Austurland


Austurland - 23.12.1981, Side 17

Austurland - 23.12.1981, Side 17
Menn þcir hana sífellt scin sitja og maena af stóli háum yfir fold og yfir mar. í steingrcirri álpu var hún, annan klœðnað sjaldan bar hún, um skartið ekki skeytti hún par. Um jólin: Kirkjnn Þá fólki eyddu sárar sóttir. sultarneyð og kúldagnóttir, pest eða bóla banaði þjóð, lœkni sækja lét hún ekki, litt var henni itm þeirra hrekki, því hún var jafnan heilsugóð. Um trú hennar öldG) það segir, á sinn tráði hún mcitt og megin. Helzt menn draga það af því, þó eitthvað hennar lieilsu lesti, hún sendi aldrei eftir presti, og aldrei kom hún kirkju í. Sagt er EllP) loksins lúin, Iist og sóma þættist rúin, að kerhi vann ei einni á. Fór hún þá og fann hann Tíma%) og fékk hans aðstoð burt að rýma kerlu bústað fornum frá. Tíminn meður dug og dáðum og djúpsettum kœnskuráðum stólnum grafa fór nú frá. Þar við náði honum halla, en hér að gáði kerling varla, unz byltist fyrir björgin há. Svona hraut hún klett af kletti, kramdist öll og sundur flettist. Það var undra sorgleg sjón. Molaðist hryggur, mjöðmin brestur, mulinn haus og beinajastur tvístraðist út um ýsufrónP) Kerling lézt nú þannig þessi. Það er Uklegt Halldór messi yfir henni, ef hann má. Og eftir hana upp mun skrifa, ef til vors hann náir lifa, því kotið er laust, er kúrði hún á. AÐFANGADAGUR: Messa á sjúkrahúsinu kl. 4. — Aftansöngur í Norðfjarðarkirkju kl. 6. JÓLADAGUR: Hátíðarmessa í Norðfjarðarkirkju kl. 2. ANNAR í JÓLUM: Messa á Kirkjumel kl. 2. NÝÁRSDAGUR: Messa í Norðfjarðarkirkju kl. 5 e. h. Aðventukvöld í Norðfjarðarkirkju n. k. sunnudag kl. 20.30 Fjölbreytt dagskrá. Magni Kristjánsson sk:pstjóri flytur hugvekju. Fjölmennum. Sóknarprestur. Skemmtun eldri borgoro Jólasekmmtun Lionsmanna verður haldin í Egilsbúð sunnudaginn 27. desember kl. 2 e. h. Allir eldri borgarar velkomnir, og einnig þeir, sem kunna að vera gestkomandi hér um jólin. Þetta er hin árbundna skemmtun sem Lionsmenn halda til heiðurs hinum eldri. og pað er ósk og von okkar að sem flestir mæti glaðir og hressir og taki spil eða skemmti sér á annan hátt. Þeir, sem Jmrfa á akstri að halda. hafi samband við Lionsmenn í síma 7323 eftir kl. 13.00 sama dag. LIONSKLÚBBUR NORÐFJA RÐA R Jól og skútui Eins og síðastliðið ár mun skátafélagið Nesbúar sjá um útbreiðslu jólakorta fyrir pá bæjarbúa. er J>ess óska. Einnig taka þeir á móti jóla- pökkum fyrir ]>á sem hafa áhuga á að láta jólasveinana gefa bömunum pakka. Jólasveinarnir bera )>á síðan út á aðfangadag. ÁRÍÐANDl er að pakkarnir séu vel merktir, (Til Jóns Jónssonar Vallartröð 9. — Frá jólasveininum). Tekið verður á móti pökkum og bréfum í skátaheimilinu (Enni) á Þorláksmessudag kl. 4—7 síðdegis. — Gjald á bréf er 1 króna en á pakka 10 krónur. Veiðigleði 1981 Hin árlega veiðigleði verður haldin í Egilsbúð mánudaginn 28. desember og hefst borðhald kl. 20.30. Miðasala í Egilsbúð 23. desember frá kl. 15—18. NEFNDIN 1) fiskakór = sjór, haf. 2) Hér er vísað til þess atburðar í Njáls sögu. er Unnur Marðardótt'r sagði skil'ð við Hrút Herjólfsson, fyrir þá sök, að honum var fyrirmunað holdlegt samræði við hana. 3) Halldór Stefánsson var bóndi á Bakka á síðustu áratugum 19. aldar. 4) Ýmisba;n = klettur, grjót, bjarg. Samkvæmt norrænni goðafræði var Ým r jötunn sá, sem æsir gerðu jörðina úr. Voru björgin úr beinum hans. 5) lúrusveit = sjór haf. 6) öld = fólk. 7—8) ellin og tíminn eru hér persónugerð sem lifandi mannverur. 9) ýsufrón = sjór, haf. Jólatrésskemmtun verður í Egilsbúð laujardaginn 2. jan. frá kl. 15—18 og 20—23, fyrir böm 7—12 ára. — Miðasala verður í Egilsbúð laugardaginn 2. jan. kl. 10—12 f. h. — Miðaverð kr. 25.00. — Selt verður kaffi. Kvenfélagið NANNA Austurlcmd jólablað 1981 17

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.