Birtingur - 01.12.1954, Blaðsíða 8

Birtingur - 01.12.1954, Blaðsíða 8
hans. Honum fannst hann hafa mýrarrauða í munni og nösum. Það voru deplar úti í augna- lokunum; smáir hestshófar, er ultu um í kvikri hringiðu, fyrst ljósrauðir, síðan rauðbrúnir. Hvítir glampar innan um stirndu rauða kvoð- una, líkt og glytti í fægðar skeifur gegnum vot- an leir. Glamparnir jukust og urðu alls ráðandi og hvirfill hringiðunnar ætlaði að sprengja höfuð hans. Hann opnaði augun skyndilega. Honum fannst birtan afar skær, en þó kyrr og allt að því ástúðleg. Þegar hann leit upp stóðu þrír menn yfir honuin og hann heyrði lágt kjökur yfir í hinu herberginu. — Þið eruð svín og ég hata ykkur. Ég hata ykkur og ég gæti drepið ykkur, sagði konan í gegnum kjökrið og þá vissi hann að það var hún, sem var að kjökra. Honum var mjög brátt og hann hugsaði hvort menn, sem væru barðir, þyrftu eins bráð- nauðsynlega að létta á sér og hann á þessari stundu. Þeir færðu sig nær honum, þegar hann stóð á fætur. Hann sá að þá langaði ekki til að berja hann, en þeir vildu að hann færi úr húsinu. Honum var heldur ekkert á móti skapi að yfir- gefa þessa veizlu og hann hugsaði um hvort konan myndi koma með honum. — Farðu út, sagði einn þeirra. — Mínir herrar, það er sjálfsagt, sagði hann. Þeir urðu mjög skringilegir í framan við svö vandað ávarp. Hann gekk í gegnum portdyrnar og fram í hitt herbergið. Konan leit upp úr höndum sín- um, þegar hann kom framfyrir og hann sá að hún hafði grátið. Hann brosti til hennar og var dálítið stirður í kjálkunum eftir höggið. Hann fann nú ekki lengur til í maganum og hann kenndi einskis nema stríðleikans í kjálkunum. Konan stóð upp. — Ég kem með þér, sagði hún. — Út maður — út með þig, sagði Ásgrím- ur. — Ég fer með honum, sagði konan. — Jesús minn og almáttugur, hvað þetta er voðalegt, sagði kona yfir í hinu herberginu og fékk afsvif. i — Ut úr húsinu, maður, sagði einhver. Það var ýtt á hann. Hann fór fram á ganginn og fálmaði eftir kveikjaranum. Hann fann ekki kveikjarann, svo hann hirti ekki um að leita að frakkanum í myrkrinu. Hann paufaðist nið- ur stigann og út í anddyrið og niður timbur- tröppurnar og út í húsagarðinn. Hann varð máttaus í hnjáliðunum, er hann kom út úr húsinu. Það rigndi enn og hann fann fljótt, að hann var frakkalaus. Hann var orðinn að mestu allsgáður og langaði ekki í meira að drekka. Regnið varð ofsalegra og hann bretti jakka- kraga sínum upp og gekk lengra út garðinn í áttina til götunnar. Hann heyrði umgang inni í liúsinu og stanzaði því hann bjóst við, að einhver væri að koma með frakkann. Útidyrn- ar voru opnaðar, en hann sá ekki hver það var. — Hér er frakkinn þinn, sagði konan. Hann fór í frakkann og horfði þakksamlega til hennar. — Það rignir, sagði hann og fann um leið, að þetta var mjög fátæklega sagt. — Ég skal aka þér heim, sagði konan. — Rósa, kallaði Ásgrímur inni í húsinu. Hann kom út í dyrnar og horfði á þau. — Farðu ekki, Rósa, sagði hann, standandi í dyrunum. — Komdu, sagði konan lágt og ofsalega og þrýsti sér upp að honum. Hann vissi að hann brygðist henni ef hann færi ekki með henni. — Helvítis stóðmerin þín, sagði Ásgrímur. Þau gengu fyrir húshornið og út á gangstétt- ina og yfir götuna og að litlum Morris. Hún opnaði bifreiðina og settist inn og opnaði fyrir honum að innanverðu hinumegin. Ásgrímur var kominn út á gangstétlina. Hann sýndist mjög litill i fölri birtunni og regninu, er féll þrálátlega á gráan koll hans. — Rósa, sagði hann. Hún ræsti vélina. Gaf henni mikið benzín. Hann leit yfir til Ásgríms og sá að hann var að 72 BIRTINGUR

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/822

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.