Austurland


Austurland - 23.12.1981, Qupperneq 30

Austurland - 23.12.1981, Qupperneq 30
Barnasögur Rósin hcms Tomma JÓLASAGA Hún Dóra fór snemma á fætur jóladagsmorguninn. Hún fór í yfir- höfnina sína og flýtti sér út til f>ess að fara með nokkur jólaspjöld í póst- húsið. Hún átti von á gestum til hádejisverðar, og nú flýtti hún sér hcim aftur, til þess að útbúa morgunverðinn handa föður sínum. Á meðan þau sátu að morgunverði spurði faðir hcnnar hana að því, hvað hún hefði verið að gera út svo snemma morguns. „Ég fékk með póstinum í gærkvöldi nokkur jólaspjöld, sem ég átti ekki von á,“ svaraði Dóra, „og ég gleymdi því alveg í annríkinu, að senda spjöld í staðinn, þangað til í morgun, svo að ég varð að flýta rnér að afgreiða þau, svo að þau verði borin út um hádegið'*. „Spjöld í staðinn?" sagði faðir hennar. „Já,“ svaraði Dóra, „ég kann aldrei við það að láta standa upp á mig með jólakveðjur og jólagjafir. Þeir, sem senda mér spjöld eða gjafir. fá það alltaf endurgoldið á sama hátt, nema því aðeins að það komi svo seint, að mér sé 'pað ómögulegt. En venjulega fer éj þó nokkuð nærri um það, hverjir muni hugsa til mín“. „Ég skil,“ svaraði faðir hennar alvarlega, og svo var ekki meir um það talað. Stundarkorni síðar stóð Dóra við gluggann og var að horfa út. Þá var dyrabjöllunni hringt. Dóra fór til dyra. og þar var kominn sendisveinn með símskeyti til hennar, Það var frá fjölskyldunni sem hún hafði boðið til sín, 03 sagði frá því, að gestir sem J>au hefðu ekki átt von á, hefðu komið til þeirra, og Jæss vegna væri þeim ómögulega að koma; |>au óskuðu henni og föður hennar gleðilegra jóla og sögðu. að jólasendingar væru á leiðinni. í borðstofunni, þar sem hún var búin að útbúa smekklegt matarborð handa gestunum, hitti hún föður sinn. Rödd hennar skalf af vonbrigðum 03 gremju þegar hún las honum símskeytið. „Þetta er eftir þeim,“ sagði hún; „þau eru ekki annað en sjálfselskan og kunna ekki að taka tillit ti. annarra. Þau vita vel, að ég hef lagt á mig mikla vinnu og töluverðan kostnað til þess að undirbúa handa þeim jólaveislu, engu lakari cn ]>á, sem J>au buðu mér í á síðastliðnum jólum; og svo leika 'pau sér að því á síðustu stundu, að gera mér þessi vonbrigði, vegna þessara óboðnu gesta, sem til þeirra komu. Líttu á þetta indæla borð, pabbi. Hugsaðu um alla fyrirhöfnina mína og peninj.ana, sem ég hef eytt í jólagjafir handa þessu vanþakkláta fólki. Er það ekki gremjulegt?" „Mér þykir mjög fyrir því, Dóra m.n, að þú skyldir verða fyrir þess- um vonbrigðum,“ sagði faðir hennar. „Get ég ekkert gert fyrir þig, til þess að gera þér þennan dag ánægjulegan? Kannski Jng langi að fara eitthvað eða þú hefðir gaman af að bjóða einhverjum vinum þínum til þín í staðin fyrir þá, sem brugðust þér?“ Dóra settist n:ður við borðið sem hún hafði haft svo mikið fyrir að prýða sem best. „Nú hef ég enga ánægju af þessum jólum,“ sagði hún og átti fullt í fangi með að verjast tárum. Hálfan klukkutíma, að minnsta kosti, sat hún þarna í versta skapi, en faðir hennar var inni í setustofunni að hugsa um það, hvað hann ætti að jera til þess að reyna að bæta henni von- brigðin. Þá var dyrabjöllunni aftur hringt. Dóra fór til dyra, og þar þá kominn lítill drengur, á að giska tólf ára gamall; hann var fátæklega til fara og hendumar bláar af kulda. Hann rétti henni brosandi fallega rós og sagði um leið: „Gleðileg jól, ungfrú!“ „Hvað er þetta, Tommi?“ svaraði stúlkan. „Á ég að eiga þessa rós?“ „Já auðvitað!“ svaraði drengurinn. „En ég vildi óska, að ég hefði eitthvað betra til að gefa yður“. Og svo hljóp hann aftur út, með fangið fullt af dagblöðum. Dóra fór aftur inn í setustofuna og andaði að sér ilminum sæta af rósinni. „Líttu á, pabbi,“ sagði hún; „hann Tommi litli færði mér jóla- gjöf, og þó hefur hann ekki einu sinni efni á f»ví að kaupa sér vettlinga til þess að skýla höndunum sínum í vetrarkuldanum, aumingja strákurinn“. „Honum hlýtur að þykja meira en lítið vænt um }»ig,“ svaraði faðir hennar blíðlega; „f>ú hefur víst verið góð við hann“. „Ég hef stundum farið dálítinn krók til ]>ess að kaupa blöð af honum,“ svaraði Dóra. „Og einu sinni J>eear ég sá hann skjálfandi af kulda, fékk ég hann til J>ess að koma heim með mér og gaf honum he:tan súpudisk. Það er allt sem ég hef gert fyrir hann, nema hvað ég hef alltaf talað fáein orð við hann, þegar ég hef hitt hann. Og að hugsa sér, að honum skuli hafa J>ótt svo mikið í |>að varið! Ég vildi óska, að hann hefði tafið svo lengi, að ée hefði getað gefið honum einhverja gjöf“. Faðir hennar hristi höfuðið. „Hann gaf J>ér þetta blóm af sönnu jóla-hugarfari, dóttir góð, og ætlast ekki til neins endurgjalds, og }>að hefði hryggt hann, ef }>ú hefðir gert svo lítið úr kærleiksgjöfinni hans að fara að borga hana“. Dóra setti rósina í glas og lét }>að á borðið. „Þetta er eina sanna jóla- gjöfin. sem ég hef fengið, að undantekinni þeirri, sem þú gafst mér, pabbi,“ sagði hún. „Hinar hafa allar verið gefnar fyrir siðasakir eða til þess að fá gjafir í staðinn“. „Og var gjöfin, sem }>ú gafst mér, eina sanna jólagjöfin, sem þú gafst á þessum jólum?“ spurði faðir hennar. „Ég er hrædd um, að ég verði að kannast við það,“ svaraði Dóra nið- urlút. „Þú veist, að J>etta er komið upp í vana hjá flestum okkar að skipt- ast á gjöfum á jólunum, — )>að er tómur siður og ekkert annað“. „Þá hefur þú víst ekki haft mikla ánægju af öllum jólaundirbúninjnum J>ínum?“ sagði hann. „Nei, satt að segja ekki,“ svaiaði Dóra. „Það hefur kostað mig mikla fyrirhöfn og alla peningana. sem éj átti. Ég er í J>ví efni ekki öðruvísi en aðrir, pabbi; jólin hafa nú á dögum ekki sömu )>ýðingu og áður“. „Sumir telja þau harla J>ýðingarmikil,“ svaraði faðir hennar. „og J>að eru marjir, sem hugsa eins og hann Tommi litii. Þó að rósin hans hafi ekki kostað mikið, J>á ber hún samt vott um hreinan kærleika og löngun til að gleðja aðra, ]>ó að eitthvað )>urfi að leggja í sölurnar til J>ess. Hún minnir á hina sönnu þýðingu jólanna. sem sumir okkar hafa )>ví miður gleymt. Við skulum láta hana kenna okkur að halda ]>essa jólahátíð betur, Dóra mín. Láttu nú J>essa máltíð, sem )>ú hefur undirbúið fremur fyrir siðasak'r en af kærleika, verða að hátíðarveislu fyrir einhverja, sem enginn myndi annars hafa boðið heim á jólunum. Leyfðu mér að fara út að sækja gesti. Þú hlýtur að vita af einhverri einstæðingsstúlku eða konu, sem )>ú gætir gert }>ennan jóladag ánæjjulegri.“. Gleðibjarmi færðist yfir svip stúlkunnar ungu. )>egar hún hugíeiddi orð föður síns. „Mér dettur í hug stúlka, sem heitir Margrét og á heima á gistihúsi austur í bænum. Hún hefur líklega hvergi verið boðin. J>ví að hún á enga ættinjja hér í borginni. Hún saumar fyrir fólk, en á oft erfitt með það vegna gigtveiki í höndunum“. „Ég ætla að skrifa hjá mér livar hún á heima." svaraði faðir hennar,“ „og vitja svo um hana um leið og ég sæki ungan mann. sem vinnur í lyfjabúðinni; han er viðfeldinn maður, en mjög fámálugur og ber ]>að með sér, að liann er fátækur, mig lanjar til að kynnast honum betur. En hve marga gesti má ég annars koma með?“ „Ég hef borið á borð fyrir ]>rjá auk okkar,“ svaraði Dóra, „en ég hugsa að ég gæti komið fjórum fyrir. En er l>ér annars alvara. að þú ætlir að fara út til J>ess að leita að jólagestum?“ „Já J>að segi ég satt,“ svaraði faðir hennar. „Ég skal flýta mér eins og ég get, og J>ú skalt reyna að hafa matinn til klukkan hálf eitt“. Áður en hann var kominn út úr húsinu, var Dóra kominn fram í eldhús að hugsa um matinn. Þar lagði á móti henni ilminn af fuglinum, sem hún var að steikja, og hún tók ríflega til kálmeti og annað góðgæti, því að hún var ekki ugglaus um J>að, að faðir hennar kynni að koma með fleiri gesti en J>rjá. Heilan klukkutíma var hún önnum kafin við matreiðsl- una og var rétt aðeins búin að taka af sér svuntuna, }>egar faðir hennar kom aftur og hafði með sér Margréti og fimm aðra gesti, sem Dóra minntist ekki að hún hefði nokkum tíma séð. „Vinstúlka hennar unjfrú Margrétar var hjá henni þegar ég kom,“ sagði hann, „og ég fékk hana til J>ess að koma með okkur. Þetta er Elbert, vinur minn, og þetta er María systir hans, og )>etta eru litlu bræður hans, Jens og Jói“. 30 Austnrland jólablað 1981

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.