Birtingur - 01.12.1954, Blaðsíða 2

Birtingur - 01.12.1954, Blaðsíða 2
vídda? Ef til vill eru öll okkar abströktu form (sem réttar væri að kalla konkret) náttúru- form. A sýningu minni finnast nokkrar myndir sem unnar eru undir áhrifum blóðugs nauta- ats. Þar hef ég ekki frekar en í öðrum myndum mínum leitazt við að eftirlíkja það sem fyrir augu bar, heldur reynt að seiða fram ríkjandi stemmningu, „atmosfæren“, hinar ofsafengnu andstæður forma og lita og það tilfinninga- stríð sem að baki liggur slíkum hildarleik. Ég hef ekki valið hlutunum form að hætti hinna „figurativu“, heldur reynt að gefa þeim líf á myndfletinum eins og þeir mótuðust í vitund minni. Áhrif hins ytri veruleika hafa gengið í gegnum ótal svið tilfinningalífs míns og drauma áður en þau fengu sinn lokabúning, silt form. Ég hef reynt að „konkretisera“ þær „abstraktionir“ sem kviknað hafa í vitund minni fyrir beina eða óbeina tilverkan vtri til- veru. Þar sem eftirlíkingu náttúrufyrirbæra líkur upphefst hin sanna list. Hamingja lista- mannsins felst í möguleikanum að geta fært þrá sína, gleði og sorg í listrænan búning. Ó- hamingja hans felsl í því að honum er ekki fært með hjálp forma og lita að sýna oss fyrr- nefnda eðlisþætti, þannig að þeir nemi staðar í eirðaleysi sínu. Þeir, sem ætíð reyna að skilja, reyna að finna eitthvað „út úr“ (eins og kallað er) nú- tíma myndlist, hafa hvorki nógu þroskaðan listasmekk né nógu heimspekilega afstöðu gagnvart henni, sjálfum sér og lífinu í heild. Ég geri ekki þá kröfu til neins þeirra áhorfenda mynda minna að þeir geti fyrirhafnarlaust sökkt sér niður í og notið hins margslungna tilfinningalífs míns, ástríður mínar, gleði og sorg, sem ég hef reynt að framkalla á mynd- fletina. En ])að er ósk mín að fyrrnefndir ein- staklingar komi á móts við mig, myndir mín- ar, áti fyrirfram ákveðinna skoðana og um- fram allt án hinna hvimleiðu smáborgaralegu fordóma á því sem af þjóðfélagsástæðum hef- ur ekki náð til þeirra hvorki sem eigri né nógu almennir sýningagripir í opinberu safni. Á öllum tímabilum sögunnar hefur fjöldinn verið illa upplýstur ekki aðeins um þjóðfélags- mál, heldur og um þýðingu og almennt gildi lista. Hann hefur ætíð gert og gerir enn þá kröfu lil listarinnar að hún sé vinsæl, það er að segja þóknist smekksvöntun hans og skilnings- leysi, daðri við meiningarlausan hégóma hans, segi honum það sem hann hefur þegar heyrt, sýni honum það sem hann er löngu orðinn þreyttur að sjá og dreifí hugsunum hans þegar hann er orðinn uppgefinn á sljóleik sínum. Or- sök þekkingarskorts og þröngsýninnar er að finna í úreltum þjóðfélagsháttum. Hver töfrast ekki af fögru landslagi án þess að skilja það? Hver h'efur ekki magnazt annar- legum tilfinningum fegurðar og ótta sem horft hefur á æðisgengið eldgos án þess að skilja það né hinar eðlisfræðilegu forsendur þess? Fegurðar á að njóta en ekki skilja. Það er svo óendanlega margt í náttúrunnar riki sem hríf- ur huga vorn, en vér reynurn ekki að skilgreina. — List getur heldur enginn skilgreint; væri það mögulegt fyndist engum nautn í að fást við listir. Eins og það er ómögulegt nema músik- ölskum manni að njóta tónlistar er það ógjörn- ingur nema optikölskum manni að njóta mynd- listar. Það er tilgangur vor sem „konkret“-myndir sköpum að þjappa saman í myndheildina (með þeim efnum sem hver einn kýs sér) allri þeirri dýpt sem hugur vor býr yfir og er í eðli sínu óaðskiljanlegur öllum náttúrulögmálum; að vera sem sannastir fulltrúar samlíðar vorrar, að vera í gegnum verk vor spegill aldarandans. Abstrakt-listin svokallaða er það víðfeðm að henni er fært að ala hina ólíkustu listamenn við brjóst sér. Hún gefur þeim ótakmörkuð tækifæri til að tjá hug sinn í gegnum hin marg- víslegu efni sem samtíðin fær þeim í hendur. Og hún er fær uin að fullnægja tilfinninga- og skynsemiskröfum hinna ólíkustu einstaklinga. En sú list sem byggist á sjónfræðilegum blekk- ingum (illusion) er fölsk og raunar engin list. Takmark vort hlýtur að vera það að minnka hið margnefnda bil sem sagt er að sé á milli 66 BIRTINGUR

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/822

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.