Birtingur - 01.06.1957, Blaðsíða 10

Birtingur - 01.06.1957, Blaðsíða 10
heimsmenningarinnar. Eitt er víst: herinn verður að fara ef við eigum að lifa. — Segðu mér að lokum: hverju mundir þú sem eldri starfsbróðir vilja stinga í nestis- poka ungra höfunda sem eru að leggja á brattann ? — Þar gerðirðu mig alslemm kallinn, eins og þar stendur. Ekki af því: nóg er hægt að segja — ég gæti haldið yfir þér nestisræðu í alla nótt. En eruð þið nokkuð fíknir í préd- ikanir, blessaðir? Að vísu mun fátt annað til ráða þar sem vopnin eru ekki látin tala. Fyrst af öllu mundi ég segja við ungu skáld- in á íslandi núna: þið eigið að skapa nýja sveiflu í menningarlíf þjóðarinnar, þið eigið að húðfletta spillinguna, þið eigið að húð- strýkja þjóðina fyrir hermang hennar og stríðsgróðabrask, værugirni hennar og sljó- leika, þið eigið að gegnumlýsa þetta svindl- araþjóðfélag sem við búum nú við: efna- hagskerfið, skólakerfið, verkalýðshreyfing- una, íþróttirnar, skemmtanalífið — allt sem heiti hefur. Hvað eruð þið að gráta yfir and- legri kúgun austantjalds og nenna svo ekki að rífa kjaft í öllu ritfrelsinu hér vestra? Þið um það hvar og hvernig þið yrkið Ijóð eða skrifið sögu, en látið ykkur ekki detta í hug að aðgreina listina frá lífinu, frá fólk- inu, frá tímanum — já, frá stjórnmálunum og heimsmálunum eins og þau leggja sig. Öll okkar lífsfyrirbæri eru meira og minna háð pólitískri valdbeitingu og það er frum- skylda listamanna, vísindamanna og ann- arra menntamanna að vaka yfir því að stjórn- málamennirnir geri ekki ríkisvaldið að fé- lagslegu viðundri og miskunnarlausri gadda- svipu. Við lifum á mikilli vísindaöld. Sósíal- isminn er til dæmis fyrsta þjóðmálahreyf- ingin sem freistar þess í alvöru að reka sam- 8 félag á vísindalegum grundvelli, samkvæmt fyrirfram gerðri áætlun. Sovétríkin og Kín- verska alþýðulýðveldið eru tröllauknar til- raunir í þessa átt. Og segja má að ráðstjórn- arskipulagið hafi yfirleitt heppnazt frá þjóð- hagslegu og tæknilegu sjónarmiði. Það er að- löðun valdakerfisins að andlegum þörfum fólksins sem virðist hafa mistekizt um sinn. Hið risavaxna alræði hefur skort viðbragðs- flýti og sveigjanleik til að mæta hinum sí- breytilegu sálarlífshræringum almennings. Ég held að ungverska uppreisnin og aðrar fjöldahreyfingar alþýðuríkjanna upp á síð- kastið — að svo miklu leyti sem þær eru ekki uppblásnar fasistabrellur — stafi ekki fyrst og fremst frá lífskjarakreppu, heldur and- legri kröfu fólksins til frjálsari skoðana- myndunar og gagnrýni. Með öðrum orðum: mannhyggja hugyrkjumannsins, skáldsins, listamannsins, hefur risið gegn vísindalegri rökhyggju og kerfisbindingu sem snúizt hef- ur upp í bókstafsþrælkun og valdníðslu. Hvar- vetna í heiminum, jafnt í alþýðuríkjunum sem auðvaldslöndum, þarf mikla og hug- rakka listamenn, túlkendur mannlegleikans og framtíðarinnar, til að hamla á móti gerfi- mennskunni og vélmennskunni sem hinni ó- hjákvæmilegu skipulagningu nútímaþjóðfé- lags hættir til að leiða af sér. Og þeir verða að gera þetta, ekki einungis með list sinni, heldur og lífi sínu. Er þetta ekki nóg nesti í svipinn? — Látum svo vera — þó mig langi allra síðast til að heyra hvernig þér segir hugur um framtíðina? — Hví skyldi maður ekki vera bjartsýnn á framtíðina? Þegar heimsstríði valdabarátt- unnar loksins linnir og lamb fer að leika sér við Ijón í allsherjarríki sameignarstefnunnar, L

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.