Austurland


Austurland - 23.12.1981, Síða 29

Austurland - 23.12.1981, Síða 29
eru öll skip, sem afgreidd eru frá Haugasundi til íslands. talin til Haugasundsflotans, og á það t. d. við um skútumar frá Flekke- fjord, Kopervik, Veavág og Skánevik. En í þessum flota eru alls 116 skip með 58 nótabrúk og 1150 menn. Metið frá 1881 er slegið. Það ár höfðu Norðmenn við veiðar við ísland 90 nótabrúk, í ár 92, pá vom við þessa starfsemi 1799 menn en í ár 18079). En skipum hefur fækkað úr 187 í 157. Ástæðan er, að skútumar eru nú stærri. Nokkrar jaktir (einmöstrungar) hafa hætt íslands- ferðum, en stöðugt fleiri tvímöstrungar, galíasar og skonnortur, hafa bæst við. Þar að auki eru nokkrar af skútunum í vetrarlægi á íslandi. Nú bætast íslandsveiðunum lítil síldarflutningaskip, sem ekki tilheyra veiðiflotanum. Þau sigla, eitt og eitt, óháð öðrum, snemma um sumarið til íslands með salt og tunnur. Þessháttar flutningaskútur eru jaktirnar „Petra Gurine“ frá Glæsvær. „Anna Dorthea“ frá Fjeldberg. „Elisa“ frá Harðangri, „Thrine Magda- lene“ frá Strandebarm. „Varaldsöen" frá Varaldsöy, „Amalie,“ „Vilhelmine“ og slúppskipið „Vang“ frá Kvinherad. Til baka koma þau með síldarfarmto). Skipstjórinn á galías „Elektra“ frá Flekkefjord, Ole Jacobsen Sunde, skrifar frá Norðfirði 22. júlí útgerðarmanninum S. Hansen Sunde. Hann segir að siglingin til íslands hafi aðeins tekið 6 daga. Sjórinn var svo kyrr. að hann hefði getað setið í sexæringi allan tímann. Svend Foyn er kominn til Norðfjarðar með hval- veiðiskip og 35 menn til að veiða hval. Þar em annars fleiri skip en í fyrrall). Svend Foyn hefur stofnað hvalveiðafélag með tveimur Hauga- sundskaupmönnum, Mons Larsen og tengdasyni hans Peder Amlie. Bróðir Peders, Thomas í Kristjaniu er einnig með. Svend Foyn kemur til íslands með hinrt nýsmíðaða hvalfangara. gufu- skipið „ísafold," hann reisii hvalveiðistöðvar á Norðfirði og í Álftafirði við ísafjarðardjúp. Síldveiðimenn hafa séð mergð hvala við strendur íslands. Ef til vill getur hvalveiði skilað ömggari hagnaði en hinar óvissu síldveiðar?12). Meira en helmingur landnótaútgerðanna kemur sér fyrst fyrir á Austfjörðum og veiðir sumarsíld. Nótalag Berentsens frá Stafangri. með bassann Nils Djupevág. er líka komið aftur. Hinn 16. ágúst heldur gufuskipið „Erik Berentsen“ heim með fullfermi. 2.300 tunnur síldar. Um þetta leyti eru prjú nótalög alveg suður í Bemfirði þar sem )?au hafa fengið í lása 300 til 600 tunnur síldar. Á Fáskrúðsfirði, sem ekki telst til stærstu fjarðanna, eru 25 nótalög, sem að meðaltali hafa veitt 400—500 tunnur. Á Reyðarfirði og Eskifirði em alls 20 nótalög og hafa )>au fengið 200—700 tunnur. Á Seyðisfirði hafa 10 nótalög bækistöðvar og hafa fengið 200—400 tunnur. — Allt er petta smávaxin sumar- sfld. Veiðimennimir vona, að þegar kemur fram í september gangi stórar torfur af feitri haustsíld í firðina. -— Þeir hafa lengi búið við óstöðugt veður með suðvestan stormum, sem hamlað hefur veiði. Annars líður veiðiinönnunum vel, enginn er alvarlega veikurl3). Um mánaðamótin ágúst—september koma mörg skip með síld frá Austfjörðum. Gufuskipið „Alf“ kemur til Stafangurs með 1072 tunnur, sem safnað hefur verið saman úr mörgum smá lás- um á Seyðisfirði og Fáskrúðsfirði. Á sama tíma koma frá Seyðis- firði jaktin „Minerva“ frá Mandal og slúppskipið „Colibri“ með 600 tunnur hvor.og gufuskipið „Vaagen“ frá Seyðisfirði og Reyð- arfirði með 1350 tunnur. Til Haugasunds koma galíasarnir „Heim- dal,“ „Progres,“ „Henriette," „Godö“ og „Smaragfl" með 1200—900 tunnur. jaktimar „Marthe Berhine“ og „Elisa“ (frá Harðangri) með 700 og 550 tunnur, til Björgvinjar jaktin „Karine“ með 650 tunnur og jaktin „Anna' með 560 tunnur. Allt er sumar- sfld frá Fáskrúðsfirði. Reyðarfirði. Eskifirði og Mjóafirði. Haust- veiðin er enn ekki hafinl4). Mikill hluti flotans flytur sig nú frá Austfjörðum til Eyjafjarð- ar. „Adoram,“ skonnorta Rönnevigs. heldur frá Mjóafirði 30. ágúst með fiskimenn, nætur og báta, tunnur og salt. Þeir fá rigningu og brælu alla leið. hafa oft landsýn, en ekki örugga staðarákvörðun. Þeir sigla fyrir Langanes, taka stefnuna VNV á Rifstanga, áfram vestur eftir til Rauðanúps og halda þaðan í VSV. 2. september klukkan 12 á hádegi eru l>eir í mynni Eyja- fjarðar, og halda inn „eftir eigin staðar)>ekkingu“. Þeir sigla framhjá Hrísey oj klukkan 9 um kvöldið varpa f>eir akkerum við Hjalteyri á vesturströnd fjarðarins. Daginn eftir sigla pe'ir á hálfri þriðju klukkustund inn til Akureyrar. John H. Rönnevig, skip- stjóri fer í land og gerir lagaskil. Daginn eftir slaga þeir í tregum norðanvindi út fjörðinn, og aftur er staðnæmst við Hjalteyri. Hér liggur skipið fyrir akkerum í 14 daga. Áhöfnin vinnur um borðl5). f bréfi frá Eyjafirði, dagsettu 4. september, segir að óvenju rigningasamt hafi verið á Norðurlandi, veður órólegt og sjór ókyrr, og hafi það hamlað sfldveiðum. Á firðinum liggja 60—70 norsk skip stór og lítil, en hafa nær ekkert fengið. Vart hefur Austurland jólablað 1981 orðið við rniklar síldartorfur. svo veiðivon er mikil, ef veður og sjó lægirlú). Á Austfjörðum heldur veiðin áfram í smáum stfl. Siðustu sumarsfldarfarmamir koma heirn milli 17. september og 6. októ- ber. Til Stafangurs kemur gufuskipið „Nova“ og skonnortan „Augusta“ með nokkur hundruð tunnur frá Seyðisfirði. til Hauga- sunds galíasamir „Kjek“ og „Kaperen,“ jakt „Elisa“ (Lothes) og gufuskipið „Nordland'1 (Enes) frá Eskifirði. Þegar gufuskipið „Nordland“ fór frá Austfjörðum, var veiði alveg lokið j>ar. Skip- stjórinn reyndi að sigla um Evjafjörð til að fá fullfermi, en fékk svo harðan mótvind og straum, að hann varð að leita hafnar og hætta við fyrirætlun sínal7). Rjúkandi skorsteinn. Mörg norsk hús höfðu verið reist á Austfjörðum. Alveg suður í Berufirði höfðu fiskimenn frá Haugasundi komið upp tveimur söltunarstöðvum. Fjögur hús höfðu verið byggð á Fáskrúðsfirði fyrir Otto Wathne, Peder Amlie og annað Haugasundsfyrirtæki (víst Johan Thorsen), og Stafangursfyrirtæki (víst H. Svendsen). — Peter Randulff, skipstjóri, byggði á Hrúteyri á suðurströnd Reyðarfjarðar. söltunarhús og íbúðarhús. Fyrir innan Randulff kom Lehmkuhl upp sjóhúsi með rúmstæðum fyrir nótamenn, ]>að var hagkvæmt J>egar síldin hélt sij í Reyðarfirði. Lehmkuhl þarfn- aðist líka stærra birgðarrýmis. Eftir misheppnaða veiði í fyrra- haust varð hann að flytja heim aftur ónotað salt og tunnur. Otto Wathne, sem átti mörg hús á Seyðisfirði, byggði nú einnig sölt- unarstöð og pakklnis á Reyðarfirði. A. Nilsen frá Stafangri reisti hús á Sléttu við fjarðarbotninn. Og utar, nærri Hólmanesi, byggði Haugasundsbúinn Sven Ringen sjóhús á Sómastöðum. — Á Eski- firði voru einnig byggð nokkur ný hús petta ár. Sven Ringen og Mons Larsen komu upp sínu íbúðarhúsinu hvor, og norsk-sænski kaupmaðurinn Leth kom á fót stórri söltunarstöð. — Haustið 1883 voru alls 33 norskar stöðvar á Austfjörðum, flestar bæði með pakkhúsi og íbúðarhúsil8). 9) Skjöl Amlies. 10) Smári Geirsson. 11) Einar Bragi: Eskja 1971. 12) Veðmálabók S-Múlasýslu. V. Hjálmarsson. 13) Manntal í Mjóafirði. 14) B. posten jútí-ágúst 1882. 15) K. posten 26. ág. 1882. 16) Djupevág bls. 47—50. 17) Skjöl Lehmkuhls. 18) Veðmálabók Eyjafjarðarsýslu. Pk. 5670 Hgsd. Museum. 19) Djupevág b!s. 50—54. 20—23) B. posten 10., 22., 24.-29. sept. 16. nóv. 1882. 24)25) K.posten 3.—31. okt. B.posten 15.—17. okt. Agder okt.—nóv. 1882. 26) 27) B. posten 7. okt. og 8. nóv. 1882. 28) K. posten 7,-—11. nóv. B. posten 8.—16. nóv. 1882. 29) K. posten 7.—11. nóv. B. posten 8.—16. nóv. 1882. 30) K. posten 7.—11. nóv. B. posten 8.—16. nóv. 1882. 31) Djupavág bls. 52. 32) Veðmálabók Eyjafjarðarsýslu. T. Wathne. 33) Djupavág bls. 53. 34) Arnór Sigurjónsson. 35) B. posten 23. nóv.—2. des. 1882. 36) L. Syre. 37) Manntal Hólmasóknar og Mjóafjarðar. 38) Manntal Dvergasteinssóknar. 39) N.F.T. 1883. 40) K. posten 7. nóv. 1882. 41) Skjöl Sundförs. 42) Danielsen. 43) Matthfas Þórðarson bls. 104. I) og 2) Bang Andersen. 3) Matthías Þórðarson bls. 106. 4) Djupevág bls. 55. 5) Djupevág bls. 56. 6) N.F.T. 1883. 7) og 8) B.T. 11. og 26. maí 1883. 9) N.F.T. 1884. 10) B.T. to!lafgre:ðslulistar 1883. II) Skjöl Sunde. 12) Matthías Þórðarson bls. 107. Östensjö bls. 407. 13) og 14) K.posten og B. T. ág.—sept. 1883. 15) Pk. m. 5670. Hgsd Museum. 16) og 17) B. T. 20. sept,—11. okt. K.posten 14. sept.—10. nóv. 1883. 18) N.F.T. 1884. Veðmálabók S.-Múlasýslu 1882—1887, Framhald. 29

x

Austurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.