Birtingur - 01.12.1954, Blaðsíða 6

Birtingur - 01.12.1954, Blaðsíða 6
— Ég fer út og gef honum á snúðinn, sagði fyrri röddin. — Þú ferð ekki fet, sagði ferlíkið og tók rass sinn úr gluggakistunni. Það varð mikill hávaði og hann hlustaði á rifrildið út um opinn gluggann. Hann kallaði, þegar honum fór að leiðast og ekkert lát varð á rifrildinu. — Þið þarna skessur, kallaði hann. Honum var ekki svarað og hann heið þögull og blautur og hugsaði að bezt yæri að halda áfram. Hann var aleinn á götunni. Hann leit upp í gluggann og hann vissi strax að þetta hlaut að vera sú, er hafði hlegið og sungið um Grím. Hann brosti til hennar og nasavængir hans þöndust út, eins og hann vildi anda henni að sér. Hún hló til hans lágt og heitt og kurrandi. — Komdu, sagði hann. Hann gekk fast upp að húsinu undir glugg- anum. Það var mikill unaður að horfa í andlit hennar. — Komdu, sagði hann. Hann sá á herðum herinar að hún var enn að hlæja og það var verið að rífast á bak við hana. Andlit hennar var ókyrrt eins og gárað vatn, er brýtur heitar og gróskuþrungnar og ávalar hlíðar í spegli sínurn. Hann fann það yrði ljótt ef það sýndist kyrrt. Svona var það gott, í raun- inni mjög fagurt. — Komdu, sagði hann. Hann sá hún var hætt að hlæja. — Farðu ekki, sagði hún, Hann hallaði sér upp að veggnum og baslað- ist við að kveikja í vindlingi. Fólkið var hætt að rífast. Hann var mjög skj álfhentur, er hann skýldi eldinum í lófum sínum. Hún hafði ekki farið r kápu og kom lil hans fyrir húshornið, léttstíg og dálílið í herðunum og tyllti tánum á vota gangstéttina. Hún kom upp að honum og lrorfði á hár hans, síðan enn- ið og augun. Þau horfðust lengi í aUgu í drjúp- andi regninu. í snöggum vindsveip fauk dökkl hár hennar fyrir andlilið og hann tók utan um hana annarri hendi og kyssti hana og fann hár hennar á milli vara þeirra. Það var viðkunnan- legur ilmur úr því og það var þegar orðið vott af regninu. Hún var dálítið móð, þegar hann sleppti henni og hann sá að það var hlátur í augum hennar og í kringum munninn. — Þetta máttu ekki gera, sagði hún. — Hver má gera hvað? — Ekkert. Enginn neitt. Enginn má gera neitt, sérstaklega við giftar konur. — Þú lýgur. — Nei, og tvö börn. Hvað segirðu um tvö börn? — Það sér ekki á þér. — Þakka þér fyrir, hvíslaði hún. Hún hafði strokið hárið frá andlitinu og nú kyssti hann hana upp við húsvegginn og kom allur upp að henni og hún var orðin næstum eins vot af regninu og hann. — Ég veit þú átt prýðisbörn, sagði hann fast við eyra hennar. Hún svaraði ekki. — Hvað hefur orðið af konunni minni? var sagt inni í húsinu. — Er maðuririn þinn þarna? — Við skulum koma inn. — Ekki fyrst hann er þarna. — Það gerir ekkert. Þau fóru inn í garðinn og á hak við húsið. Þau gengu upp timburtröppur og inn í sér- byggt anddyri og síðan upp meiri tröppur og inn í gang. Hann fór úr frakkanum í myrkrinu í ganginum. Bifreið fór á mikilli ferð niður götuna um leið og konan opnaði dyrnar. Það var töluvert af fólki í herberginu og meira í öðru herbergi við hliðina. Það heilsaði honum einn maður, aðrir lélu hann afskiptalausan og hann fann andúð þeirra. Maðurinn, sem heilsaði honum, hrosti kalt til hans. Konan rétti honum glas og hann gekk í gegn- um portdyrnar og inn í hitt herbergið og kink- aði kolli til fólksins. Hann skálaði við eldri konu. Honum sýndist hún geta átt verzlun. Konan lyfti glasi og gekk lil hans. 70 BIRTINGUR

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/822

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.