa- firði til Norðfjarðar 1912, en ]>ess ber að geta að Konráð hóf umsvif á Norðfirði nokkru áður. Það var Iíklega árið 1905, sem ]>cir bræður Gísli Verbúðir og fiskreitir Konráðs í Mjóafirði. og Konráð Hjálmarssynir hófu rekstur fyrirtækis á Norðfirði, sem oftast gekk undir nafninu „Bræðraverslunin“. Þessi verslun þeirra bræðra starf- aði aðeins í u. p. b. tvö ár. Árið 1907 hóf Konráð Hjálmarsson rekstur versl- unar með eigin nafni á Norðfirði, en borgarabréf á Norðfirði og ]?ar með verslunarleyfi hafði hann fengið árið áður. Allt \>ar til Konráð fluttist til Norðfjarðar árið 1912 rak hann einnig fyrirtæki sitt á Mjóafirði. Stærstu skip Konráðs Eins og Konráð getur um í æviferilsskýrslunni var hann brautryðj- andi á sviði útgerðar gufubáta. Fyrri gufubáturinn, sem Konráð eignaðist var byggður í Bergen í Noregi 1898 og hét Reykir. Útgerð ]>essa báts eekk heldur erfiðlega og seldí Konráð hann til Noregs árið 1900. Mun þetta vera ein fyrsta tilraun til útgerðar gufubáts á íslandi. Ekki gafst Konráð upp við svo búið og lét byggja annan gufubát, nokkru stærri, í Hardanger í Noregi árið 1902. í ritinu Skútuöldin eftir Gils Guðmunds- son er sagt frá j>essu skipi, en það hét Súlan. Mun Súlan hafa haft gufuvél og segl til hjálpar. Var gufuvélin ekki stærri en svo, að með henni gekk skipið 6 sjómílur í góðu veðri. Konráð átti Súluna í ]>rjú ár og gerði hana út á porskveiðar með línu. Var fiskað á doríur frá skipinu. Árið 1905 seldi Konráð skipið. Var Súlan síðan í eign ýmissa aðila og var skipinu oft breytt og ]>að umbyggt. Súlan fórst ]>ann 10. apríl 1963 á leið frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur með um 700 tunnur af síld. Fimm menn fórust er skipið sökk. Skonnortuna þrímöstruðu. sem Konráð minnist á í æviferilsskýrsl- unni, mun hann hafa keypt, ásamt Páli Þormar Guttormssyni tengdasyni sínum, ]>ann 23. febrúar 1917. Var hún byggð úr jámi í Danmörku 1915, 161,91 tonn, og hafði skipið hjálparmótor. Kom skonnortan, sem hét Rigmor, fyrst til heimahafnar á Norðfirði í enduðum júnímánuði eft'r ævintýralega ferð. Lagði skipið upp frá Kaupmannahöfn pann 30. maí en ]>jóðverjar hertóku skipið og sást ]>að sigla um Eyrarsund undir pýsku flaggi. Heimsstyrjöldin fyrri stóð sem hæst um þessar mundir, en ]>jóð- verjarnir slepptu \>ó skipinu fljótlega. Um miðjan september árið 1918 sigldi Rigmor með Saltfiskfarm til Spánar. Þann 1. desember j>að ár var skipið statt í höfn í lbiza á Spáni og var ]>á eitt af fjórum íslenskum skipum sem fyrst flögguðu íslenska fánanum í erlendri höfn á fullveldisdegi j>jóðarinnar. í ]>essum sama mán- uði lestaði Rigmor salt í Ibiza, sem átti að fara til Færeyja. Eftir að skiplð sigldi frá Spáni lenti ]>að í óveðri og varð fyrir sjóskaða ofan]>ilja. Vegna skemmdanna varð að leita til hafnar í Portúgal og sendi skipstjórinn ]>aðan skeyti ]>ess efnis að skipið myndi sigla nýopnaða leið, en á }>essum tíma var verið að slæða tundurdufl frá heimsstyrjöldinni, sem )>á var nýlokið, og opna siglingaleiðir sem höfðu verið lokaðar á stríðsárunum. Þetta var ]>að síðasta sem fréttist af Rigmor, en menn gerðu sér í hugar- lund að skipið hefði rekist á tundurdufl og farist annaðhvort í lok desember 1918 eða í byrjun janúar 1919. Með skipinu fórst.öll skipshöfn- in. Fjórða skipið, sem Konráð minnist á í æviferilsskýrslunni, var byggt Skonnortan Rigmor ót Norðfirði. Austurland jólablað 1979 17

x

Austurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.