Birtingur - 01.12.1954, Blaðsíða 4

Birtingur - 01.12.1954, Blaðsíða 4
% ið af óréttmætri andúð sinni á-Heiðveigu („Ó, þetta barn!“) og Gína sér hilla undir fyrirgefn- ingu og heimilisfrið að nýju („Þarna sérðu, Ekdal!“) — einmitt þá dynur ógæfan yfir — eins og ávallt í leikritum Ibsens —: Heiðveig skýtur sig í örvilnan; barnið — fulltrúi hrein- leika, sakleysis, göfgi, flekklausrar fórnarlund- ar — er hrakið í dauðann, og allir sem eftir lifa eru meira eða minna sekir um dauða þess, niðurbrotnir menn. Það er allt sem vannst með þessu róti í fortíðinni og innheimtu hinnar ó- mannlegu hugsjónakröfu. „Jeg mener at vi har alle sammen ikke noget andet og bedra at göre end i ánd og sandhet realisere os selv,“ segir Ibsen í bréfi um það leyti sem Villiöndin var samin. Orðin varpa ljósi yfir niðurstöðu leik- ritsins. Sýning Þjóðleikhússins á Villiöndinni eftir Henrik Ibsen er meS þeim brag sem ætti að vera á sérhverri sýningu í þjóðleikhúsi: Sígilt verk eins öndvegishöfundar leikbókmenntanna í snilldarþýðingu (Halldórs Kiljan Laxness) sett á svið undir stjórn einhvers hæfasta leik- stjóra sem völ er á til þessa yerks (Gerd Grieg), valinn leikari í hverju hlutverki (Gestur, Reg- ína, Katrín Thors, Lárus, Jón Aðils, Valur, Arndís, Indriði, Róbert, Klemens, Ævar, Bald- vin, Valdemar, Lárus Ingólfsson og Þorgrím- ur Einarsson), búningar og allur sviðbúnaður einkar vönduð. Hvergi er syndgað upp á náð- ina — eins og amatörleiklist getur einatt leyft sér án verulegrar áhættu og allt of oft hefur verið gert í Þjóðleikhúsinu. Eiginlega er sýn- ingunni ekki áfátt í neinu. Og þó væri þýðingarlaust að hræsna: Það var eitthvað sem vantaði. Það var eitthvað sem vantaði á, að þetta væri sú upphafna undur- samlega list sem við þráum að lifa í leikhúsi;. mig tók það reglulega sárt, því ég átti ekki von á neinu minna. Ég veit ekki íyllilega hvað þessu veldur. En hversu fjarstæðukennt sem það kann að þykja, liggur mér við að skella skuldinni á leikritið. Bygging þess er svo listilega hárnákvæm (arti- ficiel), að maður hrekkur hvað eftir annað 68 upp við kalda athugasemd hinnar vakandi gagnrýni: þetta er of vélrænt, of konstrúerað. Auk þess er einhver veila í tveimur aðalpersón- unum frá hendi höfundarins: Gregers Werle og Hjálmari Ekdal. Vitað er að í frumgerðum Villiandarinnar hafði Ibsen hugsað sér Gre- gers eins konar andlegan sælkera, sem hefur yndi eða hálfsjúklega nautn af að grípa inn í líf Hjálmars og umturna því. í endanlegri gerð leikritsins er Gregers orðinn strangur siðapost- uli, ósveigjanlegur hugsjónarukkari með of næma afsláttarlausa samvizku, en verður ekki alls kostar sannfærandi í þeim eðlisham held- ur. Iljálmar Ekdal er hvorki hrein-tragísk, al- kómísk né tragíkómísk manngerð og verður af þeim sökum dálítið tætingslegur: stundum djarfar fyrir góðlátlegri sjálfshæðni í orðum hans og æði, en hitt veifið er hann einfeldnings- leg sjálfsblekking uppmáluð. Ibsen hefur vafa- laust verið þetta ljóst, því fyrir frumsýninguna í Kristiania teater mælir hann svo fyrir, að Hjálmar Ekdal megi ekki leika „med noget slags parodisk i udtrykket, ikke med spor av bevidsthed hos skuespilleren om at der i yttr- ingerne ligger noget sem helst af komisk an- strög.“ r Það kom ekki á óvart, að leikstjóri og leik- arar leystu verk sitt af höndum með mikilli prýði. En þar eð þessar línur áttu aðeins að vera stutt spjall um leikritið og heildaráhrif sýningarinnar, verður ekki vikið að einstökum atriðum í Ieik né leikstjórn. Með sýningunni á Villiöndinni er rétt stefna mörkuð í starfi Þjóðleikhússins. Því er nokkur vandi á höndum að halda þeirri reist sem er yf- ir þessari sýningu. Þeim vanda eru leikstjórar, leikarar og aðrir starfsmenn leikhússins vaxn- ir. Þess vegna verða þeir að fá að beita kröft- um sínum að verðugum viðfangsefnum í fram- tíðinni. Sæmd leiklistarinnar, leikaranna og leikhússins krefst þess — og verði leikhúsgest- um ekki gefinn kostur á öðru en því bezta, munu þeir fljótlega læra að meta það og hætta að líta við léttmetinu. E.B. BIRTINGUR /

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/822

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.