Austurland


Austurland - 23.12.1981, Síða 31

Austurland - 23.12.1981, Síða 31
Barnasögur Dóra heilsaði gestunum ástúðlega og vísaði J’eim til sætis við borðið. maturinn var góður, og húsbændurnir neyttu hans með engu minni ánægju en gestimir. Á miðju borðinu stóð rósin hans Tomma, ímynd )>ess kær- leiksanda, sem jólin eiga að vekja og glæða hjá kristnum mönnum. Dóru fannst jólagieðin frá bemskuárunum vera komin aftur, pegar hún virti fyrir sér gestina og sá hve vel þeim leið hjá henni. Að lokinni máltíð fór húsbóndinn að reyna að skemmta gestunum eins vel og hann gat, en Dóra fór inn í herbergið sitt til J>ess að leita að jólagjöfum handa J>eim. Rósin hans Tomma hafði flutt boðskap sinn, og hana langaði nú til að gefa gestunum sínum sannar kærleiksgjafir. Hún fann fallega, nýja prjónatreyju handa Margréti, sem átti ekki of mikið af fallegum fötum, og fallegan herðaklút handa vinstúlku hennar; hlýja vettlinga handa Maríu, skemmtilega ferðasögu handa Elbert. sem hafði mikið yndi af góðum bókum, litia buddu handa Jens, og lét í hana gljá- andi silfurpening. og fallegar öskjur handa Jóa litla. Hún bjó smekklega um allar gjafimar og skrifaði utan á hvem böggul hver hann ætti að fá. Og ekki )>arf orðum að )>ví að eyða, að )>essar jólagjafir, sem gefnar vom af einlægum góðvildarhug, vöktu mikla gleði hjá gestunum. Fljótt leið dagurinn fyrir )>eim, eins og vant er að vera um ánægju- stundir lífsins, og )>egar gestirnir fóru, var auðséð á )>eim, að vinar)>elið sem )>eim hafði verið sýnt, hafði vakið )>eim mikinn fögnuð í huga. Dóra kvaddi )>au með ástúð; hún sagði )>eim hve mikil ánægja sér hefði verið að )>ví, að fá að hafa )>au hjá sér og lét )>au lofa sér )>ví, að koma aftur áður en langt liði. „Pabbi, við höfum ekki lifað svona skemmtileg jól langa lengi,“ sagði hún )>egar )>au voru orðin ein eftir. „Ekki síðan hún móðir )>ín dó,“ svaraði faðir hennar blíðlega. „Og við verðum nú að sjá um )>að að missa ekki sjónar af )>essum vinum okkar, sem við höfum eignast í dag“. Lengi sátu )>au saman og rifjuðu upp gamlar og dýrmætar endur- minningar, og bæði fundu }>au til )>ess, hve miklu auðugri )>au voru en )>au höfðu gert sér í hugarlund um morguninn. „Það var nærri )>ví komið,“ sagði Dóra við föður sinn, )>egar hún bauð honum góða nótt, „að jólagleðin færi fram hjá mér í )>etta sinn; en rósin hans Tomma lagaði )>að allt saman. Ég verð að segja honum frá )>ví, hve mikla blessun jólagjöfin hans færði mér“. Morguninn eftir gekk Dóra út til þess að leita uppi blaðsöludrenginn, og hún fann hann hjá jámbrautarstöðinni; hann var )>ar að berja sér til }>ess að halda á sér hita. „Ég kom til J>ess að segja j>ér frá )>ví, hverju rósin j>ín kom til leiðar, Tommi,“ sagði hún um leið og hann rétti henni morgunblaðið. „Það var nærri J>ví komið í gærmorgun, að öll jólagleðin ætlaði að fara út um j>úfur fyrir mér. En þá komst ]>ú með rósina og hún varð til ]>ess, að ekki aðeins átti ég skemmtilegri jóladag en ég hef lengi átt, heldur líka sex aðrar manneskjur, sem hefðu líklega annars haft lítið af skemmtun að segja á J>essum jólum“. „Sex manneskjur!" sagði Tommi og horfði á hana alveg forviða. „Það er ómögulegt að rósin hafi getað komið ]>ví til leiðar. Það hlýtur að hafa komið af einhverju góðverki. sem |>ér gerðuð í minningu jólanna“. „Ég fullvissa )>ig um )>að.“ svaraði hún, „að )>að var allt rósinni )>inni að )>akka“. „Já, nú er ég alveg hissa,“ sagði Toinrni og hoppaði hátt af kæti. „Aldrei hefði mér getað dottið annað eins í hug!“ Höf.: sr. Friðrik Hallgrimsson Litli-Rauður Hann Litli-Rauður á heima í sveitinni. Fæturnir á honum eru afskap- lega langir, )>ess vegna er hann svona fljótur að hlaupa. Honum )>ykir fjarska góð mjólkin, sem mamma hans gefur honum, )>egar hann er þyrstur. En ]>ama kemur hundurinn. Hvor skyldi vera fljótari að hlaupa, Litli-Rauður eða Snati? Snati verður langt á eftir, og Litli-Rauður hoppar hátt upp í loft af kæti. En aumingja Snati leggur niður rófuna og labbar í burtu. Einn daginn datt Litli-Rauður niður í skurð og komst ekki upp úr, )>ví að skurðurinn var svo djúpur. Þegar fréttist, að Litli-Rauður væri týndur, fóru allir að leita. )>ví að öllum )>ótti svo vænt um hann. Hann fannst ekki fyrr en seint um kvöldið og var pá orðinn blár af kulda, )>ví að hann hafði staðið í vatninu allan daginn. Það varð að ná í kranabíl til ]>ess að hægt væri að draga hann upp úr skurðinum. Því næst var hann fluttur heim í sjúkrabíl og dúðaður ofan í rúm. Hann varð að liggja í rúminu nokkra daga, en honum leiddist ekkert, )>ví að hún Sigga litla sat allan daginn við rúmið og las upphátt í bók. Og nú nálgast veturinn, sumarið var að kveðja. Litli-Rauður varð ósköp lubbalegur, nú er hann orðinn einn af bítlunum. Einn morguninn, )>egar Litli-Rauður kom út úr hesthúsinu, var jörðin orðin alhvít. Þetta var skrýtið. Og ]>egar hann steig niður fæti sökk hann djúpt f snjóinn. Hæ gaman. gaman. snjór, snjór. hrópuðu bömin. Þau flýttu sér að ná í sleðana. og svo renndu )>au sér niður brekkuna. Litla-Rauð langaði líka til að renna sér. Hann fór alla leið upp á brekkubrún, settist á rassinn og bu ú ú ú. Hann vissi ekki af fyrr en hann var kominn langt fram á tún. Hann renndi sér allan daginn. Um kvöldið var hann svo J>reyttur, að hann gat varla dmkkið mjólkina sína. Hann sofnaði bara, )>ar sem hann stóð. Honum fannst hann vera kominn upp í stóra brekku, og )>ar var fullt af fólki að horfa á allt í kring. Þetta voru víst Ólympíuleikamir. Hann renndi sér af stað svo að hvein í eyrunum á honum. Fólkið hrópaði húrra, húrra litli hestur. Hann flaug fram af stökkpallinum, ]>að var svo langt til jarðar, að fólkið var eins og litlir títuprjónshausar að sjá. En hvað var nú ]>etta. hann datt ekki niður. Hvemig stóð á )>essu? Jú. hann var með stóra rauða vængi, sem hann sveiflaði upp og niður eins og skáldfákurinn frægi. Þetta mátti hann til með að sýna hinum hest- unum og einkanlega mömrnu, sú yrði nú stolt af syni sínum. En hvar var hesthúsið? Litli-Rauður gat hvergi komið auga á ]>að. Hann flaug yfir hvert ]>orpið á fætur öðru. sums staðar voru hestar sem litu undrandi upp og hneggjuðu. en hesthúsið sitt gat hann hvergi fundið. Nú var hann farinn að J>reytast í vængjunum, enda búinn að fljúga allan daginn. Það var farið að kveikja á stjömunum. Hann settist á eina )>eirra til að kasta mæðinni. Sæll, góði, sagði lítill karl, sem stóð )>ar undir ljós- kerinu og hafði verið að enda við að kveikja á ]>ví. Hvaðan kcmur )>ú vinurinn? Ég er búinn að týna hesthúsinu mínu, sagði aumingja Litli-Rauð- ur og fór að gráta. Við skulum sjá hvort við getum hjálpað )>ér. vinur, sagði skrýtni karlinn. Hann hoppaði á bak Litla-Rauð og sagði hott, hott. Þeir flugu í stórum boga í átt til jarðarinnar, sem óðfluga barst nær, og )>ama kom blessað gamla hesthúsið í ljós. Hurðin var í hálfa gátt, allir voru í fasta svefni. Hafa )>eir )>á ekkert saknað mín? sagði Litli-Rauður. Hann sneri sér við og ætlaði að fara að )>akka litla karlinum fyrir hjálpina, en hann var pá á bak og burt. Rétt í )>ví byrjaði haninn að gala, og Litli-Rauður hrökk upp. Hann lúrði )>á bara við hlið mömmu sinnar. Þetta var pá allt saman draumur. Höf.: Ólöf Jónsdóttir Austuilond jólablað 1981 31

x

Austurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.