Birtingur - 01.12.1954, Qupperneq 10

Birtingur - 01.12.1954, Qupperneq 10
inni. Hún kom á eftir honum og há klöppin varpaði þungum skugga á þau. Hún fór úr loð- feldi sínum og breiddi hann yfir þau. Það rigndi mikið og vatnið kom í gusum fram af klöppinni og féll mátllaust til jarðar í skjóli hennar. Upplýst klukkuskífan í turni Sjó- mannaskólans var eins og tungl út í myrku regninu. Lögreglubifreið ók um Suðurlands- braut. Þau heyrðu sírenuvælið er hún fór hjá. Þeir voru enn að leita að Morrisbifreiðinni. Hún setti bifreiðina í gang. Rafleiðslurnar á kertin höfðu blotnað og hún varð að starta lengi, vegna bleytunnar á leiðslunum. Raf- straumurinn hreyfði varla startarann undir það síðasta. Þau óku upp úr gryfjunni og út Skipholtið. — Heldurðu að lögreglan sé enn að leita að okkur? sagði hún. — Það er líklegt, sagði hann. — Mér er alveg sama, sagði hún — en þér? — Mér líka. Þegar hún sveigði inn á Suðurlandsbraut fór vélin að hiksta. Það drapst á henni og hún reyndi að starta henni. Startarinn sneri vélinni nokkra snúninga og gat svo ekki hreyft hana. — Hann er rafmagnslaus, sagði hún. — Er til sveif ? — Hún er á gólfinu afturí. — Ég skal reyna að snúa. — Jæja, annars göngum við og skiljum bíl- inn eftir. Er þér ekki sama þótt þú gangir? — Mér er sama um allt — nema þig. Hún hló til hans og hann fór út og náði í sveifina. Hann gekk fram fyrir bifreiðina og kom sveifinni fyrir og gaf henni merki um, að hann væri til að snúa. Vélin var orðin heit og það hlökti í henni og það var létt að snúa henrii, en hún vildi ekki fara í gang. Á meðan hann sneri, heyrði hann fjarlægan dyn i bifreið, er kom neðan úr bænum. Hann hafði ekki heyrt lengi til hennar, þegar bjarmi af Ijósunum félj á hann. Bjarminn var mjög reikull og hann sá á Ijósflöktinu, að bifreiðar- stjórinn hlaut að vera mjög drukkinn. Hún sá einnig bifreiðina koma. Hún ramb- aði á milli vegbrúnanna, eins og hún væri stjórnlaus. Skyndilega varð hún afar hrædd um að bifreiðin Ienti á honum, þar sem hann var að snúa. Bifreiðin var kolnin mjög n'ærri og hún opnaði hurðina til að kalla í hann. Hún var stigin út með annan fótinn. Það gerðist mjög snöggt og hún áttaði sig ekki fyrr en hún lá á götunni. Hann var fastur á milli þeirra, þegar hún sá hann. Hann var meðvitundarlaus og lá fram á vélarhús Borrisbifreiðarinnar. Það rann blóð vélarhús Morrisbifreiðarinnar. Það rann blóð Hún rak upp hljóð og tók höndum fyrir andlit- ið. Hún heyrði mannamál í kringum sig, en vissi ekki hvort það voru menn úr bifreiðinni, sem hafði ekið á þau, eða menn úr bifreiðum, sem bar að í þessu og voru að losa hann. Þeir lögðu hann á götuna. Hún gekk til hans og mennirnir viku frá henni, svo hún kæmist að honum. Hún kraup við höfuð hans og lyfti því í kjöltu sína. Hún þorði ekki að líta af and- liti hans, því hún vildi ekki sjá hann kram- inn. Hann var ekki dáinn og hún sá hann var að fá meðvitund. Hún kveið því hann fengi fulla meðvitund; þá myndi hann finna mikið til og hún myndi ekki geta séð hann kveljast. Hann opnaði augun. Andardráttur hans var mjög hægur. Það var eins og hann sæi hana ekki og hún laut niður að honum. — Elskan, sagði hún. — Finnurðu mikið til? — Nei, sagði hann mjög lágt. — Get ég nokkuð gert fyrir þig? -—- Nei, ekki meira, sagði hann og brosti dauft. Hann þagði lengi og hún hélt að það ætlaði , að líða yfir hann. Svo sagði hann mjög lágt og mjög hægt. — Það má búast við slysum, akandi á rauðu ljósi. Nú og alllaí. Alltaf. Blóðið var hætt að renna úr munni hans og áugu hans voru lokuð. Kramið brjóst hans lyftist, eins og hann vildi 74 BIRTINGUR

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/822

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.