Austurland


Austurland - 23.12.1981, Page 9

Austurland - 23.12.1981, Page 9
Til óbyggða Jamtalands ylir Norður-Svíþjóð „Sendið mig norður í Svíþjóð ena köldu, Syrgis- í dali, frosti og þokum kvöldu, þar sem að enginn geisli sólar glœðir, graslausar hæðir“. Svo kvað Grímur Thomsen, er hann þýddi „Integer vitae,“ eftir latneska skáldið Horatius. Þannig virðist hann hafa hugsað sér hina nyrðri hluta Svíþjóðar. Hvort hann hefur fengið þessa hugmynd úr forn- aldarsögum, ellegar þetta er aðeins orðaleikur skálds til þess að bregða upp mynd af nöturlegu landi, þar sem orðið Svípjóð er notað vegna rímsins, skal ósagt látið. En mér hefur lengi verið vísa Jjessi tungutöm og fyrir því kom hún upp í huga mér enn einu sinni, er ég var á leið til Norður-Svíþjóðar í fyrsta skipti á ævinni í september síðastliðnum. Við komum til borgarinnar Umeá, höfuðborgar Vestrbotnsléns, en hún er gjaman kölluð bjarkaborgin vegna þess, að þar eru trjágöng úr björk meðfram öllum helstu aðalgötum. í þetta sinn skörtuðu þær sínu fegursta í haustskrúði og maður sá vart, að þetta væri borg, heldur fannst honum hann vera staddur úti í skógi, J>ar sem einhverjar húsaraðir væru faldar í skóginum. Þarna vom a. m. k. engar graslausar hæðir, svo að eitthvað hefur Grími gamla förlast. Umeá Þetta er 90 pús. manna borg og nú er hún í hröðum vexti J?ví að J>ar var stofnsettur háskóli fyrir Norður-Svíþjóð fyrir fáum ámm og í námunda við hann er líka stærsta deild sænska skógræktarháskólans, sem sett var J>ar, Jægar stofnanaflutningamir miklu áttu sér stað fyrir skemmstu. í háskólahverfinu em geysimiklar byggingar, fallegar og haganlegar, en }>etta hverfi er í útjaðri borgarinnar við skógarjaðarinn, sem sýnist endalaus. Með tilkomu j>essara háskóla hófust miklir flutningar á atgerfi frá Stokkhólmssvæðinu til Norður-Sví}>jóðar, og bar mönnum saman um, að }>eir hefðu mikla }>ýðingu fyrir landshlutann. f skógræktarháskólanum starfar að meiri hluta ungt fólk. Mér sýndust flestir prófessorar, sem ég hitti, vera um eða rétt yfir J>rítugt og í j>eirri stofnun ríkti mikill eldmóður, sem einkennir landnámsmenn. Ég spurði, hvemig stæði á }>essum miklu birkitrjágöngum í borginm. Svarið var á pá leið, að um aldamótin brann Umeá, sem pá var mestmegnis með timburhúsum. Þegar borgin var endurreist, ákváðu yfirvöld að gróðursetja birkitré meðfram helstu götum sem vöm gegn eldi. En lauf- skógur hefur J>á náttúm, að skógareldur stöðvast við hann. Aftur á móti flýgur hann gegnum barrskóg. Yfir Svíþjóð þvera Erindi mitt til Umeá var að sitja fund skógræktarmanna af Norður- löndum. Stóð fundurinn hálfan annan dag. Mér )>ótti )>að löng ferð fyrir lítið og spurði J>ví sænska vini mína og samstarfsmenn, hvort }>eir gætu ekki greitt fyrir mér að sjá ýmsar furður í landi )>eirra norður )>ar. Mér lék sérstakur hugur á að sjá fræga lerkiteiga langt uppi í landi. en hafði Texti og myndir: Sigurður Blöndal jafnframt hug á að kanna land )>etta, sem Grímur hafði lýst svo kaldrana- lega forðum. Svíar hafa mér reynst einhverjir gestrisnustu menn, er ég hef sótt heim, og }>eir vom j>að svo sannarlega í )>etta sinn. Mér var fenginn bíll og ungur skógvísindamaður með )>eim fyrirmælum að aka mér hvert, sem mig lysti í pá tvo daga, er ég hafði til stefnu. Ákveðið var, að við færum fyrst inn í mitt landið að skoða einn af )>eim frægu lerkiteigum, sem ég hafði látið í ljós áhuga á að sjá, en af honum eigum við nú hundruð þúsunda afkvæma á íslandi. Síðan skyldum við fara inn í óbyggðir Jamtalands nálægt landamæram Noregs gegnt Þrændalögum og skoða fræga tilraun með margar erlendar trjátegundir, sem til var stofnað á J>riðja áratug )>essarar aldar. Fátt gat verið mér hugleiknara. Hér gafst mér einstakt tækifæri til að líta yfir )>ær graslausu hæðir, sem Grímur nefndi. Bæir, sem bera kvennanöfn Við Bengt Andersson, hinn ungi skógvísindamaður, sem stýrði ferð- inni, lögðum af stað frá )>orpinu Sávar skammt norðan við Umeá á )>okugráum haustmorgni. Mér hafði farið líkt og ungum hjónum í suð- lægu landi fyrir tæpum tvö }>ús. árum, að )>að var ekki pláss fyrir mig á gistihúsum Umeáborgar, en fékk í ]>ess stað inni í gestaherbergi á rann- sóknastofnun )>eirri í skógrækt, sem Bengt starfaði við í Sávar. Við ókum í vestur og landið var fremur flatt upp frá Helsingjabotni, allt undir sjó á síðustu ísöld, lágar hæðir, )>ar sem akrar og engi skiptust á við furuskóg, sem prýddur var birki í haustlitum. Þessi mynd leið framhjá okkur, )>ar sem við ókum eftir hraðbrautinni í gamla Amazon- Volvobílnum hans Bengts. Fyrstu 100 kílómetrana eða svo. Úr )>ví tóku akrar að strjálast, en skógurinn að þéttast að sama skapi og einstaka mýrarflákar á milli. Við ókum til bæjarins Dóróteu, )>ar sem við fengum okkur hádegis- verð á snotra veitingahúsi, en par ríkti sú snyrtimennska og smekkvísi, sem hvarvetna blasir við í Sví)>jóð. f nánd við Dóróteu eru bæir, sem heita Friðrika og Vilhelmína. Maður gæti hugsað sér, að miklar valkyrjur hefðu ráðið ríkjum í Vesturbotni einhvern tíma. Fyrri skógargangan Nú voram við nálægt hinum fyrirheitna lerkiteig, sem stendur á hæð er nefnist Valáberget. Við ókum fyrst út á )>röngan skógarstíg, en gengum síðasta spölinn yfir breiðan mýrarfláka marflatan. Það var milt veður, en dáh'til rigning, svo að nú varð maður að fara í gúmmístígvélin og regn- gallann, sem er óhjákvæmilegur fylgifiskur skógræktarmanna á ferðalög- um og íþyngir ferðatöskum )>eirra oft til leiðinda. Á hæðinni handan við mýrarflákann blasti nú við ljósgrænn lerki- Austurland jólablað 1981 9

x

Austurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.