Birtingur - 01.12.1954, Blaðsíða 7

Birtingur - 01.12.1954, Blaðsíða 7
— Hvernig finnst yður? sagði hún. — Eg var að koma. — Þetta er hunangspartý. — Jæja? — Ég hélt að Asgrímur gæti ekki haldið svona partý. — Hvaða Asgrímur? — Þekkið þér ekki Ásgrím? Það er afmælið hans. Hann sá að konan var hneyksluð, er hún gekk frá honuin og yfir í hitt herbergið og hann fékk sér á ný úr glasinu, án þess að skála. Honum fannst ekki taka því, fyrst hann þekkti hvorki haus né sporð á neinum. — Mér fannst háborin skömm að Ásgrímur skyldi ekki vera sendur á Ólympíuleikana, maður með jafngóðan tíma í hundrað metrum, sagði einhver, er sat til hliðar. — Það er salt, sagði annar. Hún kom og bætti í glas hans og brosti til hans. — Hver er Ásgrímur? sagði hann. — Maðurinn minn. Hann er fertugur í dag. — Er hann góður í hundrað metrum? Harkið jókst í liinu herberginu og fólkið færði sig að portdyrunum. — Nú á að flytja ræðu, sagði konan. Hann saup á glasinu og horfði aftan á fólk- ið, sem stóð við portdyrnar. — Það hafa verið flultar þrettán ræður og guð má vita hve mörg ljóð, sagði konan. -— Þú hlýtur að skennnta þér, sagði hann. — Þetta er sú fjórtánda. Það sneru allir baki í þau og hann kyssti hana. Hún viidi það ekki, en svo hætti hún að vilja það ekki og hann kyssti liana lengi. — Heyrðu lagsmaður, sagði einhver við hlið hans. Hann leit upp og sá að allir horfðu á þau. Eg kann ekki við svona mannasiði, sagði röddin og honuin fannst hún vera mjög fjar- læg og í rauninni koma sér ekki við. Hann leil til mannsins, sem hafði talað. Þetta var frem- ur alúðlegur maður. — Láttu hann vera, Ásgrímur, sagði konan. Hann var rjóður í andliti, máske af því að eiga fertugsafmæli og af að hafa hlustað á þrettán ræður og.brot úr þeirri fjórtándu og nokkur ljóð. Einkum og sér í lagi af að hafa séð konu sína kyssa annan mann á þeirri dýr- legu stundu, að margir vinir heiðruðu hann mikillega. — Farið þér út, sagði Ásgrímur. Hann fékk sér úr glasinu og hélt áfram að horfa á Asgrím, eins og hann væri að gera sér frekari grein fyr- ir gráu hári hans og feitum búk og hvernig hann myndi hafa hlaupið. -— Láttu mig jafna um helvítið, sagði éin- hver. — Látið hann vera, sagði konan handan úr herberginu. Einhverjir höfðu fjarlægt' hana. Hann tók út úr glasinu. — Einn fyrir veginn, sagði hann og benti Ásgrími að hann vildi fá aftur í glasið. Það kom ókyrrð á fólkið. Hann vissi að úr þessu ínyndi hann ekki sleppa við barsmíð. — Eg segi yður enn að fara út, sagði Ás- grímur. —- Ég var að biðja um einn fyrir veginn, sagði hann og vildi fara að hraða þessu. — Þótt hann biði eftir því, kom það óvænt. Höggið lenti á vanga hans. Það var mjög ófag- mannlegl högg og hann sneri sér að árásar- manninum og sló hann. Maðurinn þeyttist yfir gólfið og settist afar hissa við fætur nokkurra kvenna, er stóðu við portdyrnar. Þá komu þeir margir og börðu hann og flugu á hann. — Því látið þið hann ekki vera? hrópaði- konan. Allt í einu fékk liann mjög kunnáttusamlegt högg. Hann lnökklaðist aftur á bak, lenti á hægindastól og steyptist uppfyrir hann. Það dimmdi, og þótt hann reyndi að láta ekki dimma huldi myrkrið hann algjörlega. Hann opnaði ekki augun um leið og hann fékk meðvitund. Hann hafði verk í maganum, þar sem þeir höfðu barið hann og honum fannst hann jiurfa að létta á sér. Svo yfirgnæfði hræðslan allt hitt. Hún kom i gusum og fór járnköld um blóð BIRTINGUR 71

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/822

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.