Austurland


Austurland - 23.12.1981, Page 19

Austurland - 23.12.1981, Page 19
Forstöðiimaður ,,Project Place“ Gary Kaplari'. af miklum áhuga í föndurherberginu. Hún hefur þakið veggi hússins með myndum eftir sig, einkum andlitsmyndum af starfsfólkinu. Reyndar lítur Charline á sig sem starfsmann þar sem hún sópar gólfin reglulega. Nadine átti 26 ára afmæli um daginn og pað var haldin afmælisveisla með tertu og dansi. Nadine er glæsileg og smekklega klædd svört stúlka sem ráfar um götumar á nóttunni, en sefur í sófa eða stól í „Project Place“ á daginn. Fötin sín fær hún m. a. í fataherbergi á staðnum. Betur stætt fólk gefur pangað föt sín jægar það er orðið leitt á peim eða hefur etið sig út úr peim. Þeir sem minna mega sín fá svo fötin gefins eða kaupa fyrir svo sem einn dollar. Nancy er hvít, fullorðin kona og sjúklingur (eins og reyndar flest af }>essu fólki) sem eyðir parna deginum ásamt hundinum sínum Buffý sem hefur fylgt henni í 15 ár. Nancy átti fastan bústað par til húsið sem hún bjó í brann. Síðan hefur hún flækst á milli athvarfa og sefur oft utan dyra. Dannie hefur verið fastagestur á staðnum í mörg ár og lærði par „siðaðra manna háttu“ eins og hann sagði sjálfur Jægar hann náði því marki í sumar að eiga fastan bústað í nokkrar vikur. Bústaður- inn var úr sér genginn húsvagn. En búskapurinn }>ar hentaði ekki Dannie og nú er hann á „hringferð um landið". Hann hringdi nýlega frá Michigan, en ekki fylgdi sögunni hvemig hann komst þangað eða hvar hann fær fé fyrir mat og öðmm nauðsynjum. „Heavy,“ svartur náungi, þéttur á velli, er einn af J>eim hermönnum sem komu til baka úr hildar- leiknum í Viet Nam. Það var eins með hann og flesta hina. hann varð aldrei samur maður eftir. Það sem hann sá og gerði J>ar býr í huga hans æ síðan, og kemur í veg fyrir að hann geti lifað, J>ví sem við köllum, eðlilegu lífi. „Að vita sinn næturstað” Sandy og Junior, og J>au öll hin. vita sjaldnast hvar Þeirra næsti næturstaður verður. Ef J>au em heppin geta )>au fengið rúm í athvarfinu í Furustræti, en pá þurfa )>au að vera mætt í biðröðina fyrir kl. 4.00 e. h., til )>ess að fá aðgöngumiða fyrir nóttina. Sumir byrja að bíða snemma á morgnana. Þama eru 350 rúm fyrir karla og 50 rúm fyrir konur. Allir fá kvöldmat, fara í sturtu og síðan er farið að sofa kl. 9.00. Kl. 5.30 er farið á fætur og J>á fá allir morgunmat. Á vetuma er engum vísað frá og )>eir sem ekki fá rúm sofa á gólfinu í matsalnum. Þá era )>ama allt upp í 500 manns hverja nótt. Athvarfið í Furustræti er rekið af einkaaðilum og fjármagnað á sama hátt og „Project Place“. Fastir starfsmenn )>ar em innan við 10. Allt er hreint og snyrtilegt bæði innan og utan dyra, berir hvítmálaðir veggimir minna óneitanlega á sjúkrahús. Sandy líkar betur að gista í Rósuhúsi. „Þar er miklu heimilislegra“ segir hún. Þar em 10 rúm fyrir konur. 50 til 100 konur geta fengið )>ar mat daglega og á kvöldin er setið í dagstofunni og horft á sjónvarp eða spjallað saman. Hver kona getur fengið að vera í sama rúminu í allt að fimm nætur, en )>ama er lokað um helgar. Það er reyndar ekki alltaf jafn notalegt hjá Rósu. Stundum er barist og J>að kemur fyrir að konur á leið til og frá húsinu era gripnar, kippt upp í bíla og dregnar afsíðis. Leikur- inn endar að sjálfsögðu með nauðgun. Fleiri gistiheimili ]>essu lík er að finna í Boston, t. d. rekin af Hjálp- ræðishernum. Einnig em athvörf fyrir konur sem hefur verið misþyrmt af eiginmönnum og skjólshús fyrir unglinga sem flúið hafa heimili sín. Allir þessir staðir eru meira og minna í höndum áhugamannahópa. Sama gildir um matstaði ýmiss konar )>ar sem gefnar eru máltíðir. Um tíma í sumar svaf Junior í tómu húsi. Það hafði verið tæmt til að byggja ]>að upp og endumýja. Baráttan við kerfið Barátta lítilmagnans við kerfið er erfið hér eins og trúlega víðast annars staðar. Norma er fyrrverandi áfengissjúklingur og ófær um að vinna vegna heilsuleysis. Hún er hvít, lítil og grönn kona með lága rödd. Ég fylgdi henni á framfærsluskrifstofu einn daginn. Hún reiknaði með að geta fengið framfærslulífeyrinn og matarmiðana þaim dag. Þegar við komum á staðinn vom fyrstu viðbrögðin sem við mættum J>au að starfs- maðurinn sem Norma ætti að tala við væri ekki við þann dag. Litla granna Norma ætlaði að ganga hnýpin út en ég var ekki á J>ví. Annar starfsmaður féllst á að athuga málið. Þá kom í ljós að lífeyririnn hafði verið sendur )>angað sem hún bjó síðast. Það vom slæmar fréttir fyrir Normu J>ví hún var viss um að húseigandinn myndi hirða féð. Hún gat alls ekki talað við hann, og hann mundi neita öllu ef einhver annar talaði við hann. Eftir langa bið fékk hún svo loks ávísun á matarmiða. Þá hófst ferð okkar milli banka til að fá J>á útleysta. Sumir bankar veittu alls ekki )>á þjónustu, aðrir veittu hana aðeins til kl. 2.30. Eftir að hafa farið í fimm banka gáfumst við upp ]>ann daginn. Ferðin hafði tekið okkur allan eftirmiðdaginn og í raun hafði Norma ekkert upp úr krafsinu. Ég aftur á móti bar úr býtum örlitla innsýn í líf Normu sem mótast hefur af „Hot-line“ ráðgjafar í starfi. misþyrmingum og ofbeldi alla tíð. Hún mátti J>ola sifjaspell í æsku af hendi föður síns, móðir hennar barði hana og eiginmaðurinn misþyrmdi henni. Síðustu fréttir af Normu eru )>ær að hún fær ekki framfærsluh'feyri lengur af J>ví, hún hefur ekki fast heimilisfang og hún hefur enga mögu- leika á að finna sér herbergi )>ar sem hún hefur enga peninga til að borga fyrirframgreiðsluna. Austuiland jólablað 1981 19

x

Austurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.