Birtingur - 01.06.1957, Blaðsíða 15
Ur skrifum Le Corbusier:
. . . Eftir hundrað ára gífurlega landvinninga vísindanna, félagslega
baráttu og óskapnað finnur þjóðfélag nútímans loksins lausn, sem ætti
að ákvarða endanlegt svipmót siðmenningar vorrar: Sköpun nýrra
híbýla.
Með sköpun nýrra híbýla hefst annað skeið tæknialdarinnar: tími al-
mennrar uppbyggingar. Frjótt, bjartsýnt mannkærleika-starf, sem veitir
hina upprunalegu gleði.
Þetta verk nær víðar en til tæknilegra vandamála; það er ný lífssýn,
sem birtist hrein og skýr.
Aðeins í ljósi nýrrar lífssýnar geta menn framvegis skoðað vandamál
byggingarlistar og borgarskipulags.
Nýtt samfélag býr sér nýjan bústað, þar sem lífinu er lifað. Maðurinn
og híbýli hans, gjörvallt landið, borgir og héruð fá nýjan svip.
Fyrstu hundrað árin gekk dauðinn í slóð tækniþróunarinnar.
Maðurinn vaknaði að morgni bak við mjóar rúður, sem póesían komst
aldrei í gegnum, síðan tók vinnutíminn við, þá tilbreytingarlausar ferðir
um úthverfi til borgarinnar, og á kvöldin sat hann undir lampanum á
drungalegu heimilinu — aldrei tími né tækifæri til næðis og hvíldar.
Góð samfélagsskipan, sem hefur til umráða gífurlega orku vélanna og
ótæmandi möguleika borgarskipulagsins, getur tryggt mönnunum hina
upprunalegu gleði sem daglegt brauð: á heimilunum, vinnustöðum
og alls staðar í borginni.
Væru bæirnir skipulagðir í heild og hvert einstakt sambýlishús reist
samkvæmt hinum nýju sjónarmiðum, mætti komast að samkomulagi við
náttúruna. Náttúran getur orðið hluti af búðstöðum manna.
Náttúran var til á undan borginni, sem byggði henni út og setti granít,
múrstein og malbik í hennar stað.
Náttúran — það er útsýn yfir landslagið, laðandi sjóndeildarhring, ása,
fjöll, ár, fljót og haf. 1 borginni hafa húsveggir risið í röðum með 20 metra
ttiillibili. Tré og grasfletir, sem lifað hafa limlestinguna, eru innikróuð
milli húsa.
Við verðum að endurheimta sjónbauginn.
Við verðum að gróðursetja ný tré.