Birtingur - 01.12.1954, Blaðsíða 9

Birtingur - 01.12.1954, Blaðsíða 9
kalla. Hann heyrSi ekki hvað maÖurinn sagði fyrir dunum vélarinnar. Hún ók hratt niður Laugaveg. Sinnti ekki umferðamerkjum hjá Skólavörðustíg né Póst- hússtræti og ók í gegn á rauðum ljósum á báðum gatnamótum. Bifreið kom eftir Pósthús- stræti og lenti upp á gangstétt hjá Landsbank- anum, þegar bifreiðastjórinn reyndi að forða árekstri. Hann bölvaði Morrisnum hroðalega, sitjandi fölur í bifreiðinni uppi á gangstéttinni. Lögregluþjónn þeytti blístru sína ofsalega og veifaði henni að stanza. Hún knúði bifreiðina á of mikilli ferð inn í Aðalstræti.. Hann hélt þau myndu lenda á hliðina. í beygjunni lyftist bifreiðin og vóg salt, unz hún skall niður á öll fjögur. Hún sveigði inn í Hafnarstræti á engu minni ferð. Tveir lögregluþjónar ætluðu að stöðva hana í Hafnarstræti. Hún hægði ekki férðina og þeir stukku frá og forðuðu lífi sínu. Þau sögðu ekki neitt og bifreiðin þeyttist inn Hverfisgötu á æsiferð. Inn hjá Mjólkurstöð heyrðu þau sírenuvæl- ið. Hún brosti til hans og hann fann að henni leið mjög vel með þá á hælunum og hann við hliðina og veizlu að baki. Hún slökkti Ijósin og beygði upp í brekkuna, ók inn Skipholtið og niður í gryfjuna við Sjómannaskólann. Þau heyrðu sírenuvælið æða áfram eftir Suður- landsbraut. Hún ók bifreiðinni í stóran hring og stöðv- aði hana undir hárri klöpp fyrir neðan skól- ann. Þegar hún hafði stöðvað bifreiðina, lagði hún höfuðið frain á stýrið. Hann langaði skyndilega í eitthvað að drekka. — Segðu eitthvað, sagði hún með höfuðið hvílandi á stýrinu. Hann vissi ekki hvað hann átti að segja og langaði ekki til að segja neitt heldur. — Segðu eitthvað, sagði hún og velti höfð- inu, eins og hún kenndi sársauka. Hann leit til hennar. Og meðan hann horfði á hana, hugs- aði hann hve hún var honum framandi; hve hún hafði komið alein til hans út úr nóttunni og regninu. Og nú var þetta ekki lengur neitt, ekkert. Þeir máttu sjálfum sér um kenna þessir tyrðlar, dusilmenni og beinasnar að hún fór með lionum. Menn áttu að gæta að móðureðli þeirrar konu, er kastaði vernd sinni á blautan reikunarmann um nótt, þegar sæ skefur af Faxaflóa og regn drýpur af upsum votra húsa. — Þú ert hetja, sagði hann á meðan hann hugsaði um óumberanlegt móðureðli hennar. — Og fórnfús, eins og allar hetjur. Þú hefðir ekki átl að koma. Hann fann þetta síðasta var ósanngjarnt. Hann hafði viljað hún kæmi, en ekki að hún kæmi með börðuin manni til að gleðja hann þess vegna. — Þegiðu, þú ert viðbjóðslegur smjaðrari, eins viðbjóðslegur smjaðrari og allir hinir. Þú ert lietja, hermdi hún eftir honum. Hann var mjög skýr í höfðinu og honum fannst leiðinlegt að hafa sagt þetta. Hann heyrði að hún var farin að gráta. Hún grét mjög hljóðlega með höfuðið álútt yfir stýrínu. Hann tók um herðar hennar og færði hana að sér. Hann tók undir höku hennar og lyfti andliti hennar og kyssti hana. Það var seltu- bragð af vörum hennar. Hann tók annarri hendi um hné hennar og strauk það. — Elskan, sagði hann. Hann færði höndina ofar og strauk henni. Hann kyssti hana um allt andlitið og það var sellubragð af augum hennar og vöngum. Hún hafði lágan ekka. — Gráttu ekki elskan, sagði liann. Hún saug upp í nefið og var mjög hlý upp við hann. Hún færði fætur sína að honum og þau settu gírstöngina í afturábak, svo þau gætu verið fast upp við hvort annað í framsætinu. — Það er ekki hægt hérna, hvíslaði hún. — Við hefðum átt að vera í stærri bíl, sagði hann. Hún hló og hann fann að varir hennar skulfu af hlátrinum á meðan hann kyssti hana. Þær héldu áfram að skjálfa, þótt hún hætti að hlæja. — Þetta þýðir ekki fyrir þig. Þetta er ekki hægt svona, sagði hún. Hann opnaði hurðina og fór út. Iiann lagði frakka sinn á vota mölina við hliðina á bifreið- BIRTINGUR 73

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/822

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.