Birtingur - 01.06.1957, Side 36

Birtingur - 01.06.1957, Side 36
Tadeusz Rozewicz: Hirðið ekki um okkur Gleymið okkur gleymið okkar kynslóð lifið eins og menn gleymið okkur við öfunduðum jurtir og steina jafnvel hunda ég vildi ég væri rotta sagði ég við stúlkuna mína á þeirri tíð Ég vildi ég væri ekki til ég vildi ég gæti sofnað og vaknað aftur eftir stríðið sagði hún luktum augum gleymið okkur spyrjið ekki um æsku okkar hirðið ekki um okkur Því miður vitum við íslendingar harla lítið um nútímabókmenntir pólverja, og sama máli gegnir raunar um bókmenntir annarra aust- urevrópuríkja. Þau fjögur ljóðskáld pólsk sem hér eru kynnt eru öll mjög ung •— milli tvítugs og þrítugs — og teljast til „kynslóð- arinnar ’55“ sem svo er kölluð. Að sögn kunnugra hefur áköf leit að nýjum tjáningar- formum verið þreytt þar eystra seinustu tvö árin: menn hafa keppzt við að þýða og ræða verk eftir Kafka, Faulkner, Hemingway, Eliot, Rilke — og í myndlistinni hefur vaknað áhugi á Picasso, Klee, Kandinsky og öðrum módernistum sem 1 páfabréfum frá Kreml hafa verið stimplaðir úrkynjaðir aumingjar til þessa. E.B. 30

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.