Birtingur - 01.06.1957, Blaðsíða 3

Birtingur - 01.06.1957, Blaðsíða 3
Einar Bragi: VIÐTAL VIÐ JÓHANNES ÚR KÖTLUM Jóhannes úr Kötlum Ég hafði orð á því við Jóhannes skáld úr Kötlum þegar við höfðum heilsazt á tröpp- unum hjá honum í Hveragerði að dýrlegir væru litirnir í mosaþembum heiðarinnar núna. — Já, sagði hann, svona margslungnir haustlitir eru sjaldgæfir hér á þessu veðra- sama landi. Það er ekki nema þegar gróður- inn sölnar í kyrru og þurru að hann tekur á sig þessi fíngerðu litbrigði. Og hann benti á lága birkihríslu sem stóð á hlaðinu með haustrauð blöð sín. Svo gengum við til stofu, og ég spurði í stað þess að minnast á veðr- ið: — Er langt síðan þú hefur komið vestur í Dali? — Ég skrapp þangað alveg nýlega til þess að finna systur mína. — Voruð þið mörg systkin? — Við vorum bara tvö. En auk þess ólust tvær telpur að mestu leyti upp hjá foreldr- um mínum. — Býr systir þín kannski enn á ykkar gamla bæ? — Nei, jörðin fór í eyði nokkrum árum eftir að foreldrar mínir fóru þaðan — var reyndar eyðibýli líka þegar þau komu þang- að. Þetta var harðbýlt heiðakot: túnið sama 1

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.