Austurland - 23.12.1981, Síða 3
*
Agúst A. Pálmason:
Fransmannaöldin á Norðfirði
Agúst Alfons Pálmason fæddist í Nes-
kaupstað 23. ág. 1899. Foreldrar hans voru
hjónin Ólöf Stefánsdóttir og Pálmi Pálma-
son, kaupmctður. Hér í hæ vann Ágúst
Alfon.s einkum að verslun. Hann tók um-
talsverðan þátt í opinberum málum og sat
ttm skeið í hæjarstjórn. Fluttist til Reykja-
víkur 1939 og hefur átt þar heima síðan.
Kona hans, Sigrún Stefánsdóttir, kaupm.
Stefánssonar er láitin fyrir skömmu.
Flandrarar
Flestir Austfirðingar. sem fæddir eru um og eftir aldamótin, kannast
við hina frönsku fiskimenn, er leituðu hafna á Norðfirði og víðar. allt fram
á þriðja tug aldarinnar. Þá höfðu þeir stundað veiðar við Vestfirði og síðar
við Suðurland. Þeir voru tíðir gestir á Austfjörðum á vorin og frameftir
sumri.
Þeir gengu jafnan undir nafninu „Flandrarar“. Það minnir á
nafnið Flandern. sem er landsvæði á landamærum Frakklands og Belgíu.
Eftirtektarvert er. að lang flest þessara frönsku skipa voru frá jjessum
nyrsta hluta Frakklands. Nefna mætti Dunkerque og Gravelin, eða frá
jæim hluta Flandem. sem endanlega féll Frökkum í skaut,
Mörg skip voru einnig frá Bretaníuskaga, Pompólamir. Þeir voru
mjög ólíkir þessum norðanmönnum. Þeir töluðu sitt sérkennilega mál. sem
aðrir Frakkar skildu lítt. Sagt er mér, að lítill hluti þessara manna kunni
frönsku, enda munu þeir vera af keltnesku bergi brotnir, en munu á sínum
tíma hafa verið hraktir frá Bretlandi yfir á Bretaníuskaga endur fyrir löngu.
Suimanmenn og Norðanmenn
Skip Pompóla voru skonnortur og mér þóttu j?ær mjög fallegar, er
þær sigldu fullum seglum út og inn fjörðinn. Ég mun hér kalla þessa Frans-
menn Sunnanmenn, en hina Norðanmenn.
Mörgum fannst, að í hópi Norðanmanna bæri á svipmóti norrænna
manna. Ekki fannst mér mikið bera á j>ví, en einstaka maður liktist }>eim
og pá einnig íslendingum. Til gamans læt ég fylgja hér með smáskrítlu,
er þetta staðfestir.
Franski-Gvendur
Þegar Fransmenn komu að landi var ekki nein furða J>ótt j>eir væru
búnir að fá leiða á harða brauðinu. Þá lá leið j>eirra í bakaríið til j>ess að
kaupa sér ný brauð. Við strákamir vorum eitt sinn beðnir að fylgja Frans-
manni í bakaríið. Okkur ]>ótti Fransmaðurinn mjög líkur manni. er við
höfum mestu mætur á. Sá hét Guðmundur Jónsson. Strax gáfum við
J>essum Flandrara nafnið Franski-Gvendur.
Á leið okkar í bakaríið mættum við konu einni, sem við höfðum
mestu mætur á. Nú spurðum við hana hvort hún kannaðist nokkuð við
j>ennan mann. Svar hennar var stutt en ákveðið: „Almáttugur! Guðmundur
Jónsson".
Þess verður að geta, að Guðmudnur var látinn pá fyrir stuttu.
Rollo víkingahöfðingi
Eins og öllum er kunnugt herjuðu norrænir víkingar mjög á Frakk-
land, eins og reyndar víða í Vestur-Evrópu og allt inn í Miðjarðarhaf og
munu hafa ógnað sjálfu Rómarveldi. Bretar fóru heldur ekki varhluta af
heimsóknum víkinga. Sá víkingahöfðingi, sem við íslendingar höfum ein-
hverja sagnir af. er hinn herskái víkingur, sem við köllum Göngu-Hrólf.
Færeyingar hafa kveðið sínar rímur um garp }>ennan, en svo merkilega
vill til, að Norðmenn og Danir vita sáralítið um )>ennan höfðingja, sem j>ó
Franskar skútur á Norðfirði um 1920. — Ljósm. Björn Björnsson.
J
mun af j>eirra ættum kominn. Dálítið hef ég eftir frönskum heimildúm, en
lýsing j>cirra á framferði víkinga J>ar, er vægast sagt ófögur.
Víkingarnir héldu skipum sínum upp fljót Frakklands, en fólkið, sem
bjó á fljótsbökkunum, lagði á flótta, er J>að sá hin rauðröndóttu segl og
drekahausana í stafni skipa j>eirra. Þegar ég las um framferði víkinga í
Frakklandi, varð mér hugsað til Tyrkjaránsins hér á landi og mun j>á
langt jafnað.
Mér er sagt, að í umsátrinu um París 886 hafi víkingar verið með um
100 skip, en víggirðingar Frakka voru öflugar og urðu vikingar frá að
hverfa. Erfiðir hljóta }>eir ]>ó að hafa verið Frökkum og má ætla, að ekki
hafi J>að komið til af góðu, að Karl konungur III, sem einnig bar viður-
nefnið hinn heimski, eftirlét Hrólfi og félögum hans hið góða landssvæði
Normandi. Víkingahöfðinginn var í Frakklan.di kallaður Rollo.
Sagt er, að Karl konungur hafi gefið Rollo dóttur sína, en ]>að bendir
til }>ess, að samkomulagið hafi eigi verið í alla staði afleitt.
Einnig er sagt, að víkingar hafi tekið kristna trú, lagt frá sér vopnin
og gefið sig að ræktun j>essa góða lands. Af ýmsu má pó ráða, að eigi hafi
vopn þeirra verið fjarlæg mjög.
Aðal bækistöð víkinganna mun hafa verið í Rúðuborg. Nafn j>essarar
borgar er manni pó minnisstæðara í sambandi við hina hörmulegu atburði,
er heilög Jóhanna var j>ar dæmd til lífláts og brennd á báli. Bretar réðu
]>á fyrir ]>essu landssvæði.
Menn rekja ættir Rollos fram til Vilhjálms bastarðs, og sjálfsagt
lengra.
Þrátt fyrir ýms j>au ofbeldisverk, er víkingar unnu í Frakkiandi, eru
}>eir í augum okkar sveipaðir einhverjum hetju- og frægðarljóma. Að menn
á þessum slóðum beri enn svipmót víkinga, verður samt að teljast nokkuð
iangsótt.
Austurland jólablað 1981
3