Austurland - 23.12.1979, Page 25
Kristinn V. Jóhannsson:
Eina vísu yrkja
var ég beðin
Ekki getum við Norðfirðingar státað af mörgum pjóðskáldum. Hér
eins og annars staðar hafa menn j>ó löngum lagt stund á að „yrkja ser
til hugarhægðar en hvorki sér til lofs né frægðar".
Hér á eftir fara nokkrar vísur eftir norðfirska hagyrðinga. Flestar
þeirra eru frá eldri tíð og höfundar |>eirra ýmist látnir eða brottfluttir.
Nokkrar vísur yngri manna fylgja með til að sýna að enn er ort og enn
leynast meðal okkar snjallir hagyrðingar.
Ég hef mikinn hug á að safna saman sem mestu af vísum og ljóðum
eftir Norðfirðinga og væri ]>ví J>ökk í að fólk, sem á slíkt í fórum sínum
hefði samband við mig.
Þessar vísur eru birtar í peirri trú, að J>að sé rétt sem ágætur norð-
firskur hagyrðingur, Óskar Bjömsson, sagði eitt sinn:
Fylgir ávcillt gagn og gaman
góðum, léttum stökum.
Þegar rímið rennur saman
réttum gripið tökum.
Jónas Þorsteinsson frá Harðangri var snjaj.l hagyrðingur. Hann orti
eitt sinn á hörðum vetri.
Fannir stœkka, freyðir hrönn
fenna góðar vonir senn.
Sannarlega bjargarbönn
brenni helst þó skortir menn.
Mjöllin kœfa mengi vill
mollan þyngist eigi holl.
Tröllum hæfir tíð'm ill
tolli hríðin þeim við koll.
F.n öll él styttir upp um síðir og vor tekur við af vetri.
Blómin fríðu þróast þétt
þekur víðir hjalla.
Róminn blíða lóan létt
lætur tíðum gjalla.
Yrkisefni Guðmundar Magnússonar (Munda Magg) eru svipuð.
Fyrsta vísan var ort í júnímánuði J>egar gerði öskubyl.
/ minni sál er allt í kafi
úti napurt veðrahrak.
Get ég til að guð nú hafi
gleymt að fá sér almanak.
Fuglar kvaka fögrum róm
fönnin burtu rýkur.
Um fiðlustrengi fingurgóm
fagra vorið strýkur.
María Bjamadóttir orti jöfnum höndum ljóð og lausavísur. Af miklu
er að taka en hér eru tvær góðar.
Brunnið geta borgir þær.
sem byggðn hendur manna.
En éldur grandað aldrei fær
anda hugsjónanna.
Stakan óðum tapar tryggð
týnast Ijóðavinir.
Auðga þjóð um íslands byggð
aðrir gróður-hlynir.
Einar Sveinn Frímann átti marga ðlíka strengi á ljóðahörpu sinni
eins og eftirfarandi vísur sýna.
Þitt blóð var heitt, en sál þín eins og ís
nú ertu dauður, kannski er þetta breytt:
Þitt blóð er kalt, þitt lík á fjölum frýs,
— en finnst ei sálu þinni nógu heitt?
„Elskið alla menn,“ kvað Mannsins sonur,
en mönnum þótti krafan nokkuð stór.
Þá sagði Fjandinn: „Elskið allar konur,“
og allir hlýddu. Síðan fór sem fór.
Týndu ei þinni léttu lund
lífs þó harðni slagur.
Enn mun rísa yfir grund
annar bjartur dagur.
Áður fyrr trúðu menn J>ví að til væm kraftaskáld og kannski em J>au
líka til. Sagan segir að Ingimann Ólafsson hafi eitt sinn verið á fæmm
hér suður með Síðunni. Hann dró upp smátitt, losaði hann af, henti færinu
út aftur og sagði:
Drottinn gefur gjafirnar
gamall dýrðarhrókur.
Þakksamlega þeginn var
þessi blöndulókur.
Allir vilja óska sér
eftir bestu vonum.
En geturðu ekki gefið mér
graðýsu með honum?
Það stóð á endum að lngimann hafði lokið kveðskapnum og sakkan
náði botni. Tók hann gmnnmál, fékk um leið gott viðbragð, dró færið
upp í flýti og innbyrti — spikfeita graðýsu.
Teitur Hartmann er landsþekktur hagyrðingur. Hann var málari að
iðn og eitt sinn málaði hann hús Kristins Ólafssonar bæjarfógeta. Þegar
Teitur kom að heimta verkalaunin var Kristinn ekki heima. Var Teiti
tjáð, að hann væri hjá séra Jakobi. Þegar Kristinn kom heim skömmu
síðar varð fyrir honum }>essi vísa með hendi Hartmanns.
Hér er engan aur að fá
una verður frestinum.
Fógetinn er farinn á
fyllerí með prestinum.
Kvöld eitt gekk hann inn í blómagarð og hugðist vökva )>ar blómin
lítíð eitt en var vísað út úr garðinum með óhefluðum orðum. Þá sagði
Hartmann.
Enga frekju, haf þig hægan,
heyrðu sannleikann:
Til að gera garðinn frœgan
gekk ég inn í hann.
Einhvern tíma voru ]>eir saman á Björgvin NK, Bjami Þórðarson,
Valdi Eyjólfs og Óskar Bjömsson. Valdi var kokkur, Bjami vélstjóri,
Óskar háseti. Einu sinni á útstími kemur Valdi upp og segir:
Kafteinninn og kokkurinn
á knerri saman stóðu vakt.
Ekki dvínar eldurinn
og ekki verður strikið skakkt.
Þeir fengu illsku veður í róðri eitt sinn og }>á sagði Valdi við Óskar.
Ef við náum heilir höfn
heiti ég á þig Skari.
Austurland jólablað 1979
25