Birtingur - 01.12.1954, Blaðsíða 13

Birtingur - 01.12.1954, Blaðsíða 13
komið fyrir); í öðru lagi styrkir. Ráðstöfun þessara tvennskonar fjárveitinga ætti ekki að vera í höndum sömu aðila. Varðandi skáld og rithöfunda gæti fyrri heildarflokkurinn t. d. verið í höndum íslenzkudeildar háskólans, menntamálaráðs eða Hins íslenzka bókmennta- félags, e. t. v. meira og minna sameiginlega. Styrkjunum væri hinsvegar ráðstafað af ár- lega kosinni nefnd, sem valin væri af eftirtöld- um aðilum, einum fulltrúa frá hverjum: menntamálaráðuneytinu, íslenzkudeild háskól- ans, RHhöfundafélagi íslands, Félagi íslenzkra rithöfunda og ríkisútvarpinu. — Óhæfa er það einnig, að styrkþegar séu skyldugir að telja fjárveitinguna fram til skatts eins og nú er, og ætti slíkt ekki að koma til mála. Ekki ætti held- ur að hafa'það ákvæði, að menn skuli sœkja um veitingu af fyrrtalda flokkinum, því það væri hlálegt. Hinsvegar væri ekkert sjálfsagð- ara en menn væru látnir sækja um styrkinn og þá jafnframt óskað eftir því, að þeir gerðu grein fyrir verkum sínum, fyrirætlunum og á- stæðum sínum almennt í aðalatriðum. Styrk- veitingin væri síðan miðuð við fjárhagslega þörf auk verðleika fyrir þegar birt verk. Af sjálfu leiðir, að upphæðir styrkjanna hlytu að verða misjafnar; og einnig mælir ekkert á móti því, að fleiri en einn „flokkur“ sé hafður við veitingu heiðurslauna. Aðalatriðið er, auk rýmri fjárveitingar í heild, að skiptingin sé ó- pólitísk og að gerður sé greinilegur munur á þessum tveim höfuðflokkum. Um fjárveitingu til tónlistarmanna, mynd- listarmanna, leikara og e. t. v. annarra lista- manna, finnst mér gegna sama máli í meginat- riðum. En sjálfsagt væri, að úthlutunin til þeirra væri í höndum annarra og þó samsvar- andi aðila. Reykjavík, 27. apríl, 1954, Elías Mar. Að mínu áliti ættu listamannastyrkir að vera tvenns konar, annars vegar eins konar heiðurs- laun og hins vegar beinir styrkir með nokkru tilliti til efnahagsástæðna. Einungis viðurkenndustu listamenn okkar ættu að hljóta heiðurslaun þessi og ekki fleiri en 12 í senn. Síðartalda styrkinn ættu efnilegir listamenn að fá, mismunandi háan eftir áliti því sem þeir njóta hjá fremstu mönnum, efna- hag þeirra og aldri. Þá ætti einnig að veita sérstaka styrki fyrir einstök hugverk, þannig | að þeir, sem t. d. gæfu út ritverk, hefðu mynd- listarsýningu eða semdu tónverk á umliðnu ári, fengju sérstakan styrk að því tilefni. Styrkirnir ættu að vera hærri en nú. Að öðru jöfnu ættu yngri menn en 35 ára að vera í sama flokki og enginn yngri en 30 ára að geta hlotið styrk tvö ár í röð, nema um sérstakar ástæður væri að ræða. Úthlutun styrkja ætti að haga þannig: Heið- urslaun yrðu úthlutuð af 5 manna nefnd, sem þannig væri skipuð: Einn tilnefndur af Banda- lagi ísl. listamanna, einn af Háskóla íslands, einn af Blaðamannafélagi íslands og tveir kosnir af Alþingi. Þessi nefnd kvæði síðan fimm þeirra manna til, er heiðurslaun hljóta og síðan úthlutaði þessi 10 manna nefnd lista- mannastyrkjunum. Þá fyndist mér, að nefnd þessi ætti einnig að úthluta námsstyrkjum þeim til listamannaefna, sem Menntamálaráð úthlut- ar nú, svo og námsstyrkjum samsvarandi þeirri upphæð, sem veitt er á fjárlögum til einstakra listamanna til framhaldsnáms, jafnvel svo ár- um skiptir. Mér kemur ekki til hugar, að sú úthlutun, sem þannig yrði hagað myndi ekki sæta gagn- rýni, því slík nefnd verður aldrei til, að hún yrði ekki gagnrýnd svo vandasamt og vanþakk- látt yrði hlutverk hennar, en einkum ætti henni að takast betur en ella ef listamennirnir fást til samstarfs. _ , » , Gunnmugur Poroarson. f-----------------------------------------------N Lúðrasveitin SVANUR Hljómsveitarstjóri: Karl O. Runólfsson Aðstoðar við útiskemmtanir. Einnig í lengri og skemmri ferðalögum. Upplýsingar í síma 7252 og 80898 V_______________________________________________J 77 BIRTINGUR

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/822

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.