Austurland - 23.12.1981, Síða 15
er langstærsta skógarfyrirtæki á Norðurlöndum og ]>ótt víðar væri leilað,
með um 40 fús. manns í vinnu og vinnur í verksmiðjum sínum úr nálægt
helmingi j?ess viðarmagns árlega, sem fellur í öllum Noregi. SCA gróður-
setUr árlega um 40—50 millj. plantna og j>ar af er helmingur hin ameríska
stafafura, sem við plöntum talsverðu af á íslandi. Við ókum framhjá
flennistórum nýmörkum af skógarfuru og stafafuru á ýmsum aldri. Ég
hafði mikið heyrt sagt frá stafafurusprengingunni í Norður-Svíj>jóð 03
fékk nú kærkomið tækifæri til að sjá dæmi um hana með eigin augum.
Loks komum við að lítilli húsaþyrpingu neðst í hlíðinni ofan við
vatnið. Þar heitir Rolandsjmrp. Við hittum j>ar engan fyrir. en sáum bíl
standa við veginn hjá vatnsbakkanum. Við fórum þangað og hittum
mann og konu. sem voru )>ar að greiða úr og henjja silungsnet til þerris.
í vötnum jæssum er góð veiði.
Maðurinn reyndist vera fæddur og uppalinn í Rolandsj’orpinu, en
var nú fiuttur niður á Geddueiði og er skógarhöggsmaður. Konan var
læknisfrú frá Stokkhólmi, en maður hennar gegndi um pessar mundir
læknisstörfum á Geddueiði í afleysingu.
Maðurinn sagði okkur, að engir hinna strjálu sveitabæja, sem við
höfðum ekið framhjá, væru lengur í byggð. Þeir væru yfirleitt notaðir
sem sumarbústaðir, mestmegnis af fólki, sem var ættað þaðan. Var
}>ar með fengin skýring á j’ví. hve vel var hirt um húsin, en J?að brást
hvergi. Hann kvað fólk nú einungis búa í jmrpunum á fessum slóðum og
stunduðu menn j>aðan vinnu í skógunum hjá SCA. Læknisfrúin, sem
reyndar var skrambi giæsileg 03 skemmtileg kona, ekki síður þar sem hún
stóð þama í regngalla, var hins vegar lítt hrifin af vinnubrögðum skóg-
ræktarmanna, sem hreinsuðu öll tré af tughektara flákum, sem auðvitað
litu fyrst á eftir út eins og stærðar sár í landslaginu. En j>að var eins og
hún gleymdi j>ví, að j>að er plantað á ný í þessi sár strax eftir högtið,
enda skylda samkvæmt skógræktarlögum Svía.
Avardo
Næst beið okkar Bengts löng og ströng ganga upp eftir brattri hlíð
Avardofjalls.
Erindi okkar j>angað var svo sem í upphafi sagði að skoða geysi-
mikla tilrauri með erlendar trjátegundir, sem eru j>arna í hlíðinni. Þar
voru gróðursettar á árunum 1925—1931 10 tegundir trjáa frá Norður-
Ameriku, Rússlandi, Síberíu og Sjakalín í }>ví skyni að ganga úr skugga
um, hvort J>ær reyndust betur en innlendu tegundirnar, fura, greni og
birki. Er }>etta stærsta tilraun sinnar tegundar í Svíj>jóð frá millistríðs-
árunum svo hátt yfir sjávarmáli.
Fyrir mig var einstaklega áhugavert að skoða j>essa tilraun, j>ar eð
allar tegundimar eru hinar sömu og við erum að prófa á íslandi.
Plantað var neðst í 420 m y. s., en efst í 720 m hæð við efstu mörk
grenisins.
Niðri við vatnið og nokkuð uppeftir hlíðinni var gamall og gisinn
greniskógur, um 20 m hár. Hélst hann svipaður upp að 600 m hæð, en
fór pá að láta á sjá og taka á sig svip fjallaskógar: Trén fóm lækkandi
og j>ví vindbarðari sem ofar dró. Við 700 m hæð voru j>au orðin að lág-
vöxnum ræflum. Birki var meira og minna innanum, en varð j>ví lágvaxn-
ara og kræklóttara sem ofar dró. Landið var hið mesta ótræði, stórgrýtt
og bolir af föllnum trjám um allt. Þama hefur skógarhögg ekki verið
stundað í óratíðir.
Við vorum komnir upp í óbyggðir.
En ólíkar eru |>ær óbyggðum á íslandi. Og engar graslausar hæðir,
eins og Grímur lýsti í vísunni.
Þegar komið var langt upp í hlíðina og maður snéri sér við og horfði
til vesturs, blasti við stórfengleg útsýn yfir vötnin 03 norsku Kjalarfjöllin
nakin í baksýn.
Við námum staðar í 720 m hæð, }>ar sem var efsti teigurinn í hirini
miklu skógræktartilraun. Nakinn kollur Avardofjallsins blasti við í austri,
grenið hafði hér gefist upp á sinni fjallgöngu, björkin svipuð og víða
sést á íslandi, napur strekkingsvindur blés í fangið á okkur.
En hvílík sjón blasti j>á skyndilega við okkur:
Hvanngrænn veggur af íturvöxnum fjallaj>in reis j>arna upp eins og
kastali, sem bauð veðri og vindum byrginn og lét ekki á sjá. Þetta voru
undur og ólýsanleg sjón skógarmannsauga.
Mér fannst á j>ví augnabliki að j>að hefði verið ]>ess virði að koma
alla }>essa leið utan af íslandi og úthella j>eim svita. sem streymt hafði
af enninu og öllum skrokknum upp hina 400 m háu hlíð til }>ess að njóta
}>essa augnabliks.
Fjallaþinurinn, sém ættaður er úr Klettofjölium N-Aineríku, lœtur
sér hvergi bregða við að vaxa í 720 m hœð á Avardofjalli ojan
við mörk grenisins.
Ég hrópaði upp til Ben;ts móti vindinum, að }>að væri róandi til-
hugsun fyrir Svía að hafa fundið trjátegund, sem j>eir gætu gripið til í
framtíðinni að nema land í hinu breiða fjallaskógarbelti og jafnvel ofan
við j>að, ]>egar búið verður að eyða öllum skógi suðursins og norðrið
verður forðabúr heimsins um trjávið, af ]>ví að hér er pólitískur skilningur
á j>ví að varðveita j>á auðlind, sem skógurinn er.
Ferðin niður hlíðina var ekki auðfarin. Það er eins og við ]>ekkjum
frá íslandi oft torfærara niður skriður 03 kletta en upp. Það var sama
hér, j>ótt í skógi væri, nema hvað alls staðar voru trjágreinar að grípa í.
f 535 m hæð var stærsti teigurinn af fjallaj>in, um 3 ha að flatarmáli
og trén ]>ar 12—15 m há, ólýsanlega grannar krónur. Ég veit fátt, sem
hægt er að líkja við ]>etta. Vonandi geta myndirnar, sem fylgja J>essari
frásögn, skýrt j>að betur en orð mín.
Ferðalok
Við komum j>reyttir og sælir niður í Rolandsj>orpið, tosuðum okkur
úr regngöllunum og gúmmístígvélunum og settumst inn í Amazoninn.
Ég gat látið líða úr mér j>reytuna, en Bengts beið ]>að hlutverk að sitja
undir stýri í 600 km striklotu yfir Svíj>jóð ]>vera.
Við stönsuðum á veitingastað í j>orpinu Frostvík, sem er skammt
frá Geddueiði. Húsið stóð á vatnsbakkanum. nýlega reist, smekklegt og
skínandi af ]>rifnaði.
Á matseðlinum var m. a. fjallaurriði úr vatninu. Hann var borinn
fram heilsteiktur. Matreiðslan óaðfinnanleg. Mér varð hugsað til j>ess,
hve oft maður fær illa matreiddan okkar fína fisk á matsöluhúsum á
íslandi. Þeir í kokkaskólanum okkar mættu gjarnan fara á námskeið í
fiskmatreiðslu upp í j>etta sænska fjallaj>orp, sem liggur við jaðar óbyggða
Jamtalands.
Við lögðum af stað frá ]>essum fagra stað, mettir af urriðanum góða,
í ljósaskiptunum. Trjátopparnir við vegbrúnina tóku á sig }>ví fleiri kynja-
myndir sem myrkrið hvolfdist j>éttar yfir. Við hættum að greina blóð-
sletturnar úr læmingjunum á svartri olíumölinni.
Bengt sýndi norræna hreysti undir stýrinu alla hina löngu leið til
baka 03 gerði ekki svo mikið sem drúpa höfði.
Um miðnætti var ég háttaður í rúrnið í gestaherbergi tilraunastöðvar-
innar í Sávar.
Sigurður Blöndal
Austuiland jólablað 1981
15